Velta með skuldabréf jókst um 83 prósent ingvar haraldsson skrifar 3. júní 2015 07:30 Þróun fimm ára verðbólguvæntinga á skuldabréfamarkaði það sem af er þessu ári. vísir Dagvelta á skuldabréfamarkaði í maí jókst um 83 prósent milli ára og nam veltan samtals 153 milljörðum króna í mánuðinum. „Hin aukna velta skýrist helst af auknum væntingum um verðbólgu og skiptum skoðunum á hvenær vaxtahækkunarferlið myndi byrja,“ segir Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA. Valdimar segir að mest hafi verið um að vera á markaði um miðjan mánuðinn í kringum síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Þá tilkynnti Seðlabankinn að hann myndi að öllum líkindum hækka stýrivexti í júní.Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.mynd/gammaVerðbólguálag á skuldabréfamarkaði, þ.e. mismunur á ávöxtunarkröfu á verðtryggð og óverðtryggð skuldabréf sem segir til um vænta verðbólgu næstu fimm árin jókst um tæplega hálft prósentustig í maí og stóð í 4,5 prósentum í lok mánaðarins. Frá áramótum hefur verðbólguálagið hækkað verulega eða um tæplega tvö prósentustig. Hækkunin er talin skýrast af væntingum um aukna verðbólgu og stýrivaxtahækkunum Seðlabankans. Valdimar bendir á að Seðlabankinn hafi gefið út áður en kjaraviðræður fóru í hart að framleiðsluspenna væri að skapast í hagkerfinu. Því væri líklegt að Seðlabankinn hefði hækkað stýrivexti í haust eða vetur þrátt fyrir að launahækkanir hefðu orðið óverulegar. Nú muni stýravaxtahækkun líklega koma fyrr til og verða meiri en annars hefði orðið. Greiningardeild Landsbankans spáir tveggja prósenta stýrivaxtahækkun á þessu ári og öðru eins á því næsta.Aðgerir stjórnvalda gætu kostað allt að fjórtán milljarða á ári Hrafn Steinarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka, bendir á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem tilkynnt var um á föstudaginn gætu aukið þenslu í hagkerfinu enn frekar. „Að óbreyttu mun þetta hafa í för með sér að afkoma ríkissjóðs versnar um átta til fjórtán milljarða á ári,“ segir Hrafn. Þetta muni þó skýrast betur í haust þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður lagt fram. Hrafn bend einnig á að óljóst sé hvaða áhrif frumvarp um afnám gjaldeyrishafta muni hafa á markaðinn. Leggja á frumvarpið fram á næstu dögum. Vegna óvissunnar sem uppi sé í efnahagsmálum hafi verið talsvert áhættuálag innbyggt í verðlagningu á óverðtryggðum skuldabréfum, að sögn Hrafns. Gjaldeyrishöft Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Dagvelta á skuldabréfamarkaði í maí jókst um 83 prósent milli ára og nam veltan samtals 153 milljörðum króna í mánuðinum. „Hin aukna velta skýrist helst af auknum væntingum um verðbólgu og skiptum skoðunum á hvenær vaxtahækkunarferlið myndi byrja,“ segir Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA. Valdimar segir að mest hafi verið um að vera á markaði um miðjan mánuðinn í kringum síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Þá tilkynnti Seðlabankinn að hann myndi að öllum líkindum hækka stýrivexti í júní.Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.mynd/gammaVerðbólguálag á skuldabréfamarkaði, þ.e. mismunur á ávöxtunarkröfu á verðtryggð og óverðtryggð skuldabréf sem segir til um vænta verðbólgu næstu fimm árin jókst um tæplega hálft prósentustig í maí og stóð í 4,5 prósentum í lok mánaðarins. Frá áramótum hefur verðbólguálagið hækkað verulega eða um tæplega tvö prósentustig. Hækkunin er talin skýrast af væntingum um aukna verðbólgu og stýrivaxtahækkunum Seðlabankans. Valdimar bendir á að Seðlabankinn hafi gefið út áður en kjaraviðræður fóru í hart að framleiðsluspenna væri að skapast í hagkerfinu. Því væri líklegt að Seðlabankinn hefði hækkað stýrivexti í haust eða vetur þrátt fyrir að launahækkanir hefðu orðið óverulegar. Nú muni stýravaxtahækkun líklega koma fyrr til og verða meiri en annars hefði orðið. Greiningardeild Landsbankans spáir tveggja prósenta stýrivaxtahækkun á þessu ári og öðru eins á því næsta.Aðgerir stjórnvalda gætu kostað allt að fjórtán milljarða á ári Hrafn Steinarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka, bendir á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem tilkynnt var um á föstudaginn gætu aukið þenslu í hagkerfinu enn frekar. „Að óbreyttu mun þetta hafa í för með sér að afkoma ríkissjóðs versnar um átta til fjórtán milljarða á ári,“ segir Hrafn. Þetta muni þó skýrast betur í haust þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður lagt fram. Hrafn bend einnig á að óljóst sé hvaða áhrif frumvarp um afnám gjaldeyrishafta muni hafa á markaðinn. Leggja á frumvarpið fram á næstu dögum. Vegna óvissunnar sem uppi sé í efnahagsmálum hafi verið talsvert áhættuálag innbyggt í verðlagningu á óverðtryggðum skuldabréfum, að sögn Hrafns.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent