Mannréttindamál að fá undanþágu frá verkfalli Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. maí 2015 07:00 Inga segir að hún sé upp á starfsfólk sitt komin. Fréttablaðið/Ernir „Ég er algerlega upp á aðra komin með að komast á milli staða,“ segir Inga Björk Bjarnadóttir, nemi við Háskóla Íslands. Inga nýtir sér notendastýrða persónulega aðstoð, NPA, og er upp á starfsmenn sína komin með athafnir í sínu daglega lífi. Starfsmenn NPA-miðstöðvarinnar eru hluti af Eflingu stéttarfélagi og að öllu óbreyttu stefna þeir í verkfall 6. júní. „Þetta er auðvitað erfitt mál því að maður vill betri kjör fyrir starfsfólkið, en í þessu tilfelli snýst þetta um mannréttindi okkar þar sem við reiðum okkur að öllu leyti á aðstoð þeirra,“ sagði Inga, sem veit ekki hvernig fer ef verkfall skellur á. Hún getur ekki með góðri samvisku sótt um sumarstörf þar sem hún viti ekki hvort hún verði í aðstöðu til að sinna starfi án aðstoðarmanna sinna. „Ég væri alveg ósjálfbjarga heima fyrir og þyrfti að reiða mig á aðstoð vina og ættingja sem er erfitt þar sem fólk er í vinnu og skóla. Ef ég þigg aðstoð frá öðrum og aðrir ganga í verkefnin er það tæknilega séð verkfallsbrot. Til dæmis þarf ég aðstoð við að útbúa mat og ég verð auðvitað að nærast einhvern veginn þannig að verkfallsbrot væru óumflýjanleg.“ Inga hefur sótt um undanþágu til Eflingar stéttarfélags vegna þessa en hefur enn ekki fengið svör. Ragnar Gunnar Þórhallsson, ritari stjórnar NPA-miðstöðvarinnar, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem miðstöðin þurfi að taka á máli af þessum toga og því sé erfitt að spá fyrir um hvað gerist. „Okkar fólk sem er í Eflingu mun koma til með að taka þátt í allsherjarverkfalli 6. júní ef til þess kemur. Þetta mun í rauninni skapa neyðarástand hjá okkar notendum en þar er það ekki þannig að það sé hægt að deila starfsmönnum á milli þeirra,“ segir Ragnar. Hann gerir ráð fyrir að það séu um 200 starfsmenn sem starfa við NPA á Íslandi og um fimmtíu notendur sem verkföllin gætu bitnað á. „Það hefur aðeins verið nefnt að sækja um undanþágur en það er í raun og veru ekki hægt fyrr en eftir að atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun lýkur.“ „Það hefur ekkert verið ákveðið til að gefa yfirlýsingu út um,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, um hugsanlegar undanþágur vegna yfirvofandi verkfalls. „Það er í raun ekki mitt að taka afstöðu til þess. Við erum með nefnd sem tekur á þessum málum og þau vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. Ég geri ráð fyrir í tilfelli sem þessu að þá yrði tekið jákvætt í beiðnina.“ Verkfall 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
„Ég er algerlega upp á aðra komin með að komast á milli staða,“ segir Inga Björk Bjarnadóttir, nemi við Háskóla Íslands. Inga nýtir sér notendastýrða persónulega aðstoð, NPA, og er upp á starfsmenn sína komin með athafnir í sínu daglega lífi. Starfsmenn NPA-miðstöðvarinnar eru hluti af Eflingu stéttarfélagi og að öllu óbreyttu stefna þeir í verkfall 6. júní. „Þetta er auðvitað erfitt mál því að maður vill betri kjör fyrir starfsfólkið, en í þessu tilfelli snýst þetta um mannréttindi okkar þar sem við reiðum okkur að öllu leyti á aðstoð þeirra,“ sagði Inga, sem veit ekki hvernig fer ef verkfall skellur á. Hún getur ekki með góðri samvisku sótt um sumarstörf þar sem hún viti ekki hvort hún verði í aðstöðu til að sinna starfi án aðstoðarmanna sinna. „Ég væri alveg ósjálfbjarga heima fyrir og þyrfti að reiða mig á aðstoð vina og ættingja sem er erfitt þar sem fólk er í vinnu og skóla. Ef ég þigg aðstoð frá öðrum og aðrir ganga í verkefnin er það tæknilega séð verkfallsbrot. Til dæmis þarf ég aðstoð við að útbúa mat og ég verð auðvitað að nærast einhvern veginn þannig að verkfallsbrot væru óumflýjanleg.“ Inga hefur sótt um undanþágu til Eflingar stéttarfélags vegna þessa en hefur enn ekki fengið svör. Ragnar Gunnar Þórhallsson, ritari stjórnar NPA-miðstöðvarinnar, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem miðstöðin þurfi að taka á máli af þessum toga og því sé erfitt að spá fyrir um hvað gerist. „Okkar fólk sem er í Eflingu mun koma til með að taka þátt í allsherjarverkfalli 6. júní ef til þess kemur. Þetta mun í rauninni skapa neyðarástand hjá okkar notendum en þar er það ekki þannig að það sé hægt að deila starfsmönnum á milli þeirra,“ segir Ragnar. Hann gerir ráð fyrir að það séu um 200 starfsmenn sem starfa við NPA á Íslandi og um fimmtíu notendur sem verkföllin gætu bitnað á. „Það hefur aðeins verið nefnt að sækja um undanþágur en það er í raun og veru ekki hægt fyrr en eftir að atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun lýkur.“ „Það hefur ekkert verið ákveðið til að gefa yfirlýsingu út um,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, um hugsanlegar undanþágur vegna yfirvofandi verkfalls. „Það er í raun ekki mitt að taka afstöðu til þess. Við erum með nefnd sem tekur á þessum málum og þau vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. Ég geri ráð fyrir í tilfelli sem þessu að þá yrði tekið jákvætt í beiðnina.“
Verkfall 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira