Meta stöðuna eftir skýrslu landlæknis um áhrif aðgerða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. maí 2015 07:00 Beðið niðurstöðu Félagsdóms um lögmæti ótímabundins verkfalls hjá Fjársýslunni. VÍSIR/ERNIR Landlæknir kannar nú áhrif verkfallanna á heilbrigðiskerfi landsins og skilar samkvæmt heimildum blaðsins ríkisstjórninni skýrslu um stöðu mála í vikunni. Styðjast eigi við þau gögn við mat á því hvort grípa eigi til lagasetningar á verkfall BHM.Páll HalldórssonVÍSIR/STEFÁN„Ég óttast ekki að ríkið setji lög á verkfallið,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM „Ég geng út frá því að það verði samið og að þær viðurkenndu leikreglur samfélagsins verði virtar og að menn klári þetta með samningum,“ segir Páll og bætir við að síðast hafi fundi lokið með fororði um að þegar næst yrði boðað til fundar hefði ríkið eitthvað fram að færa. „Fyrst sáttasemjari boðar til fundar í dag þá er líklega eitthvað nýtt á borðinu.“ Úrskurð Félagsdóms í gærkvöldi um að ekki hafi verið með réttum hætti tilkynnt um verkfall Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins og ótímabundið verkfall þeirra frá og með deginum í dag því ólögmætt, segir Páll engu breyta um þá stöðu sem uppi sé. „Verkfall stendur enn yfir og mikilvægt er að ná samningum sem fyrst.“Gunnar BjörnssonVísir/Egill AðalsteinssonGunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir ekki Pál að ákveða hvort eitthvað nýtt komi fram að hálfu samninganefndar ríkisins. „Að ekki yrði fundur nema ríkið hefði eitthvað fram að færa er túlkun Páls á síðasta fundi, en sáttasemjari orðaði það ekki þannig,“ segir hann og kveðst mæta bjartsýnn til fundar. Um leið segist hann vona að BHM komi með eitthvað nýtt að borðinu. „Það þurfa báðir að leggja sitt af mörkum. Það þarf tvo til að semja.“Vigdís HauksdóttirVÍSIR/GVAEkkert liggur hins vegar enn fyrir um skattkerfisbreytingar sem ríkið leggur fram til að liðka fyrir samningum. „Það er búið að vera spjall í gangi við aðila vinnumarkaðarins og ríkisins. Ég get þó ekki staðfest neitt fast og það er ekkert sem ég get sagt frá,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Þá hefur Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar þingsins, ekkert heyrt um slíkar áætlanir. „Það má þó ekki gera neinar breytingar á skattakerfinu nema þingið komi að því eftir stjórnskipun okkar.“ Verkfall 2016 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira
Landlæknir kannar nú áhrif verkfallanna á heilbrigðiskerfi landsins og skilar samkvæmt heimildum blaðsins ríkisstjórninni skýrslu um stöðu mála í vikunni. Styðjast eigi við þau gögn við mat á því hvort grípa eigi til lagasetningar á verkfall BHM.Páll HalldórssonVÍSIR/STEFÁN„Ég óttast ekki að ríkið setji lög á verkfallið,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM „Ég geng út frá því að það verði samið og að þær viðurkenndu leikreglur samfélagsins verði virtar og að menn klári þetta með samningum,“ segir Páll og bætir við að síðast hafi fundi lokið með fororði um að þegar næst yrði boðað til fundar hefði ríkið eitthvað fram að færa. „Fyrst sáttasemjari boðar til fundar í dag þá er líklega eitthvað nýtt á borðinu.“ Úrskurð Félagsdóms í gærkvöldi um að ekki hafi verið með réttum hætti tilkynnt um verkfall Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins og ótímabundið verkfall þeirra frá og með deginum í dag því ólögmætt, segir Páll engu breyta um þá stöðu sem uppi sé. „Verkfall stendur enn yfir og mikilvægt er að ná samningum sem fyrst.“Gunnar BjörnssonVísir/Egill AðalsteinssonGunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir ekki Pál að ákveða hvort eitthvað nýtt komi fram að hálfu samninganefndar ríkisins. „Að ekki yrði fundur nema ríkið hefði eitthvað fram að færa er túlkun Páls á síðasta fundi, en sáttasemjari orðaði það ekki þannig,“ segir hann og kveðst mæta bjartsýnn til fundar. Um leið segist hann vona að BHM komi með eitthvað nýtt að borðinu. „Það þurfa báðir að leggja sitt af mörkum. Það þarf tvo til að semja.“Vigdís HauksdóttirVÍSIR/GVAEkkert liggur hins vegar enn fyrir um skattkerfisbreytingar sem ríkið leggur fram til að liðka fyrir samningum. „Það er búið að vera spjall í gangi við aðila vinnumarkaðarins og ríkisins. Ég get þó ekki staðfest neitt fast og það er ekkert sem ég get sagt frá,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Þá hefur Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar þingsins, ekkert heyrt um slíkar áætlanir. „Það má þó ekki gera neinar breytingar á skattakerfinu nema þingið komi að því eftir stjórnskipun okkar.“
Verkfall 2016 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira