Ljósmæður segja launin kynjamisrétti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. maí 2015 07:00 "Nánast allar ljósmæður fengu skerðingu á launum og fengu lítið sem ekkert greitt. Þær geta ekki staðið í skilum, greitt reikninga eða greitt eðlileg útgjöld heimilisins.“ Vísir/Vilhelm „Það er mikið að gera á kvennadeildinni þessa dagana, ástandið er erfitt,“ segir Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, en ljósmæður hafa ákveðið að herða verkfallsaðgerðir sínar eins og mögulegt er. „Við skoðum allar undanþágur mjög vel, auðvitað samþykkjum við þær undanþágur sem þörf er á, en ekki aðrar. Börnin fæðast, við stöðvum það ekki en þetta eru óþægindi fyrir barnshafandi konur sem koma í sónar og þurfa á rannsóknum og eftirfylgni að halda.“ Áslaug segir að laun ljósmæðra og lækna ættu í mörgum tilvikum að vera jöfn. Menntun þeirra og ábyrgð sé hægt að meta jafnt til verðleika. „Við viljum að okkar menntun sé metin til launa. Við viljum grunnlaunahækkun sem er í samræmi við laun lækna. Þeir eru í sama starfsumhverfi og í mörgum tilvikum með jafnlangt sérfræðinám að baki. Við vinnum með þessari stétt og getum í mörgum tilfellum metið okkur jafnt til verðleika. Þar að auki eru ljósmæður sjálfbærar í starfi og bera mikla ábyrgð sem endurspeglast ekki í launum,“ segir Áslaug. Að sögn Áslaugar grunar hana að lægri laun ljósmæðra stafi af kynjamisrétti, bæði því er ríkir í læknastétt í launum og því er kemur við sögu ljósmæðrastéttar. „Ljósmæður áttu að sinna starfi sínu af góðvild, við erum enn að stríða við þetta viðhorf til stéttarinnar nú áratugum seinna. Það eru tuttugu ár síðan nám ljósmæðra var fært á háskólastig og margir eru enn fastir í gömlum viðhorfum.“ Landspítalinn birti nýlega upplýsingar er vörðuðu launamun kynjanna á spítalanum og sýndu mikinn mun á milli karl- og kvenlækna. Áslaug vitnar í þá könnun. „Kvenlæknar eru með 80% af grunnlaunum karla og eingöngu 60% af yfirvinnulaunum, þetta launamisrétti endurspeglast í okkar launum,“ segir Áslaug og vísar til þess að ljósmæður eru kvennastétt. Byrjunarlaun ljósmóður með ljósmóðurleyfi eftir sex ára nám eru 392.000 krónur en byrjunarlaun læknis með lækningaleyfi eftir sex ára nám eru 471.404. Þess má geta að fyrir nýgerða samninga við lækna voru byrjunarlaun lækna lægri en byrjunarlaun ljósmóður. Árið 2008 sóttu ljósmæður kjarabót með því loforði að það væri upphafið að leiðréttingu á kjörum þeirra að sögn Áslaugar. „Við fengum ákveðna leiðréttingu 2008, á þeim tíma var talað um að þetta væri byrjunin. En svo hefur ekkert gerst og aðrar stéttir hafa nálgast okkur í launum. Hjúkrunarfræðingar eru mjög nálægt okkur í kjörum með tveimur árum skemmra nám að baki. Við ætlum að halda þetta út í þetta sinn.“ Enn hafa ljósmæður ekki fengið greidd full laun vegna vinnu í aprílmánuði en Fjársýsla ríkisins hélt mestum hluta launa þeirra eftir vegna verkfalls þeirra í apríl. Sumar þeirra sem fengu ekki greitt lögðu aðeins niður vinnu í einn dag. „Við höfum ekki einu sinni fengið að vita hvernig og hvenær við getum sótt laun okkar,“ segir Áslaug frá og segir skaðann mikinn fyrir fjárhag heimilis þeirra. Verkfall 2016 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
„Það er mikið að gera á kvennadeildinni þessa dagana, ástandið er erfitt,“ segir Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, en ljósmæður hafa ákveðið að herða verkfallsaðgerðir sínar eins og mögulegt er. „Við skoðum allar undanþágur mjög vel, auðvitað samþykkjum við þær undanþágur sem þörf er á, en ekki aðrar. Börnin fæðast, við stöðvum það ekki en þetta eru óþægindi fyrir barnshafandi konur sem koma í sónar og þurfa á rannsóknum og eftirfylgni að halda.“ Áslaug segir að laun ljósmæðra og lækna ættu í mörgum tilvikum að vera jöfn. Menntun þeirra og ábyrgð sé hægt að meta jafnt til verðleika. „Við viljum að okkar menntun sé metin til launa. Við viljum grunnlaunahækkun sem er í samræmi við laun lækna. Þeir eru í sama starfsumhverfi og í mörgum tilvikum með jafnlangt sérfræðinám að baki. Við vinnum með þessari stétt og getum í mörgum tilfellum metið okkur jafnt til verðleika. Þar að auki eru ljósmæður sjálfbærar í starfi og bera mikla ábyrgð sem endurspeglast ekki í launum,“ segir Áslaug. Að sögn Áslaugar grunar hana að lægri laun ljósmæðra stafi af kynjamisrétti, bæði því er ríkir í læknastétt í launum og því er kemur við sögu ljósmæðrastéttar. „Ljósmæður áttu að sinna starfi sínu af góðvild, við erum enn að stríða við þetta viðhorf til stéttarinnar nú áratugum seinna. Það eru tuttugu ár síðan nám ljósmæðra var fært á háskólastig og margir eru enn fastir í gömlum viðhorfum.“ Landspítalinn birti nýlega upplýsingar er vörðuðu launamun kynjanna á spítalanum og sýndu mikinn mun á milli karl- og kvenlækna. Áslaug vitnar í þá könnun. „Kvenlæknar eru með 80% af grunnlaunum karla og eingöngu 60% af yfirvinnulaunum, þetta launamisrétti endurspeglast í okkar launum,“ segir Áslaug og vísar til þess að ljósmæður eru kvennastétt. Byrjunarlaun ljósmóður með ljósmóðurleyfi eftir sex ára nám eru 392.000 krónur en byrjunarlaun læknis með lækningaleyfi eftir sex ára nám eru 471.404. Þess má geta að fyrir nýgerða samninga við lækna voru byrjunarlaun lækna lægri en byrjunarlaun ljósmóður. Árið 2008 sóttu ljósmæður kjarabót með því loforði að það væri upphafið að leiðréttingu á kjörum þeirra að sögn Áslaugar. „Við fengum ákveðna leiðréttingu 2008, á þeim tíma var talað um að þetta væri byrjunin. En svo hefur ekkert gerst og aðrar stéttir hafa nálgast okkur í launum. Hjúkrunarfræðingar eru mjög nálægt okkur í kjörum með tveimur árum skemmra nám að baki. Við ætlum að halda þetta út í þetta sinn.“ Enn hafa ljósmæður ekki fengið greidd full laun vegna vinnu í aprílmánuði en Fjársýsla ríkisins hélt mestum hluta launa þeirra eftir vegna verkfalls þeirra í apríl. Sumar þeirra sem fengu ekki greitt lögðu aðeins niður vinnu í einn dag. „Við höfum ekki einu sinni fengið að vita hvernig og hvenær við getum sótt laun okkar,“ segir Áslaug frá og segir skaðann mikinn fyrir fjárhag heimilis þeirra.
Verkfall 2016 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira