Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. maí 2015 07:00 Einamana póstburðartaska. Búast má við að verkfallsaðgerðir SGS í dag og á morgun hafi áhrif á póstþjónustu á landsbyggðinni, þótt röskun verði ekki á útburði á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/GVA Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Félögin sem þar eru undir eru:AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Aðgerðir félaganna hafa mestanpart áhrif utan höfuðborgarsvæðisins (einhverjar ferðir atvinnubílstjóra út á land falla þó niður). Aðgerðirnar ná hins vegar til bróðurparts landsins að öðru leyti og hafa áhrif á fjölda vinnustaða. Meðal annars verður röskun á póstþjónustu á landsbyggðinni. Þá stendur enn ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). Í dag er 30. dagur í verkfalli fimm þeirra:Félag geislafræðinga – en verkfall þeirra hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans í þá veru að ekki er hægt að framkvæma margvíslegar rannsóknir sem krefjast röntgenmyndatöku.Félag lífeindafræðinga – verkfall þeirra hefur sömuleiðis áhrif á framkvæmd rannsókna á Landspítalanum, en lífeindafræðingar starfa á rannsóknastofum sjúkrahúsa og fyrirtækja í erfðagreiningu og lyfjaiðnaði, auk stofnana sem þjóna landbúnaði.Félag íslenskra náttúrufræðinga á Landspítala – náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu koma meðal annars að hlutum sem snerta frumu- og sameindalíffræði, eðlis- og efnafræði, lífeðlis- og lífefnafræði, erfðafræði og líftækni, örveru- og veirufræði, ónæmisfræði, blóðbankafræði, vefjafræði, meinafræði, faraldsfræði, tölfræði og kerfislíffræði.Ljósmæðrafélag Íslands á Landspítala (þri., mið. og fim.) – verkfall ljósmæðra raskar starfsemi kvennadeildar, en undanþágur hafa verið veittar, svo sem vegna keisaraskurðaðgerða.Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu – verkfallið veldur því að ekki er hægt að ganga frá alls kyns opinberum skiptum, gjaldþrota- eða skiptum dánarbúa, skilnuðum, hjónavígslum og fleiri hlutum. Þann 9. apríl hófst ótímabundið verkfall félaga í Ljósmæðrafélagi Íslands á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar er verkfall á mánudögum og fimmtudögum. Og eru þær aðgerðir því á 28. degi. Þá hefur verkfall í dag staðið í 17 daga hjá eftirtöldum félögum, en það hófst 20. síðasta mánaðar:Félag íslenskra náttúrufræðinga á Matvælastofnun – verkfallið hefur áhrif á margvíslega starfsemi stofnunarinnar, svo sem vegna eftirlits með plöntuheilbrigði, matvælaöryggi og neytendavernd.Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði á Matvælastofnun – verkfall háskólamanna raskar margvíslegu eftirliti og rannsóknum sem unnar eru hjá MAST.Dýralæknafélag Íslands – verkfallið hefur stórfelld áhrif á matvælaframleiðslu því uppáskrift dýralækna og eftirlit þarf við hvers konar slátrun og einnig vegna innflutnings dýraafurða. Þá raskast eftirlit sem haft er með heilbrigði og velferð dýra.Að auki stendur svo yfir verkfall Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins. Þær aðgerðir hófust 20. apríl og standa til 8. þessa mánaðar. Í byrjun verkfalls var veitt undanþága til þess að hægt yrði að greiða út barnabætur, en viðbúið er að margvíslegar greiðslur aðrar og afgreiðsla hjá Fjársýslunni raskist haldi verkfall áfram. Takist ekki samningar hefst ótímabundið verkfall hjá félaginu 11. maí. Verkfall 2016 Mest lesið Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Sjá meira
Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Félögin sem þar eru undir eru:AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Aðgerðir félaganna hafa mestanpart áhrif utan höfuðborgarsvæðisins (einhverjar ferðir atvinnubílstjóra út á land falla þó niður). Aðgerðirnar ná hins vegar til bróðurparts landsins að öðru leyti og hafa áhrif á fjölda vinnustaða. Meðal annars verður röskun á póstþjónustu á landsbyggðinni. Þá stendur enn ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). Í dag er 30. dagur í verkfalli fimm þeirra:Félag geislafræðinga – en verkfall þeirra hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans í þá veru að ekki er hægt að framkvæma margvíslegar rannsóknir sem krefjast röntgenmyndatöku.Félag lífeindafræðinga – verkfall þeirra hefur sömuleiðis áhrif á framkvæmd rannsókna á Landspítalanum, en lífeindafræðingar starfa á rannsóknastofum sjúkrahúsa og fyrirtækja í erfðagreiningu og lyfjaiðnaði, auk stofnana sem þjóna landbúnaði.Félag íslenskra náttúrufræðinga á Landspítala – náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu koma meðal annars að hlutum sem snerta frumu- og sameindalíffræði, eðlis- og efnafræði, lífeðlis- og lífefnafræði, erfðafræði og líftækni, örveru- og veirufræði, ónæmisfræði, blóðbankafræði, vefjafræði, meinafræði, faraldsfræði, tölfræði og kerfislíffræði.Ljósmæðrafélag Íslands á Landspítala (þri., mið. og fim.) – verkfall ljósmæðra raskar starfsemi kvennadeildar, en undanþágur hafa verið veittar, svo sem vegna keisaraskurðaðgerða.Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu – verkfallið veldur því að ekki er hægt að ganga frá alls kyns opinberum skiptum, gjaldþrota- eða skiptum dánarbúa, skilnuðum, hjónavígslum og fleiri hlutum. Þann 9. apríl hófst ótímabundið verkfall félaga í Ljósmæðrafélagi Íslands á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar er verkfall á mánudögum og fimmtudögum. Og eru þær aðgerðir því á 28. degi. Þá hefur verkfall í dag staðið í 17 daga hjá eftirtöldum félögum, en það hófst 20. síðasta mánaðar:Félag íslenskra náttúrufræðinga á Matvælastofnun – verkfallið hefur áhrif á margvíslega starfsemi stofnunarinnar, svo sem vegna eftirlits með plöntuheilbrigði, matvælaöryggi og neytendavernd.Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði á Matvælastofnun – verkfall háskólamanna raskar margvíslegu eftirliti og rannsóknum sem unnar eru hjá MAST.Dýralæknafélag Íslands – verkfallið hefur stórfelld áhrif á matvælaframleiðslu því uppáskrift dýralækna og eftirlit þarf við hvers konar slátrun og einnig vegna innflutnings dýraafurða. Þá raskast eftirlit sem haft er með heilbrigði og velferð dýra.Að auki stendur svo yfir verkfall Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins. Þær aðgerðir hófust 20. apríl og standa til 8. þessa mánaðar. Í byrjun verkfalls var veitt undanþága til þess að hægt yrði að greiða út barnabætur, en viðbúið er að margvíslegar greiðslur aðrar og afgreiðsla hjá Fjársýslunni raskist haldi verkfall áfram. Takist ekki samningar hefst ótímabundið verkfall hjá félaginu 11. maí.
Verkfall 2016 Mest lesið Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Sjá meira