Selja 160 tonn af lambakjöti til Asíu Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2015 00:01 SAH Fyrirtækið er í eigu Sölufélags Austur-Húnvetninga og Kjarnafæðis á Svalbarðseyri. Fréttablaðið/Pjetur SAH afurðir ehf. á Blönduósi hafa náð samningum við fyrirtæki í Hong Kong um sölu á 160 tonnum af lambakjöti og 70 þúsund gærum. Markmiðið er að senda kjötið og gærurnar úr landi fyrir maílok. Verkfall dýralækna gæti sett strik í reikninginn. Gunnar Tryggvi Halldórsson, framkvæmdastjóri SAH afurða, segir samninginn skipta miklu máli fyrir innlenda framleiðslu. „Allt í allt er þetta 21 gámur af lambakjöti og gærum. Samkomulagið snýr að sölu á 160 tonnum af lambakjöti og 70.000 gærum. Þessi samningur er mjög mikilvægur bæði fyrir SAH afurðir sem og aðra á innlendum markaði,“ segir Gunnar Tryggvi. SAH afurðir eru í meirihlutaeigu Sölufélags Austur-Húnvetninga og Kjarnafæðis. Að mati Gunnars Tryggva er verðið sem félagið fær fyrir afurðirnar gott og í samræmi við verð á innanlandsmarkaði. Virði samningsins, sem undirritaður var í Asíu í síðustu viku, er allt að fjögur hundruð milljónir króna.SAmningur handsalaður Gunnar Tryggvi Halldórsson og fulltrúi asíska fyrirtækisins eftir undirritun í síðustu viku. Fréttablaðið/aðsend mynd „Þetta minnkar spennu á innlendum markaði. Margir eiga bæði kjöt og gærur frá síðustu sláturtíð og því er þetta kærkomið fyrir alla aðila að finna erlenda markaði fyrir framleiðsluna sem tilbúnir eru að greiða gott verð fyrir afurðirnar,“ segir Gunnar Tryggvi. „Það er alveg ljóst að þetta er hagstæðasti samningur sem við höfum náð hjá SAH afurðum um útflutning á kjöti. Þarna erum við að selja kjöt út á sama verði og á innanlandsmarkað sem er nýlunda hvað útflutning á lambakjöti snertir.“ Verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun gæti sett strik í reikninginn. Allur útflutningur á kjötafurðum verður að fara í gegnum stofnunina og dýralæknar þurfa að votta afurðir sem fara úr landi. Sú stétt hefur nú verið í verkfalli í yfir mánuð og skiptir miklu fyrir aðila á markaðnum að kjaradeilan leysist sem fyrst. „Við þurfum að geta sent út gærurnar sem fyrst og vonumst eftir því að geta sent allt út í þessum mánuði. Það sem gæti stöðvað það er verkfall dýralækna því það þarf hleðslustaðfestingu og vottorð frá dýralæknum Matvælastofnunar til þess að við getum flutt afurðirnar út. Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að tryggja útflutning á afurðum sem þessum og hagur allra.“ Verkfall 2016 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
SAH afurðir ehf. á Blönduósi hafa náð samningum við fyrirtæki í Hong Kong um sölu á 160 tonnum af lambakjöti og 70 þúsund gærum. Markmiðið er að senda kjötið og gærurnar úr landi fyrir maílok. Verkfall dýralækna gæti sett strik í reikninginn. Gunnar Tryggvi Halldórsson, framkvæmdastjóri SAH afurða, segir samninginn skipta miklu máli fyrir innlenda framleiðslu. „Allt í allt er þetta 21 gámur af lambakjöti og gærum. Samkomulagið snýr að sölu á 160 tonnum af lambakjöti og 70.000 gærum. Þessi samningur er mjög mikilvægur bæði fyrir SAH afurðir sem og aðra á innlendum markaði,“ segir Gunnar Tryggvi. SAH afurðir eru í meirihlutaeigu Sölufélags Austur-Húnvetninga og Kjarnafæðis. Að mati Gunnars Tryggva er verðið sem félagið fær fyrir afurðirnar gott og í samræmi við verð á innanlandsmarkaði. Virði samningsins, sem undirritaður var í Asíu í síðustu viku, er allt að fjögur hundruð milljónir króna.SAmningur handsalaður Gunnar Tryggvi Halldórsson og fulltrúi asíska fyrirtækisins eftir undirritun í síðustu viku. Fréttablaðið/aðsend mynd „Þetta minnkar spennu á innlendum markaði. Margir eiga bæði kjöt og gærur frá síðustu sláturtíð og því er þetta kærkomið fyrir alla aðila að finna erlenda markaði fyrir framleiðsluna sem tilbúnir eru að greiða gott verð fyrir afurðirnar,“ segir Gunnar Tryggvi. „Það er alveg ljóst að þetta er hagstæðasti samningur sem við höfum náð hjá SAH afurðum um útflutning á kjöti. Þarna erum við að selja kjöt út á sama verði og á innanlandsmarkað sem er nýlunda hvað útflutning á lambakjöti snertir.“ Verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun gæti sett strik í reikninginn. Allur útflutningur á kjötafurðum verður að fara í gegnum stofnunina og dýralæknar þurfa að votta afurðir sem fara úr landi. Sú stétt hefur nú verið í verkfalli í yfir mánuð og skiptir miklu fyrir aðila á markaðnum að kjaradeilan leysist sem fyrst. „Við þurfum að geta sent út gærurnar sem fyrst og vonumst eftir því að geta sent allt út í þessum mánuði. Það sem gæti stöðvað það er verkfall dýralækna því það þarf hleðslustaðfestingu og vottorð frá dýralæknum Matvælastofnunar til þess að við getum flutt afurðirnar út. Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að tryggja útflutning á afurðum sem þessum og hagur allra.“
Verkfall 2016 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira