Kristín aftur valin í landsliðið eftir átta ára fjarveru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2015 07:30 Kristín Guðmundsdóttir í leik með Val í Laugardalshöllinni í vetur. Vísir/Vilhelm Kristín Guðmundsdóttir átti frábæra viku þar sem hún var fyrst kosin besta handboltakona Olís-deildarinnar og svo valin aftur í A-landsliðið eftir átta ára fjarveru. „Þetta var rosalega gaman fyrir gamla kerlingu,“ segir Kristín í léttum tón þegar Fréttablaðið heyrði í henni. „Það er allt annar hugsunarháttur hjá mér í dag en fyrir tíu árum og fyrir tuttugu árum. Það er gaman að prófa þetta núna. Ég er ótrúlega stolt af því að vera valin og finnst þetta vera forréttindi. Ég hugsaði ekkert um það þegar ég var yngri að þetta væru forréttindi,“ segir Kristín. „Þetta kom mér mjög á óvart. Mér hefur samt fundist það tvisvar til þrisvar sinnum síðustu átta ár að ég hefði alveg mátt vera þarna,“ segir Kristín hreinskilin. „Það halda margir að ég sé að spila miklu betur en áður en þetta snýst svolítið um hlutverkið. Hlutverkið mitt í gamla daga var eins og hlutverkið mitt í vetur. Ég átti bara að vera í skyttu og skjóta hundrað sinnum til að skora tíu í hverjum leik. Þannig var hlutverkið mitt þegar ég var ung,“ segir Kristín og útskýrir frekar. „Eftir að ég byrjaði að spila með Hröbbu (Hrafnhildur Skúladóttir) þá var ég meira á miðjunni með það hlutverk að stjórna leiknum, setja upp kerfi, gefa á línu og stilla upp fyrir Hröbbu. Fólk sér síður hvað þú gerir fyrir liðið fyrir utan að skora mörk. Þess vegna heldur fólk alltaf að ég sé að spila þúsund sinnum betur en þeir sem þekkja mig og þeir sem eru að þjálfa mig vita alveg hvað ég geri þótt ég sé ekki að skora mörkin,“ segir Kristín sem skoraði 7,8 mörk í leik í vetur. „Það er fínt að öxlin er heit. Ég er alltaf að glíma við mikil axlarmeiðsli en þegar maður er búin að nota hana mikið þá verður hún betri. Ég hlýt að geta skotið eitthvað,“ segir Kristín. Leikmenn deildarinnar völdu hana leikmann ársins í vetur. „Ég bjóst engan veginn við þessu á HSÍ-hófinu og fór eiginlega bara upp á svið með tárin í augunum. Það eru leikmennirnir í deildinni sem velja mann og þetta hefur því mikla þýðingu. Ég er líka örugglega sú elsta sem hefur verið valin og það voru ekki bara tíu þjálfarar sem voru að velja þetta heldur allar stelpurnar í deildinni,“ sagði Kristín. „Það kom mér rosalega á óvart enda hafði ég aldrei farið upp á svið öll þessi ár. Ég hafði aldrei verið valin eitt eða neitt. Þetta var svolítið extra fyrir mig. Sumir fara þarna upp á hverju einasta ári og finnst það ekkert merkilegt en fyrir mig var þetta ótrúlega gaman,“ segir Kristín. Kristín segir að Ágúst Jóhannsson sé ekki að velja hana af því að hún var valin besti leikmaður mótsins. Hún sé fengin til að hjálpa til að leysa fjarveru Karenar Knútsdóttur. „Ég hleyp ekkert inn í byrjunarliðið enda eru þarna nokkrar sem hafa verið þarna í mörg ár. Vonandi get ég eitthvað hjálpað til hvort sem það er innan vallar eða utan hans. Ég veit að ég get líka hjálpað til á bekknum því það er fullt sem ég get sagt við þær og hrósað þeim fyrir þegar maður er ekki lengur unglingur inn í skelinni,“ segir Kristín og hún bíður spennt eftir því að sína sig og sanna í fyrsta landsleiknum sínum frá árinu 2007. Íslenski handboltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Kristín Guðmundsdóttir átti frábæra viku þar sem hún var fyrst kosin besta handboltakona Olís-deildarinnar og svo valin aftur í A-landsliðið eftir átta ára fjarveru. „Þetta var rosalega gaman fyrir gamla kerlingu,“ segir Kristín í léttum tón þegar Fréttablaðið heyrði í henni. „Það er allt annar hugsunarháttur hjá mér í dag en fyrir tíu árum og fyrir tuttugu árum. Það er gaman að prófa þetta núna. Ég er ótrúlega stolt af því að vera valin og finnst þetta vera forréttindi. Ég hugsaði ekkert um það þegar ég var yngri að þetta væru forréttindi,“ segir Kristín. „Þetta kom mér mjög á óvart. Mér hefur samt fundist það tvisvar til þrisvar sinnum síðustu átta ár að ég hefði alveg mátt vera þarna,“ segir Kristín hreinskilin. „Það halda margir að ég sé að spila miklu betur en áður en þetta snýst svolítið um hlutverkið. Hlutverkið mitt í gamla daga var eins og hlutverkið mitt í vetur. Ég átti bara að vera í skyttu og skjóta hundrað sinnum til að skora tíu í hverjum leik. Þannig var hlutverkið mitt þegar ég var ung,“ segir Kristín og útskýrir frekar. „Eftir að ég byrjaði að spila með Hröbbu (Hrafnhildur Skúladóttir) þá var ég meira á miðjunni með það hlutverk að stjórna leiknum, setja upp kerfi, gefa á línu og stilla upp fyrir Hröbbu. Fólk sér síður hvað þú gerir fyrir liðið fyrir utan að skora mörk. Þess vegna heldur fólk alltaf að ég sé að spila þúsund sinnum betur en þeir sem þekkja mig og þeir sem eru að þjálfa mig vita alveg hvað ég geri þótt ég sé ekki að skora mörkin,“ segir Kristín sem skoraði 7,8 mörk í leik í vetur. „Það er fínt að öxlin er heit. Ég er alltaf að glíma við mikil axlarmeiðsli en þegar maður er búin að nota hana mikið þá verður hún betri. Ég hlýt að geta skotið eitthvað,“ segir Kristín. Leikmenn deildarinnar völdu hana leikmann ársins í vetur. „Ég bjóst engan veginn við þessu á HSÍ-hófinu og fór eiginlega bara upp á svið með tárin í augunum. Það eru leikmennirnir í deildinni sem velja mann og þetta hefur því mikla þýðingu. Ég er líka örugglega sú elsta sem hefur verið valin og það voru ekki bara tíu þjálfarar sem voru að velja þetta heldur allar stelpurnar í deildinni,“ sagði Kristín. „Það kom mér rosalega á óvart enda hafði ég aldrei farið upp á svið öll þessi ár. Ég hafði aldrei verið valin eitt eða neitt. Þetta var svolítið extra fyrir mig. Sumir fara þarna upp á hverju einasta ári og finnst það ekkert merkilegt en fyrir mig var þetta ótrúlega gaman,“ segir Kristín. Kristín segir að Ágúst Jóhannsson sé ekki að velja hana af því að hún var valin besti leikmaður mótsins. Hún sé fengin til að hjálpa til að leysa fjarveru Karenar Knútsdóttur. „Ég hleyp ekkert inn í byrjunarliðið enda eru þarna nokkrar sem hafa verið þarna í mörg ár. Vonandi get ég eitthvað hjálpað til hvort sem það er innan vallar eða utan hans. Ég veit að ég get líka hjálpað til á bekknum því það er fullt sem ég get sagt við þær og hrósað þeim fyrir þegar maður er ekki lengur unglingur inn í skelinni,“ segir Kristín og hún bíður spennt eftir því að sína sig og sanna í fyrsta landsleiknum sínum frá árinu 2007.
Íslenski handboltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira