Fátt kemur í veg fyrir verkfall Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. maí 2015 07:00 Már Guðmundsson. Vísir Formaður Starfsgreinasambandsins sakar Má Guðmundsson seðlabankastjóra um hræðsluáróður og segir fátt geta komið í veg fyrir verkfallsaðgerðir í næstu viku. Hún segir útilokað að fallast á sáttatilboð Samtaka atvinnulífsins. Már sagði í fréttum Stöðvar tvö á sunnudag að miklar launahækkanir muni hafa slæm áhrif á vinnumarkaðinn og jafnvel leiða til aukins atvinnuleysis. Samtök atvinnulífsins lögðu í síðustu viku fram sáttatilboð í deilu samtakanna við Starfsgreinasambandið og segja að tilboðið feli í sér 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna á samningstímanum. Starfsgreinasambandið hefur gagnrýnt þessa útreikninga og Drífa Snædal framkvæmdastjóri sambandsins sakaði SA um blekkingar í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku. Björn Snæbjörnsson, formaður sambandsins, tekur í sama streng og segir útilokað að fallast á þetta tilboð. „Þetta er þriggja ára samningur sem gerir ráð fyrir 30 þúsund króna hækkun. Svo áttu að fara að kaupa yfirvinnu og lengingu á dagvinnu til þess að fá einhver átta prósent þannig að þetta er ekki allt gull sem glóir þó það sé hægt að finna einhverja háa prósentutölu,“ segir Björn. Næstu verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast á þriðjudag í næstu viku og standa í tvo daga. Boðað hefur verið til sáttafundar á mánudag en Björn segir fátt benda til þess að hægt verði að koma í veg fyrir verkföll. Björn sakar seðlabankastjóra um hræðsluáróður. „Þetta er að hluta til bara hræðsluáróður. Það er verið að reyna að hræða okkur. Ég hef ekki heyrt hann tala um þetta í tengslum við það sem aðrir hafa verið að fá og menn voru búnir að búa til ákveðna launastefnu áður en við fórum af stað,“ segir Björn. Verkfall 2016 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambandsins sakar Má Guðmundsson seðlabankastjóra um hræðsluáróður og segir fátt geta komið í veg fyrir verkfallsaðgerðir í næstu viku. Hún segir útilokað að fallast á sáttatilboð Samtaka atvinnulífsins. Már sagði í fréttum Stöðvar tvö á sunnudag að miklar launahækkanir muni hafa slæm áhrif á vinnumarkaðinn og jafnvel leiða til aukins atvinnuleysis. Samtök atvinnulífsins lögðu í síðustu viku fram sáttatilboð í deilu samtakanna við Starfsgreinasambandið og segja að tilboðið feli í sér 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna á samningstímanum. Starfsgreinasambandið hefur gagnrýnt þessa útreikninga og Drífa Snædal framkvæmdastjóri sambandsins sakaði SA um blekkingar í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku. Björn Snæbjörnsson, formaður sambandsins, tekur í sama streng og segir útilokað að fallast á þetta tilboð. „Þetta er þriggja ára samningur sem gerir ráð fyrir 30 þúsund króna hækkun. Svo áttu að fara að kaupa yfirvinnu og lengingu á dagvinnu til þess að fá einhver átta prósent þannig að þetta er ekki allt gull sem glóir þó það sé hægt að finna einhverja háa prósentutölu,“ segir Björn. Næstu verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast á þriðjudag í næstu viku og standa í tvo daga. Boðað hefur verið til sáttafundar á mánudag en Björn segir fátt benda til þess að hægt verði að koma í veg fyrir verkföll. Björn sakar seðlabankastjóra um hræðsluáróður. „Þetta er að hluta til bara hræðsluáróður. Það er verið að reyna að hræða okkur. Ég hef ekki heyrt hann tala um þetta í tengslum við það sem aðrir hafa verið að fá og menn voru búnir að búa til ákveðna launastefnu áður en við fórum af stað,“ segir Björn.
Verkfall 2016 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira