Þurfa dýralækni með hitamæli Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. maí 2015 07:00 Gunnar Bergmann Jónsson. Fréttablaðið/Vilhelm „Við verðum að bíða og sjá hvað verður með framvinduna,“ segir Gunnar Bergmann, eigandi Hrefnuveiðimanna. Hann segir allt til reiðu að halda til veiða, en hrefnuveiðitímabilið hefur oft hafist um þessar mundir, hins vegar setji yfirstandandi verkfall dýralækna þó líklega ákveðið strik í reikninginn. „Maður áttar sig svo sem ekki alveg á hvað er í uppsiglingu, en það er ljóst að dýralæknaverkfallið sem núna er í gangi hefur áhrif á okkur,“ segir hann, en reglur í kring um hrefnuveiðarnar séu á þann veg að í raun sé litið á báta þeirra eins og sláturhús. „Við þurfum að kalla til dýralækni til að stinga hitamæli í kjötið þegar það kemur inn til vinnslu.“ Gunnar segir Hrefnuveiðimenn ekkert byrjaða að veiða enn sem komið er, þeir séu þó alveg klárir í að byrja hvenær sem er, en veiðar hafi alla jafna hafist í fyrrihluta maímánaðar. Á meðan á verkfalli dýralækna stendur er því hrefnukjöt í hópi þeirra afurða sem ekki enda á grillum landsmanna með hækkandi sól og betra veðri. Önnur áhrif segir Gunnar líkast til lítil á starfsemina. Flutningar á afurðum séu ekki meiri en svo að þeir geti annast þá sjálfir. „Við þurfum ekki á þjónustu annarra að halda, þannig séð. Starfsfólk hjá okkur er ekkert að fara í verkfall, sjómenn eða aðrir.“Fréttablaðið leitar að sögum sem tengjast verkfallsaðgerðum í birtir með annarri umfjöllun um kjarabaráttu. Láttu okkur endilega vita af skemmtilegum, eða miður skemmtilegum, sögum með því að senda okkur póst á ritstjorn@frettabladid.is. Verkfall 2016 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
„Við verðum að bíða og sjá hvað verður með framvinduna,“ segir Gunnar Bergmann, eigandi Hrefnuveiðimanna. Hann segir allt til reiðu að halda til veiða, en hrefnuveiðitímabilið hefur oft hafist um þessar mundir, hins vegar setji yfirstandandi verkfall dýralækna þó líklega ákveðið strik í reikninginn. „Maður áttar sig svo sem ekki alveg á hvað er í uppsiglingu, en það er ljóst að dýralæknaverkfallið sem núna er í gangi hefur áhrif á okkur,“ segir hann, en reglur í kring um hrefnuveiðarnar séu á þann veg að í raun sé litið á báta þeirra eins og sláturhús. „Við þurfum að kalla til dýralækni til að stinga hitamæli í kjötið þegar það kemur inn til vinnslu.“ Gunnar segir Hrefnuveiðimenn ekkert byrjaða að veiða enn sem komið er, þeir séu þó alveg klárir í að byrja hvenær sem er, en veiðar hafi alla jafna hafist í fyrrihluta maímánaðar. Á meðan á verkfalli dýralækna stendur er því hrefnukjöt í hópi þeirra afurða sem ekki enda á grillum landsmanna með hækkandi sól og betra veðri. Önnur áhrif segir Gunnar líkast til lítil á starfsemina. Flutningar á afurðum séu ekki meiri en svo að þeir geti annast þá sjálfir. „Við þurfum ekki á þjónustu annarra að halda, þannig séð. Starfsfólk hjá okkur er ekkert að fara í verkfall, sjómenn eða aðrir.“Fréttablaðið leitar að sögum sem tengjast verkfallsaðgerðum í birtir með annarri umfjöllun um kjarabaráttu. Láttu okkur endilega vita af skemmtilegum, eða miður skemmtilegum, sögum með því að senda okkur póst á ritstjorn@frettabladid.is.
Verkfall 2016 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira