Mannréttindamál að fá undanþágu frá verkfalli Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. maí 2015 07:00 Inga segir að hún sé upp á starfsfólk sitt komin. Fréttablaðið/Ernir „Ég er algerlega upp á aðra komin með að komast á milli staða,“ segir Inga Björk Bjarnadóttir, nemi við Háskóla Íslands. Inga nýtir sér notendastýrða persónulega aðstoð, NPA, og er upp á starfsmenn sína komin með athafnir í sínu daglega lífi. Starfsmenn NPA-miðstöðvarinnar eru hluti af Eflingu stéttarfélagi og að öllu óbreyttu stefna þeir í verkfall 6. júní. „Þetta er auðvitað erfitt mál því að maður vill betri kjör fyrir starfsfólkið, en í þessu tilfelli snýst þetta um mannréttindi okkar þar sem við reiðum okkur að öllu leyti á aðstoð þeirra,“ sagði Inga, sem veit ekki hvernig fer ef verkfall skellur á. Hún getur ekki með góðri samvisku sótt um sumarstörf þar sem hún viti ekki hvort hún verði í aðstöðu til að sinna starfi án aðstoðarmanna sinna. „Ég væri alveg ósjálfbjarga heima fyrir og þyrfti að reiða mig á aðstoð vina og ættingja sem er erfitt þar sem fólk er í vinnu og skóla. Ef ég þigg aðstoð frá öðrum og aðrir ganga í verkefnin er það tæknilega séð verkfallsbrot. Til dæmis þarf ég aðstoð við að útbúa mat og ég verð auðvitað að nærast einhvern veginn þannig að verkfallsbrot væru óumflýjanleg.“ Inga hefur sótt um undanþágu til Eflingar stéttarfélags vegna þessa en hefur enn ekki fengið svör. Ragnar Gunnar Þórhallsson, ritari stjórnar NPA-miðstöðvarinnar, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem miðstöðin þurfi að taka á máli af þessum toga og því sé erfitt að spá fyrir um hvað gerist. „Okkar fólk sem er í Eflingu mun koma til með að taka þátt í allsherjarverkfalli 6. júní ef til þess kemur. Þetta mun í rauninni skapa neyðarástand hjá okkar notendum en þar er það ekki þannig að það sé hægt að deila starfsmönnum á milli þeirra,“ segir Ragnar. Hann gerir ráð fyrir að það séu um 200 starfsmenn sem starfa við NPA á Íslandi og um fimmtíu notendur sem verkföllin gætu bitnað á. „Það hefur aðeins verið nefnt að sækja um undanþágur en það er í raun og veru ekki hægt fyrr en eftir að atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun lýkur.“ „Það hefur ekkert verið ákveðið til að gefa yfirlýsingu út um,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, um hugsanlegar undanþágur vegna yfirvofandi verkfalls. „Það er í raun ekki mitt að taka afstöðu til þess. Við erum með nefnd sem tekur á þessum málum og þau vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. Ég geri ráð fyrir í tilfelli sem þessu að þá yrði tekið jákvætt í beiðnina.“ Verkfall 2016 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
„Ég er algerlega upp á aðra komin með að komast á milli staða,“ segir Inga Björk Bjarnadóttir, nemi við Háskóla Íslands. Inga nýtir sér notendastýrða persónulega aðstoð, NPA, og er upp á starfsmenn sína komin með athafnir í sínu daglega lífi. Starfsmenn NPA-miðstöðvarinnar eru hluti af Eflingu stéttarfélagi og að öllu óbreyttu stefna þeir í verkfall 6. júní. „Þetta er auðvitað erfitt mál því að maður vill betri kjör fyrir starfsfólkið, en í þessu tilfelli snýst þetta um mannréttindi okkar þar sem við reiðum okkur að öllu leyti á aðstoð þeirra,“ sagði Inga, sem veit ekki hvernig fer ef verkfall skellur á. Hún getur ekki með góðri samvisku sótt um sumarstörf þar sem hún viti ekki hvort hún verði í aðstöðu til að sinna starfi án aðstoðarmanna sinna. „Ég væri alveg ósjálfbjarga heima fyrir og þyrfti að reiða mig á aðstoð vina og ættingja sem er erfitt þar sem fólk er í vinnu og skóla. Ef ég þigg aðstoð frá öðrum og aðrir ganga í verkefnin er það tæknilega séð verkfallsbrot. Til dæmis þarf ég aðstoð við að útbúa mat og ég verð auðvitað að nærast einhvern veginn þannig að verkfallsbrot væru óumflýjanleg.“ Inga hefur sótt um undanþágu til Eflingar stéttarfélags vegna þessa en hefur enn ekki fengið svör. Ragnar Gunnar Þórhallsson, ritari stjórnar NPA-miðstöðvarinnar, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem miðstöðin þurfi að taka á máli af þessum toga og því sé erfitt að spá fyrir um hvað gerist. „Okkar fólk sem er í Eflingu mun koma til með að taka þátt í allsherjarverkfalli 6. júní ef til þess kemur. Þetta mun í rauninni skapa neyðarástand hjá okkar notendum en þar er það ekki þannig að það sé hægt að deila starfsmönnum á milli þeirra,“ segir Ragnar. Hann gerir ráð fyrir að það séu um 200 starfsmenn sem starfa við NPA á Íslandi og um fimmtíu notendur sem verkföllin gætu bitnað á. „Það hefur aðeins verið nefnt að sækja um undanþágur en það er í raun og veru ekki hægt fyrr en eftir að atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun lýkur.“ „Það hefur ekkert verið ákveðið til að gefa yfirlýsingu út um,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, um hugsanlegar undanþágur vegna yfirvofandi verkfalls. „Það er í raun ekki mitt að taka afstöðu til þess. Við erum með nefnd sem tekur á þessum málum og þau vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. Ég geri ráð fyrir í tilfelli sem þessu að þá yrði tekið jákvætt í beiðnina.“
Verkfall 2016 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira