Innsýn í hvernig bransinn virkar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2015 11:30 Guðmundur Jörundsson stendur fyrir tveggja vikna fatahönnunarnámskeiði fyrir fimmtán ára og eldri. Vísir/Ernir Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson, sem er flestum kunnur sem stofnandi og yfirhönnuður tískuhússins JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON, stendur fyrir tveggja vikna fatahönnunarnámskeiði. „Ég man þegar ég var að byrja í náminu að það vantaði svona svolitla kynningu á þessu. Þegar ég byrjaði í LHÍ vissi ég ekkert hvað ég var að gera,“ segir hann og bætir við: „Innsýn inn í hvernig þessi bransi er frá einhverjum sem er búinn að vera að vinna í þessu, það er svona svolítið öðruvísi en námið.“ Námskeiðið, sem taka mun á helstu undirstöðuatriðum hvað varðar hönnun og gerð fatalínu, stendur yfir í tvær vikur og mun nemendum verða úthlutað heimaverkefnum og munu þeir hanna eigin fatalínu. „Rannsóknarvinnan verður líka kennd, en hún er mikilvægur þáttur í þessu, kynna það að halda utan um skissubók, velja efni og liti sem fitta og svona,“ segir Guðmundur og að hans sögn eiga bæði byrjendur og lengra komnir heima á námskeiðinu sem hugsað er fyrir fimmtán ára og upp úr. „Það er áhugavert að sjá um hvað þetta snýst og ef maður er að pæla í að fara að læra þetta þá fær maður svona „touch base“,“ segir Guðmundur að lokum.Námskeiðið hefst þann 17. maí næstkomandi og stendur yfir í tvær vikur en fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við info@jorstore.com. Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson, sem er flestum kunnur sem stofnandi og yfirhönnuður tískuhússins JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON, stendur fyrir tveggja vikna fatahönnunarnámskeiði. „Ég man þegar ég var að byrja í náminu að það vantaði svona svolitla kynningu á þessu. Þegar ég byrjaði í LHÍ vissi ég ekkert hvað ég var að gera,“ segir hann og bætir við: „Innsýn inn í hvernig þessi bransi er frá einhverjum sem er búinn að vera að vinna í þessu, það er svona svolítið öðruvísi en námið.“ Námskeiðið, sem taka mun á helstu undirstöðuatriðum hvað varðar hönnun og gerð fatalínu, stendur yfir í tvær vikur og mun nemendum verða úthlutað heimaverkefnum og munu þeir hanna eigin fatalínu. „Rannsóknarvinnan verður líka kennd, en hún er mikilvægur þáttur í þessu, kynna það að halda utan um skissubók, velja efni og liti sem fitta og svona,“ segir Guðmundur og að hans sögn eiga bæði byrjendur og lengra komnir heima á námskeiðinu sem hugsað er fyrir fimmtán ára og upp úr. „Það er áhugavert að sjá um hvað þetta snýst og ef maður er að pæla í að fara að læra þetta þá fær maður svona „touch base“,“ segir Guðmundur að lokum.Námskeiðið hefst þann 17. maí næstkomandi og stendur yfir í tvær vikur en fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við info@jorstore.com.
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira