Hluti starfsemi CCP verði fluttur úr landi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 20. maí 2015 07:00 Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP Tölvufyrirtækið CCP er hugar að því hvort flytja eigi hluta starfseminnar úr landi. Málið var rætt á ársfundi fyrirtækisins í síðustu viku, en þá er sérstaklega horft til stjórnunarstaða. Engar ákvarðanir hafa verið teknar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki til að draga úr starfsemi hér og gegnir Ísland áfram lykilhlutverki hjá fyrirtækinu. Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, segir að fyrirtækið hafi ekkert um málið að segja á þessu stigi. „No comment,“ segir hann spurður hvort flutningur sé fyrirhugaður og hafi verið ræddur á ársfundinum. Fyrirtækið hefur af og til skoðað það á síðustu árum hvort það henti betur að flytja höfuðstöðvarnar úr landi. Heimildir Fréttablaðsins herma að sú skoðun sé enn í fullum gangi og meiri kraftur hafi farið í hana að undanförnu. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar. Gjaldeyrishöftin spila stórt hlutverk í þessum mögulegu áformum, en heimildir Fréttablaðsins herma að þau séu síður en svo eina ástæðan. Alþjóðlegir samningar fyrirtækisins séu þannig að það gæti hentað því betur að vera með höfuðstöðvarnar annarsstaðar en á Íslandi. Heimildir herma að á meðal mögulegra áfangastaða séu kanadísku borgirnar Toronto og Vancouver, en einnig borgir í Bandaríkjunum og Evrópu. Fulltrúar fjölda borga og landsvæða hafa komið að máli við fyrirtækið og boðið því að flytja starfsemi sína þangað. Hjá CCP starfa um 320 manns á alþjóðavísu og þar af um 220 manns á Íslandi. Gjaldeyrishöftin hafa gert það að verkum að erfiðara er að fá hæfileikaríkt fólk til að flytja til landsins og halda í það. Þá hafa alþjóðlegir fjárfestar sett spurningamerki við fyrirtæki sem starfa í höftum, CCP sem önnur. Gjaldeyrishöft Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Tölvufyrirtækið CCP er hugar að því hvort flytja eigi hluta starfseminnar úr landi. Málið var rætt á ársfundi fyrirtækisins í síðustu viku, en þá er sérstaklega horft til stjórnunarstaða. Engar ákvarðanir hafa verið teknar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki til að draga úr starfsemi hér og gegnir Ísland áfram lykilhlutverki hjá fyrirtækinu. Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, segir að fyrirtækið hafi ekkert um málið að segja á þessu stigi. „No comment,“ segir hann spurður hvort flutningur sé fyrirhugaður og hafi verið ræddur á ársfundinum. Fyrirtækið hefur af og til skoðað það á síðustu árum hvort það henti betur að flytja höfuðstöðvarnar úr landi. Heimildir Fréttablaðsins herma að sú skoðun sé enn í fullum gangi og meiri kraftur hafi farið í hana að undanförnu. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar. Gjaldeyrishöftin spila stórt hlutverk í þessum mögulegu áformum, en heimildir Fréttablaðsins herma að þau séu síður en svo eina ástæðan. Alþjóðlegir samningar fyrirtækisins séu þannig að það gæti hentað því betur að vera með höfuðstöðvarnar annarsstaðar en á Íslandi. Heimildir herma að á meðal mögulegra áfangastaða séu kanadísku borgirnar Toronto og Vancouver, en einnig borgir í Bandaríkjunum og Evrópu. Fulltrúar fjölda borga og landsvæða hafa komið að máli við fyrirtækið og boðið því að flytja starfsemi sína þangað. Hjá CCP starfa um 320 manns á alþjóðavísu og þar af um 220 manns á Íslandi. Gjaldeyrishöftin hafa gert það að verkum að erfiðara er að fá hæfileikaríkt fólk til að flytja til landsins og halda í það. Þá hafa alþjóðlegir fjárfestar sett spurningamerki við fyrirtæki sem starfa í höftum, CCP sem önnur.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira