Ljósmæður segja launin kynjamisrétti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. maí 2015 07:00 "Nánast allar ljósmæður fengu skerðingu á launum og fengu lítið sem ekkert greitt. Þær geta ekki staðið í skilum, greitt reikninga eða greitt eðlileg útgjöld heimilisins.“ Vísir/Vilhelm „Það er mikið að gera á kvennadeildinni þessa dagana, ástandið er erfitt,“ segir Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, en ljósmæður hafa ákveðið að herða verkfallsaðgerðir sínar eins og mögulegt er. „Við skoðum allar undanþágur mjög vel, auðvitað samþykkjum við þær undanþágur sem þörf er á, en ekki aðrar. Börnin fæðast, við stöðvum það ekki en þetta eru óþægindi fyrir barnshafandi konur sem koma í sónar og þurfa á rannsóknum og eftirfylgni að halda.“ Áslaug segir að laun ljósmæðra og lækna ættu í mörgum tilvikum að vera jöfn. Menntun þeirra og ábyrgð sé hægt að meta jafnt til verðleika. „Við viljum að okkar menntun sé metin til launa. Við viljum grunnlaunahækkun sem er í samræmi við laun lækna. Þeir eru í sama starfsumhverfi og í mörgum tilvikum með jafnlangt sérfræðinám að baki. Við vinnum með þessari stétt og getum í mörgum tilfellum metið okkur jafnt til verðleika. Þar að auki eru ljósmæður sjálfbærar í starfi og bera mikla ábyrgð sem endurspeglast ekki í launum,“ segir Áslaug. Að sögn Áslaugar grunar hana að lægri laun ljósmæðra stafi af kynjamisrétti, bæði því er ríkir í læknastétt í launum og því er kemur við sögu ljósmæðrastéttar. „Ljósmæður áttu að sinna starfi sínu af góðvild, við erum enn að stríða við þetta viðhorf til stéttarinnar nú áratugum seinna. Það eru tuttugu ár síðan nám ljósmæðra var fært á háskólastig og margir eru enn fastir í gömlum viðhorfum.“ Landspítalinn birti nýlega upplýsingar er vörðuðu launamun kynjanna á spítalanum og sýndu mikinn mun á milli karl- og kvenlækna. Áslaug vitnar í þá könnun. „Kvenlæknar eru með 80% af grunnlaunum karla og eingöngu 60% af yfirvinnulaunum, þetta launamisrétti endurspeglast í okkar launum,“ segir Áslaug og vísar til þess að ljósmæður eru kvennastétt. Byrjunarlaun ljósmóður með ljósmóðurleyfi eftir sex ára nám eru 392.000 krónur en byrjunarlaun læknis með lækningaleyfi eftir sex ára nám eru 471.404. Þess má geta að fyrir nýgerða samninga við lækna voru byrjunarlaun lækna lægri en byrjunarlaun ljósmóður. Árið 2008 sóttu ljósmæður kjarabót með því loforði að það væri upphafið að leiðréttingu á kjörum þeirra að sögn Áslaugar. „Við fengum ákveðna leiðréttingu 2008, á þeim tíma var talað um að þetta væri byrjunin. En svo hefur ekkert gerst og aðrar stéttir hafa nálgast okkur í launum. Hjúkrunarfræðingar eru mjög nálægt okkur í kjörum með tveimur árum skemmra nám að baki. Við ætlum að halda þetta út í þetta sinn.“ Enn hafa ljósmæður ekki fengið greidd full laun vegna vinnu í aprílmánuði en Fjársýsla ríkisins hélt mestum hluta launa þeirra eftir vegna verkfalls þeirra í apríl. Sumar þeirra sem fengu ekki greitt lögðu aðeins niður vinnu í einn dag. „Við höfum ekki einu sinni fengið að vita hvernig og hvenær við getum sótt laun okkar,“ segir Áslaug frá og segir skaðann mikinn fyrir fjárhag heimilis þeirra. Verkfall 2016 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Sjá meira
„Það er mikið að gera á kvennadeildinni þessa dagana, ástandið er erfitt,“ segir Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, en ljósmæður hafa ákveðið að herða verkfallsaðgerðir sínar eins og mögulegt er. „Við skoðum allar undanþágur mjög vel, auðvitað samþykkjum við þær undanþágur sem þörf er á, en ekki aðrar. Börnin fæðast, við stöðvum það ekki en þetta eru óþægindi fyrir barnshafandi konur sem koma í sónar og þurfa á rannsóknum og eftirfylgni að halda.“ Áslaug segir að laun ljósmæðra og lækna ættu í mörgum tilvikum að vera jöfn. Menntun þeirra og ábyrgð sé hægt að meta jafnt til verðleika. „Við viljum að okkar menntun sé metin til launa. Við viljum grunnlaunahækkun sem er í samræmi við laun lækna. Þeir eru í sama starfsumhverfi og í mörgum tilvikum með jafnlangt sérfræðinám að baki. Við vinnum með þessari stétt og getum í mörgum tilfellum metið okkur jafnt til verðleika. Þar að auki eru ljósmæður sjálfbærar í starfi og bera mikla ábyrgð sem endurspeglast ekki í launum,“ segir Áslaug. Að sögn Áslaugar grunar hana að lægri laun ljósmæðra stafi af kynjamisrétti, bæði því er ríkir í læknastétt í launum og því er kemur við sögu ljósmæðrastéttar. „Ljósmæður áttu að sinna starfi sínu af góðvild, við erum enn að stríða við þetta viðhorf til stéttarinnar nú áratugum seinna. Það eru tuttugu ár síðan nám ljósmæðra var fært á háskólastig og margir eru enn fastir í gömlum viðhorfum.“ Landspítalinn birti nýlega upplýsingar er vörðuðu launamun kynjanna á spítalanum og sýndu mikinn mun á milli karl- og kvenlækna. Áslaug vitnar í þá könnun. „Kvenlæknar eru með 80% af grunnlaunum karla og eingöngu 60% af yfirvinnulaunum, þetta launamisrétti endurspeglast í okkar launum,“ segir Áslaug og vísar til þess að ljósmæður eru kvennastétt. Byrjunarlaun ljósmóður með ljósmóðurleyfi eftir sex ára nám eru 392.000 krónur en byrjunarlaun læknis með lækningaleyfi eftir sex ára nám eru 471.404. Þess má geta að fyrir nýgerða samninga við lækna voru byrjunarlaun lækna lægri en byrjunarlaun ljósmóður. Árið 2008 sóttu ljósmæður kjarabót með því loforði að það væri upphafið að leiðréttingu á kjörum þeirra að sögn Áslaugar. „Við fengum ákveðna leiðréttingu 2008, á þeim tíma var talað um að þetta væri byrjunin. En svo hefur ekkert gerst og aðrar stéttir hafa nálgast okkur í launum. Hjúkrunarfræðingar eru mjög nálægt okkur í kjörum með tveimur árum skemmra nám að baki. Við ætlum að halda þetta út í þetta sinn.“ Enn hafa ljósmæður ekki fengið greidd full laun vegna vinnu í aprílmánuði en Fjársýsla ríkisins hélt mestum hluta launa þeirra eftir vegna verkfalls þeirra í apríl. Sumar þeirra sem fengu ekki greitt lögðu aðeins niður vinnu í einn dag. „Við höfum ekki einu sinni fengið að vita hvernig og hvenær við getum sótt laun okkar,“ segir Áslaug frá og segir skaðann mikinn fyrir fjárhag heimilis þeirra.
Verkfall 2016 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Sjá meira