Ekki ráðist að rótum vandans Skjóðan skrifar 3. júní 2015 12:00 Hægt er að hrósa ríkisstjórninni fyrir aðkomu að kjarasamningum. Það er jákvætt að dregið sé úr þörf fyrir beinar launahækkanir með einföldun tekjuskatts og lækkun beinna skatta og tolla. Þá er jákvætt að stjórnvöld skuli ætla að beita sér fyrir átaki í byggingu leiguíbúða sem ætlaðar eru tekjulægri hópum sem og að reynt skuli að draga úr byggingarkostnaði með því að endurskoða byggingarreglugerðir og fleira. Samt er einkennilegt að tillögur stjórnvalda skuli fela í sér sérstaka niðurgreiðslu til fjármagnsafla. Húsnæðisbætur eru þegar á reynir bein niðurgreiðsla til leigusala og fjármálafyrirtækja en nýtast þiggjendum ekki. Þær gera leigusölum kleift að hækka leiguna rétt eins og vaxtabætur eru ávísun á hærri útlánsvexti en annars fengju þrifist. Hér á Íslandi eru laun vart hálfdrættingur á við laun í helstu nágrannalöndum okkar. Samt er húsnæðisverð í stórum dráttum sambærilegt við húsnæðisverð annars staðar, þrátt fyrir að vaxtakostnaður við íbúðalán á Íslandi sé margfaldur á við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Þetta stríðir raunar gegn þeirri grundvallarkenningu hagfræðinnar að eftir því sem tekjur séu lægri og fjármagnskostnaður hærri, því lægra verði eignaverð. Tekjulágir Íslendingar standast ekki greiðslumat fyrir venjulegu húsnæðisláni og því er til hér á landi lánaflokkur, sérstaklega ætlaður til að fleyta þeim í gegnum greiðslumat, sem ekki hafa efni á að taka lán. Þetta eru hin svonefndu verðtryggðu jafngreiðslulán, sem sérfræðingar kalla „Íslandslán“ þar sem þau þekkjast hvergi annars staðar. Með tengingu höfuðstóls lána við vísitölu neysluverðs er vaxtaokrið falið fyrir lántakendum og með því að flytja áfallnar verðbætur á höfuðstól um hver mánaðamót er hægt að láta líta út fyrir að launalitlir íbúðakaupendur ráði alla vega við fyrstu afborgun húsnæðislánsins hvað sem verður í framhaldinu. Í Þýskalandi, sem er eitt ríkasta land í heimi og oft notað sem dæmi um vel heppnað markaðshagkerfi, leigja mun fleiri en eiga. Skattareglur hvetja til þess að íbúðarhúsnæði sé fremur í eigu útleigufyrirtækja en einstaklinga. Skýrar reglur tryggja búsetuöryggi leigjenda og skipulagsyfirvöld tryggja nægt framboð lóða til að byggja á til að tryggja stöðugleika og fyrirbyggja verðbólur. Almennt verja Þjóðverjar innan við fjórðungi ráðstöfunartekna í húsnæði. Í Þýskalandi ríkir samkeppni á fjármálamarkaði og vextir eru lágir. Á Íslandi ríkir fákeppni á fjármálamarkaði og vextir til íbúðakaupa eru gríðarlega háir. Væri ekki nær fyrir stjórnvöld að ráðast gegn rótum vandans en að nota skattfé til að niðurgreiða okurvexti banka sem starfa saman í fákeppni? Má ekki skoða aðild að ESB til að bæta hag fólksins?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Hægt er að hrósa ríkisstjórninni fyrir aðkomu að kjarasamningum. Það er jákvætt að dregið sé úr þörf fyrir beinar launahækkanir með einföldun tekjuskatts og lækkun beinna skatta og tolla. Þá er jákvætt að stjórnvöld skuli ætla að beita sér fyrir átaki í byggingu leiguíbúða sem ætlaðar eru tekjulægri hópum sem og að reynt skuli að draga úr byggingarkostnaði með því að endurskoða byggingarreglugerðir og fleira. Samt er einkennilegt að tillögur stjórnvalda skuli fela í sér sérstaka niðurgreiðslu til fjármagnsafla. Húsnæðisbætur eru þegar á reynir bein niðurgreiðsla til leigusala og fjármálafyrirtækja en nýtast þiggjendum ekki. Þær gera leigusölum kleift að hækka leiguna rétt eins og vaxtabætur eru ávísun á hærri útlánsvexti en annars fengju þrifist. Hér á Íslandi eru laun vart hálfdrættingur á við laun í helstu nágrannalöndum okkar. Samt er húsnæðisverð í stórum dráttum sambærilegt við húsnæðisverð annars staðar, þrátt fyrir að vaxtakostnaður við íbúðalán á Íslandi sé margfaldur á við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Þetta stríðir raunar gegn þeirri grundvallarkenningu hagfræðinnar að eftir því sem tekjur séu lægri og fjármagnskostnaður hærri, því lægra verði eignaverð. Tekjulágir Íslendingar standast ekki greiðslumat fyrir venjulegu húsnæðisláni og því er til hér á landi lánaflokkur, sérstaklega ætlaður til að fleyta þeim í gegnum greiðslumat, sem ekki hafa efni á að taka lán. Þetta eru hin svonefndu verðtryggðu jafngreiðslulán, sem sérfræðingar kalla „Íslandslán“ þar sem þau þekkjast hvergi annars staðar. Með tengingu höfuðstóls lána við vísitölu neysluverðs er vaxtaokrið falið fyrir lántakendum og með því að flytja áfallnar verðbætur á höfuðstól um hver mánaðamót er hægt að láta líta út fyrir að launalitlir íbúðakaupendur ráði alla vega við fyrstu afborgun húsnæðislánsins hvað sem verður í framhaldinu. Í Þýskalandi, sem er eitt ríkasta land í heimi og oft notað sem dæmi um vel heppnað markaðshagkerfi, leigja mun fleiri en eiga. Skattareglur hvetja til þess að íbúðarhúsnæði sé fremur í eigu útleigufyrirtækja en einstaklinga. Skýrar reglur tryggja búsetuöryggi leigjenda og skipulagsyfirvöld tryggja nægt framboð lóða til að byggja á til að tryggja stöðugleika og fyrirbyggja verðbólur. Almennt verja Þjóðverjar innan við fjórðungi ráðstöfunartekna í húsnæði. Í Þýskalandi ríkir samkeppni á fjármálamarkaði og vextir eru lágir. Á Íslandi ríkir fákeppni á fjármálamarkaði og vextir til íbúðakaupa eru gríðarlega háir. Væri ekki nær fyrir stjórnvöld að ráðast gegn rótum vandans en að nota skattfé til að niðurgreiða okurvexti banka sem starfa saman í fákeppni? Má ekki skoða aðild að ESB til að bæta hag fólksins?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira