Rafhlaða fyrir breytta tíma Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. maí 2015 10:00 Tesla Energy gefur fólki færi á að næla sér í ódýrari og umhverfisvænni orku. Auðkýfingurinn og frumkvöðullinn Elon Musk freistar þess að umbylta orkugeiranum. Uppfinningin er fullkomlega tilgangslaus á Íslandi en er þó ágæt áminning um það hversu heppin við erum. Tesla Energy annar ekki eftirspurn og reisir risaverksmiðju. Samband mitt við raforku er flókið. Eins og vanþakklátur elskhugi geri ég mér grein fyrir hversu nauðsynleg hún er. Hversu altæk áhrif hennar eru á líf mitt. En á sama tíma leiði ég sjaldan hugann að því hvað hún er raunverulega eða hverjar mínar skyldur og hlutverk eru í þessu dýrmæta sambandi. Vafalaust eru margir Íslendingar sem upplifa þetta enda er gnægð orkunnar hér slík að annað eins fyrirfinnst vart annars staðar í heiminum. Orkan verður sjálfsögð. Þetta var það sem ég hugsaði um þegar hugsjónamaðurinn Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla, svipti hulunni af nýrri deild fyrirtækisins, Tesla Energy, og um leið af Powerwall-rafhlöðunni. Tæknifyrirtæki standa reglulega fyrir kynningum sem þessari. Munurinn er sá að Musk var að selja okkur framtíðina, ekki nýjan snjallsíma. Í stuttu máli er Powerwall endurhlaðanleg litíumjóneindarafhlaða, ætluð heimilum, fyrirtækjum og stofnunum sem vilja ná tökum á orkunýtingu sinni og orkusparnaði. Rafhlaðan er 100 kg að þyngd, tveir metrar á hæð og lengd og 15 sentímetra þykk. Hún kemur með 10 ára ábyrgð og kostar minnst 400 þúsund krónur.Að jafna kostnaðinn Til að skilja mikilvægi Powerwall þarf maður að skilja orkumarkaðinn í Bandaríkjunum þar sem gríðarmiklar sveiflur eru á orkuverði. Orka er dýrari yfir daginn og ódýr að nóttu til. Veðurfar hefur áhrif og duttlungar orkufyrirtækja. Hérna er að finna snilld Powerwall. Með því að hlaða rafhlöðuna með ódýru rafmagni getur fólk öðlast sjálfstæði frá orkunetinu og jafnvel beintengt hana við endurnýjanlega orkugjafa (sól og vindur). Powerheldur 7 til 10 kílóvattstundum (kWh) af orku. Það samsvarar daglegri raforkunotkun meðalheimilis. Powerwall er auðvitað fullkomlega tilgangslaus hér á Íslandi. Að geyma íslenska raforku í slíku tæki væri eins og að geyma kartöflu í peningaskáp. Ef hver kílóvattstund kostar 17 krónur er meðalheimili að greiða 952 krónur á viku fyrir rafmagnið (8 kWh áætlað á dag). Það er ekki neitt. Aftur á móti er einstaklingur í Bandaríkjunum að greiða mun hærra verð fyrir orkuna sem jafnframt kemur að stórum hluta frá kolaorkuverum eða kjarnorku. Hvorugt orka framtíðarinnar. „Það jákvæða í þessu öllu er að þetta vekur athygli á ákveðnum áskorunum sem menn standa frammi fyrir í orkumálum almennt,“ segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum. „Í dag er það almennt viðurkenndara að það verða veðurfarsbreytingar með notkun kolefniseldsneytis. Þetta er óþverra orkunotkun.“Markaður í mótun Powerwall kemur til sögunnar á tímum þegar eftirspurn eftir sólarsellum hefur aldrei verið meiri. Hún mun aðeins aukast. Jafnframt hefur framleiðslukostnaður hrunið á sama tíma og sellurnar verða betri. „Það er náttúrulega alveg einstakt við Ísland þetta lága orkuverð. Ég hef stundum sagt að það sé ógæfa hvað rafmagnið er ódýrt hér,“ segir Ketill. „Þegar rafmagnið er svona ódýrt þá erum við kannski ekki að velta svona hlutum fyrir okkur.“ Þar með er ekki sagt að hlutskipti Íslands í framtíðarsýn Elon Musk sé ómerkilegt. Ketill bendir á að tækni sem þessi undirstriki enn frekar sóknarfæri okkar. „Þetta eru sjónarmið sem menn eru að horfa til hér. Til dæmis með sæstrenginn. Að hægt sé að bæta orkunýtingu og ná þannig meiri orkusparnaði með því að Ísland verði þátttakandi í Evrópska orkumarkaðinum. Þannig væri hægt að fullnýta íslenska vatnsaflið og um leið ná meiri arðsemi út úr því.“Gríðarleg eftirspurn Powerwall-rafhlaðan er uppseld næstu árin. Tesla Energy annar ekki eftirspurn. Sölutekjur nema þegar rúmlega 100 milljörðum króna. Til þess að mæta eftirspurn hefur Musk gert einn stærsta ívilnunarsamning í sögu Bandaríkjanna og mun reisa stærstu hátækni-verksmiðju veraldar í Nevada. Árið 2020 mun verksmiðjan framleiða efnarafala fyrir Tesla Motors og rafhlöður fyrir Powerwall sem samanlagt samsvara 75 gígavöttum á ári. Musk hefur einsett sér að breyta heiminum. Geimför hans ferja nú birgðir til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, annað fyrirtæki hans framleiðir öflugustu sólarsellur sem til eru og Tesla-rafbílarnir eru þeir bestu í heimi. Þegar Elon Musk talar, hlustar fólk. Hann færði sannfærandi rök fyrir Powerwall á kynningunni í Kaliforníu og miðað við viðbrögðin er framtíð Tesla Energy rafmögnuð. Illugi og Orka Energy Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Auðkýfingurinn og frumkvöðullinn Elon Musk freistar þess að umbylta orkugeiranum. Uppfinningin er fullkomlega tilgangslaus á Íslandi en er þó ágæt áminning um það hversu heppin við erum. Tesla Energy annar ekki eftirspurn og reisir risaverksmiðju. Samband mitt við raforku er flókið. Eins og vanþakklátur elskhugi geri ég mér grein fyrir hversu nauðsynleg hún er. Hversu altæk áhrif hennar eru á líf mitt. En á sama tíma leiði ég sjaldan hugann að því hvað hún er raunverulega eða hverjar mínar skyldur og hlutverk eru í þessu dýrmæta sambandi. Vafalaust eru margir Íslendingar sem upplifa þetta enda er gnægð orkunnar hér slík að annað eins fyrirfinnst vart annars staðar í heiminum. Orkan verður sjálfsögð. Þetta var það sem ég hugsaði um þegar hugsjónamaðurinn Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla, svipti hulunni af nýrri deild fyrirtækisins, Tesla Energy, og um leið af Powerwall-rafhlöðunni. Tæknifyrirtæki standa reglulega fyrir kynningum sem þessari. Munurinn er sá að Musk var að selja okkur framtíðina, ekki nýjan snjallsíma. Í stuttu máli er Powerwall endurhlaðanleg litíumjóneindarafhlaða, ætluð heimilum, fyrirtækjum og stofnunum sem vilja ná tökum á orkunýtingu sinni og orkusparnaði. Rafhlaðan er 100 kg að þyngd, tveir metrar á hæð og lengd og 15 sentímetra þykk. Hún kemur með 10 ára ábyrgð og kostar minnst 400 þúsund krónur.Að jafna kostnaðinn Til að skilja mikilvægi Powerwall þarf maður að skilja orkumarkaðinn í Bandaríkjunum þar sem gríðarmiklar sveiflur eru á orkuverði. Orka er dýrari yfir daginn og ódýr að nóttu til. Veðurfar hefur áhrif og duttlungar orkufyrirtækja. Hérna er að finna snilld Powerwall. Með því að hlaða rafhlöðuna með ódýru rafmagni getur fólk öðlast sjálfstæði frá orkunetinu og jafnvel beintengt hana við endurnýjanlega orkugjafa (sól og vindur). Powerheldur 7 til 10 kílóvattstundum (kWh) af orku. Það samsvarar daglegri raforkunotkun meðalheimilis. Powerwall er auðvitað fullkomlega tilgangslaus hér á Íslandi. Að geyma íslenska raforku í slíku tæki væri eins og að geyma kartöflu í peningaskáp. Ef hver kílóvattstund kostar 17 krónur er meðalheimili að greiða 952 krónur á viku fyrir rafmagnið (8 kWh áætlað á dag). Það er ekki neitt. Aftur á móti er einstaklingur í Bandaríkjunum að greiða mun hærra verð fyrir orkuna sem jafnframt kemur að stórum hluta frá kolaorkuverum eða kjarnorku. Hvorugt orka framtíðarinnar. „Það jákvæða í þessu öllu er að þetta vekur athygli á ákveðnum áskorunum sem menn standa frammi fyrir í orkumálum almennt,“ segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum. „Í dag er það almennt viðurkenndara að það verða veðurfarsbreytingar með notkun kolefniseldsneytis. Þetta er óþverra orkunotkun.“Markaður í mótun Powerwall kemur til sögunnar á tímum þegar eftirspurn eftir sólarsellum hefur aldrei verið meiri. Hún mun aðeins aukast. Jafnframt hefur framleiðslukostnaður hrunið á sama tíma og sellurnar verða betri. „Það er náttúrulega alveg einstakt við Ísland þetta lága orkuverð. Ég hef stundum sagt að það sé ógæfa hvað rafmagnið er ódýrt hér,“ segir Ketill. „Þegar rafmagnið er svona ódýrt þá erum við kannski ekki að velta svona hlutum fyrir okkur.“ Þar með er ekki sagt að hlutskipti Íslands í framtíðarsýn Elon Musk sé ómerkilegt. Ketill bendir á að tækni sem þessi undirstriki enn frekar sóknarfæri okkar. „Þetta eru sjónarmið sem menn eru að horfa til hér. Til dæmis með sæstrenginn. Að hægt sé að bæta orkunýtingu og ná þannig meiri orkusparnaði með því að Ísland verði þátttakandi í Evrópska orkumarkaðinum. Þannig væri hægt að fullnýta íslenska vatnsaflið og um leið ná meiri arðsemi út úr því.“Gríðarleg eftirspurn Powerwall-rafhlaðan er uppseld næstu árin. Tesla Energy annar ekki eftirspurn. Sölutekjur nema þegar rúmlega 100 milljörðum króna. Til þess að mæta eftirspurn hefur Musk gert einn stærsta ívilnunarsamning í sögu Bandaríkjanna og mun reisa stærstu hátækni-verksmiðju veraldar í Nevada. Árið 2020 mun verksmiðjan framleiða efnarafala fyrir Tesla Motors og rafhlöður fyrir Powerwall sem samanlagt samsvara 75 gígavöttum á ári. Musk hefur einsett sér að breyta heiminum. Geimför hans ferja nú birgðir til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, annað fyrirtæki hans framleiðir öflugustu sólarsellur sem til eru og Tesla-rafbílarnir eru þeir bestu í heimi. Þegar Elon Musk talar, hlustar fólk. Hann færði sannfærandi rök fyrir Powerwall á kynningunni í Kaliforníu og miðað við viðbrögðin er framtíð Tesla Energy rafmögnuð.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira