Höfum við efni á svona eftirliti og ákæruvaldi? Skjóðan skrifar 27. maí 2015 11:00 Samkeppniseftirlitið lagði á dögunum 650 milljóna sekt á Byko vegna meints verðsamráðs milli Byko og Húsasmiðjunnar. Einungis eru örfáar vikur frá því Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ellefu af tólf sakborningum í sakamáli sem sérstakur saksóknari höfðaði gegn starfsmönnum Byko og Húsasmiðjunnar vegna þessa sama meinta samráðs. Einn starfsmaður var dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til samráðs. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var afdráttarlaus. Ekki var um ólögmætt samráð milli starfsmanna fyrirtækjanna að ræða heldur var samkeppnin einmitt mjög virk. Hvernig getur þá staðið á því að Samkeppniseftirlitið leggur 650 milljóna sekt vegna sakargifta sem Héraðsdómur er búinn að dæma að eigi ekki við nein rök að styðjast? Jú, ástæðan virðist vera sú að fyrri eigandi Húsasmiðjunnar gerði samkomulag við Samkeppniseftirlitið á síðasta ári, viðurkenndi samkeppnisbrot í málinu og greiddi stjórnvaldssekt. Fyrri eigandi Húsasmiðjunnar var eignarhaldsfélag í eigu Landsbankans og sáttin var gerð í tengslum við sölu á Húsasmiðjunni til erlendra kaupenda. Án sáttagjörðarinnar hefði salan ekki gengið í gegn og í því ljósi er nauðsynlegt að skoða viðurkenninguna á samkeppnisbrotum. Sérstakur saksóknari hefur áfrýjað sýknudómum Héraðsdóms til Hæstaréttar og erfitt er að verjast þeirri hugsun að sektarálagning á Byko, sem hefur verið áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, þjóni þeim tilgangi helst að hafa áhrif á málsmeðferð og niðurstöðu Hæstaréttar. Mikið er í húfi. Samkvæmt Kjarnanum hefur 31 starfsmaður sérstaks saksóknara varið 11.854 stundum við rannsókn málsins. Ótalinn er tíminn sem fór í málflutninginn sjálfan og engar upplýsingar hafa fengist hjá Samkeppniseftirlitinu um tímafjöldann þar. Ríkið var dæmt til að greiða 90 milljónir í málsvarnarlaun fyrir Héraðsdómi og ekki er ósennilegt að heildarkostnaður skattgreiðenda vegna málsins hafi numið hátt í 400 milljónum króna. Og um hvaðsnerist þetta mál? Jú, það snerist um að starfsmenn Byko hringdu í starfsmenn Húsasmiðjunnar til að spyrja um verð á tilteknum vörum og öfugt. Þetta er svipað og þegar starfsmenn tiltekinna verslanakeðja heimsækja verslanir annarra verslanakeðja til að kanna og skrá verð á völdum vörum, en slíkt er alsiða. Enda var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að þessi upplýsingaöflun bæri vott um virka samkeppni en ekki verðsamráð. Hægter að mæla kostnaðinn sem lendir á skattborgurum þegar eftirlitsstofnanir og ákæruvald fara offari gegn fyrirtækjum í samkeppnisrekstri. Erfiðara er að meta það tjón sem neytendur og fyrirtæki verða fyrir vegna slíks. Verði 650 milljóna sekt Byko staðfest fer hún út í verðlag – annað er ómögulegt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið lagði á dögunum 650 milljóna sekt á Byko vegna meints verðsamráðs milli Byko og Húsasmiðjunnar. Einungis eru örfáar vikur frá því Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ellefu af tólf sakborningum í sakamáli sem sérstakur saksóknari höfðaði gegn starfsmönnum Byko og Húsasmiðjunnar vegna þessa sama meinta samráðs. Einn starfsmaður var dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til samráðs. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var afdráttarlaus. Ekki var um ólögmætt samráð milli starfsmanna fyrirtækjanna að ræða heldur var samkeppnin einmitt mjög virk. Hvernig getur þá staðið á því að Samkeppniseftirlitið leggur 650 milljóna sekt vegna sakargifta sem Héraðsdómur er búinn að dæma að eigi ekki við nein rök að styðjast? Jú, ástæðan virðist vera sú að fyrri eigandi Húsasmiðjunnar gerði samkomulag við Samkeppniseftirlitið á síðasta ári, viðurkenndi samkeppnisbrot í málinu og greiddi stjórnvaldssekt. Fyrri eigandi Húsasmiðjunnar var eignarhaldsfélag í eigu Landsbankans og sáttin var gerð í tengslum við sölu á Húsasmiðjunni til erlendra kaupenda. Án sáttagjörðarinnar hefði salan ekki gengið í gegn og í því ljósi er nauðsynlegt að skoða viðurkenninguna á samkeppnisbrotum. Sérstakur saksóknari hefur áfrýjað sýknudómum Héraðsdóms til Hæstaréttar og erfitt er að verjast þeirri hugsun að sektarálagning á Byko, sem hefur verið áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, þjóni þeim tilgangi helst að hafa áhrif á málsmeðferð og niðurstöðu Hæstaréttar. Mikið er í húfi. Samkvæmt Kjarnanum hefur 31 starfsmaður sérstaks saksóknara varið 11.854 stundum við rannsókn málsins. Ótalinn er tíminn sem fór í málflutninginn sjálfan og engar upplýsingar hafa fengist hjá Samkeppniseftirlitinu um tímafjöldann þar. Ríkið var dæmt til að greiða 90 milljónir í málsvarnarlaun fyrir Héraðsdómi og ekki er ósennilegt að heildarkostnaður skattgreiðenda vegna málsins hafi numið hátt í 400 milljónum króna. Og um hvaðsnerist þetta mál? Jú, það snerist um að starfsmenn Byko hringdu í starfsmenn Húsasmiðjunnar til að spyrja um verð á tilteknum vörum og öfugt. Þetta er svipað og þegar starfsmenn tiltekinna verslanakeðja heimsækja verslanir annarra verslanakeðja til að kanna og skrá verð á völdum vörum, en slíkt er alsiða. Enda var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að þessi upplýsingaöflun bæri vott um virka samkeppni en ekki verðsamráð. Hægter að mæla kostnaðinn sem lendir á skattborgurum þegar eftirlitsstofnanir og ákæruvald fara offari gegn fyrirtækjum í samkeppnisrekstri. Erfiðara er að meta það tjón sem neytendur og fyrirtæki verða fyrir vegna slíks. Verði 650 milljóna sekt Byko staðfest fer hún út í verðlag – annað er ómögulegt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira