Kvótann heim! Skjóðan skrifar 6. maí 2015 11:30 Útgerðin á Íslandi greiðir allt of lágt veiðileyfagjald. Þar munar væntanlega 40 milljörðum hið minnsta á ári hverju. Þetta eru alvöru peningar. Fyrir þá er hægt að byggja hátæknisjúkrahús á tveimur og hálfu ári. Það væri hægt að greiða spítalann niður á lengri tíma og nota hluta fjárins til að lækka skatta á fatnað og matvæli, sem er besta búbótin fyrir heimilin. Útgerðarfyrirtækiskila eigendum sínum tólffalt hærri EBITDA en stærsta verslunarfyrirtæki landsins. Þessi gríðarlegi hagnaður verður ekki skýrður öðru vísi en svo að um einokunarhagnað sé að ræða. Einokunin felst í næstum ókeypis aðgangi að mjög verðmætri og takmarkaðri auðlind, sem þjóðin öll á. Hagnaður íslenskrar útgerðar er utan velsæmismarka. Ekki vegna þess hversu hár hann er heldur vegna þess hvernig hann er tilkominn. Íslenskir skattgreiðendur niðurgreiða í raun og veru útgerðina um 40 milljarða á ári. Þetta er mun hærri fjárhæð en rennur í niðurgreiðslur vegna landbúnaðarframleiðslu. Því er haldið fram að þjóðin hagnist á góðu gengi útgerðarfyrirtækjanna þar sem þau greiði tekjuskatt af hagnaði sínum. Tekjuskattur fyrirtækja er 20 prósent. Ef 40 milljarðarnir skila sér óskiptir í hagnað fyrirtækjanna fyrir skatta renna 8 milljarðar í ríkissjóð. Eftir sitja þá 32 milljarðar hjá útgerðinni til að fjárfesta í óskyldum rekstri og greiða sér ofurarð. Þetta ástand er ekki ósvipað því að erlent konungsríki hefði slegið eign sinni á Ísland, helgað sér fiskinn í sjónum og konungur falið nokkrum sérvöldum fyrirtækjum að veiða fiskinn. Í stað þess að íslenska þjóðin njóti afraksturs auðlindarinnar rennur sá afrakstur til útvalinna. Einhver starfsemi er vissulega nauðsynleg í kringum útgerðina og vinnslu hér á landi. Mörlandanum bjóðast störf og einhverjir skattar eru greiddir til eyjarskeggja. Einokunargróðinn rennur hins vegar að mestum hluta til konungs og fyrirtækjanna sérvöldu. Á öldum áður þekktu Íslendingar vel til svona fyrirkomulags. Þá var fiskurinn í sjónum ekki talinn takmörkuð auðlind enda veiðitækin ekki stórtæk. Þá starfaði hins vegar hin konunglega einokunarverslun, sem ekki hafði aðrar skyldur við Íslendinga en að tryggja skipakomur með vistir á vorin og haustin. Af borðum einokunarkaupmanna hrutu brauðmolar til heimamanna líkt og nú tíðkast af borðum útgerðarinnar. Við Íslendingar losnuðum úr viðjum einokunarverslunar konungs. Löngu síðar fengum við handritin heim og töldum okkur fullburða, sjálfstæða þjóð. Nú erum við komnir í vist hjá annarri einokunarverslun þó að enginn sé kóngurinn í Kaupmannahöfn sem arðrænir íslenska alþýðu. Er ekki kominn tími fyrir okkur Íslendinga til að brjóta af okkur einokunarhlekkina? Er ekki kominn tími til að við fáum kvótann okkar heim?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Útgerðin á Íslandi greiðir allt of lágt veiðileyfagjald. Þar munar væntanlega 40 milljörðum hið minnsta á ári hverju. Þetta eru alvöru peningar. Fyrir þá er hægt að byggja hátæknisjúkrahús á tveimur og hálfu ári. Það væri hægt að greiða spítalann niður á lengri tíma og nota hluta fjárins til að lækka skatta á fatnað og matvæli, sem er besta búbótin fyrir heimilin. Útgerðarfyrirtækiskila eigendum sínum tólffalt hærri EBITDA en stærsta verslunarfyrirtæki landsins. Þessi gríðarlegi hagnaður verður ekki skýrður öðru vísi en svo að um einokunarhagnað sé að ræða. Einokunin felst í næstum ókeypis aðgangi að mjög verðmætri og takmarkaðri auðlind, sem þjóðin öll á. Hagnaður íslenskrar útgerðar er utan velsæmismarka. Ekki vegna þess hversu hár hann er heldur vegna þess hvernig hann er tilkominn. Íslenskir skattgreiðendur niðurgreiða í raun og veru útgerðina um 40 milljarða á ári. Þetta er mun hærri fjárhæð en rennur í niðurgreiðslur vegna landbúnaðarframleiðslu. Því er haldið fram að þjóðin hagnist á góðu gengi útgerðarfyrirtækjanna þar sem þau greiði tekjuskatt af hagnaði sínum. Tekjuskattur fyrirtækja er 20 prósent. Ef 40 milljarðarnir skila sér óskiptir í hagnað fyrirtækjanna fyrir skatta renna 8 milljarðar í ríkissjóð. Eftir sitja þá 32 milljarðar hjá útgerðinni til að fjárfesta í óskyldum rekstri og greiða sér ofurarð. Þetta ástand er ekki ósvipað því að erlent konungsríki hefði slegið eign sinni á Ísland, helgað sér fiskinn í sjónum og konungur falið nokkrum sérvöldum fyrirtækjum að veiða fiskinn. Í stað þess að íslenska þjóðin njóti afraksturs auðlindarinnar rennur sá afrakstur til útvalinna. Einhver starfsemi er vissulega nauðsynleg í kringum útgerðina og vinnslu hér á landi. Mörlandanum bjóðast störf og einhverjir skattar eru greiddir til eyjarskeggja. Einokunargróðinn rennur hins vegar að mestum hluta til konungs og fyrirtækjanna sérvöldu. Á öldum áður þekktu Íslendingar vel til svona fyrirkomulags. Þá var fiskurinn í sjónum ekki talinn takmörkuð auðlind enda veiðitækin ekki stórtæk. Þá starfaði hins vegar hin konunglega einokunarverslun, sem ekki hafði aðrar skyldur við Íslendinga en að tryggja skipakomur með vistir á vorin og haustin. Af borðum einokunarkaupmanna hrutu brauðmolar til heimamanna líkt og nú tíðkast af borðum útgerðarinnar. Við Íslendingar losnuðum úr viðjum einokunarverslunar konungs. Löngu síðar fengum við handritin heim og töldum okkur fullburða, sjálfstæða þjóð. Nú erum við komnir í vist hjá annarri einokunarverslun þó að enginn sé kóngurinn í Kaupmannahöfn sem arðrænir íslenska alþýðu. Er ekki kominn tími fyrir okkur Íslendinga til að brjóta af okkur einokunarhlekkina? Er ekki kominn tími til að við fáum kvótann okkar heim?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira