Sýndargróði eða raunverulegur? Skjóðan skrifar 13. maí 2015 12:00 Í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar er áhugavert viðtal við Herdísi Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands (FSI), en heimild hans til nýfjárfestinga rann út í lok febrúar. Þau fimm ár sem sjóðurinn hefur starfað hafa 43 milljarða fjárfestingar skilað 40 milljarða bókfærðum hagnaði. Herdís hefur stýrt FSI frá því í fyrra. FSI hefur legið undir margvíslegri gagnrýni. Talað hefur verið um lítið gegnsæi og gagnrýnt að afnot af vörumerkinu Icelandic í Bandaríkjunum voru leigð til erlendra aðila til margra ára. Þá hefur ævintýralegur gróði FSI af sumum fjárfestingum sínum, á borð við Icelandair, verið gagnrýndur og talinn til marks um að FSI hafi fengið eignirnar á óeðlilega lágu verði og jafnvel að fyrirtækin hafi að ósekju verið tekin af fyrri eigendum. Eignarhald FSI hefur verið til umræðu í tengslum við ráðstöfun eigna en helstu kaupendur margra eigna FSI eru lífeyrissjóðirnir sem eiga FSI. Einn tilgangur með stofnun FSI á sínum tíma var að gefa lífeyrissjóðum landsins færi á að vinna til baka mikið tap á fjárfestingum sem þeir urðu fyrir í hruninu 2008. Í gegnum FSI sameinuðu þeir fjárfestingarkrafta sína í öflugum sjóði til að njóta góðs af endurreisn íslenskra fyrirtækja og efnahagslífs. Árangurinn talar sínu máli og 43 milljarða fjárfesting hefur skilað endurheimtum og eignum, sem nú eru metnar á 83 milljarða. Eftir stendur spurningin hvort ekki hafi verið of hart gengið að fyrri eigendum fyrirtækjanna sem FSI eignaðist. Hefðu bankar fremur átt að styðja fyrri eigendur í tímabundnum erfiðleikum eftir allsherjar fjármálahrun en að ganga milli bols og höfuðs á þeim? Margföldun á verðmæti fyrirtækja á örfáum árum gefur slíkum vangaveltum vængi. Einnig má spyrja hvort hin ríkulega ávöxtun eignanna hafi verið raunveruleg fyrir eigendur FSI. Í mjög mörgum tilfellum hefur hagnaður FSI myndast við það að eigendur FSI hafa keypt hlutabréf af FSI við skráningu fyrirtækja á markað. Áhættan af bréfunum hefur einungis flust frá FSI til eigenda FSI. Hvað verður um hlutabréfaverð á Íslandi þegar, og ef, tekin verða stór skref til afnáms fjármagnshafta? Er ekki hagnaður lífeyrissjóða af FSI sýndargróði, þar til búið er að selja eignirnar út úr lífeyrissjóðakerfinu?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Sjá meira
Í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar er áhugavert viðtal við Herdísi Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands (FSI), en heimild hans til nýfjárfestinga rann út í lok febrúar. Þau fimm ár sem sjóðurinn hefur starfað hafa 43 milljarða fjárfestingar skilað 40 milljarða bókfærðum hagnaði. Herdís hefur stýrt FSI frá því í fyrra. FSI hefur legið undir margvíslegri gagnrýni. Talað hefur verið um lítið gegnsæi og gagnrýnt að afnot af vörumerkinu Icelandic í Bandaríkjunum voru leigð til erlendra aðila til margra ára. Þá hefur ævintýralegur gróði FSI af sumum fjárfestingum sínum, á borð við Icelandair, verið gagnrýndur og talinn til marks um að FSI hafi fengið eignirnar á óeðlilega lágu verði og jafnvel að fyrirtækin hafi að ósekju verið tekin af fyrri eigendum. Eignarhald FSI hefur verið til umræðu í tengslum við ráðstöfun eigna en helstu kaupendur margra eigna FSI eru lífeyrissjóðirnir sem eiga FSI. Einn tilgangur með stofnun FSI á sínum tíma var að gefa lífeyrissjóðum landsins færi á að vinna til baka mikið tap á fjárfestingum sem þeir urðu fyrir í hruninu 2008. Í gegnum FSI sameinuðu þeir fjárfestingarkrafta sína í öflugum sjóði til að njóta góðs af endurreisn íslenskra fyrirtækja og efnahagslífs. Árangurinn talar sínu máli og 43 milljarða fjárfesting hefur skilað endurheimtum og eignum, sem nú eru metnar á 83 milljarða. Eftir stendur spurningin hvort ekki hafi verið of hart gengið að fyrri eigendum fyrirtækjanna sem FSI eignaðist. Hefðu bankar fremur átt að styðja fyrri eigendur í tímabundnum erfiðleikum eftir allsherjar fjármálahrun en að ganga milli bols og höfuðs á þeim? Margföldun á verðmæti fyrirtækja á örfáum árum gefur slíkum vangaveltum vængi. Einnig má spyrja hvort hin ríkulega ávöxtun eignanna hafi verið raunveruleg fyrir eigendur FSI. Í mjög mörgum tilfellum hefur hagnaður FSI myndast við það að eigendur FSI hafa keypt hlutabréf af FSI við skráningu fyrirtækja á markað. Áhættan af bréfunum hefur einungis flust frá FSI til eigenda FSI. Hvað verður um hlutabréfaverð á Íslandi þegar, og ef, tekin verða stór skref til afnáms fjármagnshafta? Er ekki hagnaður lífeyrissjóða af FSI sýndargróði, þar til búið er að selja eignirnar út úr lífeyrissjóðakerfinu?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Sjá meira