Öryggi sjúklinga ekki tryggt Sveinn Arnarson skrifar 9. maí 2015 10:00 Landspítalinn Undanþágubeiðnum sem lagðar hafa verið fyrir Félag geislafræðinga hefur flestum verið hafnað. Forstjórinn er óánægður með stöðuna og segir öryggi sjúklinga ótryggt á spítalanum. Fréttablaðið/Pjetur Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, óttast um öryggi sjúklinga spítalans í verkfallsaðgerðum BHM. Verkfall félagsmanna fjögurra aðildarfélaga BHM sem starfa á spítalanum hefur nú staðið í þrjátíu og þrjá daga og ekki sér fyrir endann á deilunni. Páll gagnrýnir Félag geislafræðinga harðlega og segir undanþágunefnd félagsins ekki láta læknisfræðilegt mat ráða för þegar undanþágubeiðnir eru metnar hjá félaginu. „Á Landspítala má búast við sveiflum í starfseminni og því ríður á að læknisfræðilegt mat sé forsenda undanþága frá verkföllum. Þetta hefur að mestu gengið eftir hér, þó með þeirri undantekningu að Landspítali hefur gert alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu undanþágubeiðna Félags geislafræðinga. Mikilvægt er að þeir hnökrar sem orðið hafa þar leysist strax, það má ekki dragast,“ segir Páll. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir ekki koma til greina að setja lög á verkföll eins og staðan er í dag en gagnrýnir einnig undanþágunefnd geislafræðinga. „Læknar óska ekki eftir undanþágum nema í algjörum undantekningartilvikum því þeir virða rétt stétta til að fara í verkföll. Það er skilningur hjá okkur fyrir því að reyna að gera verkfallið sem léttbærast fyrir okkar allra veikustu einstaklinga,“ segir Kristján Þór. „Verkfall af þessu tagi hefur veruleg áhrif á starfsemi spítalans,“ segir Páll. „Ljóst þykir að áhrifin eru umtalsvert meiri og alvarlegri en af nýyfirstöðnu læknaverkfalli. Yfirstandandi verkfall, sérstaklega geislafræðinga sem eru í ótímabundnu verkfalli, hefur valdið verulegum áhrifum á meðferð sjúklinga,“ segir Páll. Fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða, þúsundum rannsókna og hundruð koma sjúklinga á dag- og göngudeildir hafa fallið niður vegna verkfalls BHM. Ekkert miðar áfram í kjaradeilunni. Deilan skapar mikil og alvarleg vandræði á sjúkrahúsum landsins og er staðan orðin hrikaleg að mati Gunnars Bjarna Ragnarssonar, yfirlæknis á krabbameinsdeild Landspítalans. Páll Halldórsson, formaður BHM, segist vonast til að sjá einhver spil á næsta fundi BHM með samninganefnd ríkisins. „Næsti fundur er settur á mánudaginn. Síðasta fundi var slitið með þeim orðum að ekki yrði boðað til nýs fundar fyrr en ríkið hefði eitthvað fram að færa á fundinum. Hins vegar veit ég ekkert hvaða spil það eru sem ríkið mun leggja á borðið og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Páll. Páll Matthíasson segir vinnuaðstæður á Landspítalanum grafalvarlegar og mikið liggja við. Líklegt er að sjúklingar bíði skaða af verkfallsaðgerðum BHM. „Hvað meðferð krabbameinssjúkra varðar þá er staðfest að tafir hafa orðið í lyfjameðferðum, biðlistar fyrir geislameðferðir hafa lengst fram úr hófi og rof hefur orðið í meðferð sjúklinga. Niðurstaða okkar helstu sérfræðinga er að mikil hætta sé á því að krabbameinssjúklingar í rannsóknum, meðferð eða eftirliti á Landspítala geti orðið fyrir skaða.“ Verkfall 2016 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, óttast um öryggi sjúklinga spítalans í verkfallsaðgerðum BHM. Verkfall félagsmanna fjögurra aðildarfélaga BHM sem starfa á spítalanum hefur nú staðið í þrjátíu og þrjá daga og ekki sér fyrir endann á deilunni. Páll gagnrýnir Félag geislafræðinga harðlega og segir undanþágunefnd félagsins ekki láta læknisfræðilegt mat ráða för þegar undanþágubeiðnir eru metnar hjá félaginu. „Á Landspítala má búast við sveiflum í starfseminni og því ríður á að læknisfræðilegt mat sé forsenda undanþága frá verkföllum. Þetta hefur að mestu gengið eftir hér, þó með þeirri undantekningu að Landspítali hefur gert alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu undanþágubeiðna Félags geislafræðinga. Mikilvægt er að þeir hnökrar sem orðið hafa þar leysist strax, það má ekki dragast,“ segir Páll. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir ekki koma til greina að setja lög á verkföll eins og staðan er í dag en gagnrýnir einnig undanþágunefnd geislafræðinga. „Læknar óska ekki eftir undanþágum nema í algjörum undantekningartilvikum því þeir virða rétt stétta til að fara í verkföll. Það er skilningur hjá okkur fyrir því að reyna að gera verkfallið sem léttbærast fyrir okkar allra veikustu einstaklinga,“ segir Kristján Þór. „Verkfall af þessu tagi hefur veruleg áhrif á starfsemi spítalans,“ segir Páll. „Ljóst þykir að áhrifin eru umtalsvert meiri og alvarlegri en af nýyfirstöðnu læknaverkfalli. Yfirstandandi verkfall, sérstaklega geislafræðinga sem eru í ótímabundnu verkfalli, hefur valdið verulegum áhrifum á meðferð sjúklinga,“ segir Páll. Fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða, þúsundum rannsókna og hundruð koma sjúklinga á dag- og göngudeildir hafa fallið niður vegna verkfalls BHM. Ekkert miðar áfram í kjaradeilunni. Deilan skapar mikil og alvarleg vandræði á sjúkrahúsum landsins og er staðan orðin hrikaleg að mati Gunnars Bjarna Ragnarssonar, yfirlæknis á krabbameinsdeild Landspítalans. Páll Halldórsson, formaður BHM, segist vonast til að sjá einhver spil á næsta fundi BHM með samninganefnd ríkisins. „Næsti fundur er settur á mánudaginn. Síðasta fundi var slitið með þeim orðum að ekki yrði boðað til nýs fundar fyrr en ríkið hefði eitthvað fram að færa á fundinum. Hins vegar veit ég ekkert hvaða spil það eru sem ríkið mun leggja á borðið og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Páll. Páll Matthíasson segir vinnuaðstæður á Landspítalanum grafalvarlegar og mikið liggja við. Líklegt er að sjúklingar bíði skaða af verkfallsaðgerðum BHM. „Hvað meðferð krabbameinssjúkra varðar þá er staðfest að tafir hafa orðið í lyfjameðferðum, biðlistar fyrir geislameðferðir hafa lengst fram úr hófi og rof hefur orðið í meðferð sjúklinga. Niðurstaða okkar helstu sérfræðinga er að mikil hætta sé á því að krabbameinssjúklingar í rannsóknum, meðferð eða eftirliti á Landspítala geti orðið fyrir skaða.“
Verkfall 2016 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent