Hjálmlaus lífsstíll Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 8. maí 2015 06:00 Átakið Hjólað í vinnuna hófst með pompi og prakt í fyrradag. Líkt og um náttúrulögmál væri að ræða hófst strax umræða um hjálmleysi þátttakenda í stað þess að fjalla um hinn stórkostlega samfélagslega ávinning sem hlýst af auknum hjólreiðum. Það er af nægu að taka í þeim efnum en hjólreiðar leiða til sparnaðar í heimilisrekstri, þær draga úr umhverfiskostnaði samfélagsins, stuðla að auknu heilbrigði og geta sparað milljarða í viðhaldi vegakerfisins. Það er líka öruggt og fljótlegt að hjóla á milli staða, sama hvort fólk er með hjálm á höfðinu eða ekki. Hætturnar í samfélaginu leynast víða og fólk getur fengið höfuðhögg við ótrúlegustu aðstæður. Samt hneykslast enginn á hjálmleysi fólks í daglegu amstri. Ef einhver vill hafa skoðun á því hvort ég hjóla með hjálm eða ekki ætti viðkomandi með réttu að hafa skoðun á því hvort ég nota hjálm frá morgni til kvölds, óháð því hvað ég er að gera. Höfuðhögg sem fólk verður fyrir inni í bílunum sínum valda mun fleiri dauðsföllum árlega en höfuðhögg vegna hjólreiða. Það er öllum í hag að hjólreiðar verði hluti af daglegu amstri fólks og til að svo megi verða þarf að skilgreina þær upp á nýtt í huga fólks. Fullorðið fólk á ekki að þurfa að setja sig í stellingar og brynja sig með öryggisbúnaði til að stíga upp á hjól frekar en það vill. Raunverulegt öryggi vegfarenda, hvort sem þeir eru gangandi eða hjólandi, felst í fjöldanum. Því fleiri sem hjóla, þeim mun öruggari verða hjólreiðar. Það er ekki að ástæðulausu sem fólk hjólar ekki með hjálm í öllum helstu hjólreiðaborgum heims. Staðreyndin er sú að þrýstingur á hjálmnotkun hjólreiðafólks dregur úr hjólreiðum og skapar því meiri hættu en minni fyrir þá sem hjóla á annað borð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Átakið Hjólað í vinnuna hófst með pompi og prakt í fyrradag. Líkt og um náttúrulögmál væri að ræða hófst strax umræða um hjálmleysi þátttakenda í stað þess að fjalla um hinn stórkostlega samfélagslega ávinning sem hlýst af auknum hjólreiðum. Það er af nægu að taka í þeim efnum en hjólreiðar leiða til sparnaðar í heimilisrekstri, þær draga úr umhverfiskostnaði samfélagsins, stuðla að auknu heilbrigði og geta sparað milljarða í viðhaldi vegakerfisins. Það er líka öruggt og fljótlegt að hjóla á milli staða, sama hvort fólk er með hjálm á höfðinu eða ekki. Hætturnar í samfélaginu leynast víða og fólk getur fengið höfuðhögg við ótrúlegustu aðstæður. Samt hneykslast enginn á hjálmleysi fólks í daglegu amstri. Ef einhver vill hafa skoðun á því hvort ég hjóla með hjálm eða ekki ætti viðkomandi með réttu að hafa skoðun á því hvort ég nota hjálm frá morgni til kvölds, óháð því hvað ég er að gera. Höfuðhögg sem fólk verður fyrir inni í bílunum sínum valda mun fleiri dauðsföllum árlega en höfuðhögg vegna hjólreiða. Það er öllum í hag að hjólreiðar verði hluti af daglegu amstri fólks og til að svo megi verða þarf að skilgreina þær upp á nýtt í huga fólks. Fullorðið fólk á ekki að þurfa að setja sig í stellingar og brynja sig með öryggisbúnaði til að stíga upp á hjól frekar en það vill. Raunverulegt öryggi vegfarenda, hvort sem þeir eru gangandi eða hjólandi, felst í fjöldanum. Því fleiri sem hjóla, þeim mun öruggari verða hjólreiðar. Það er ekki að ástæðulausu sem fólk hjólar ekki með hjálm í öllum helstu hjólreiðaborgum heims. Staðreyndin er sú að þrýstingur á hjálmnotkun hjólreiðafólks dregur úr hjólreiðum og skapar því meiri hættu en minni fyrir þá sem hjóla á annað borð.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun