Ferðaþjónustan sátt við uppbyggingu á fjárlög Svavar Hávarðsson skrifar 1. maí 2015 07:00 Á Þingvöllum Þjóðgarðurinn er títt nefnt dæmi um aðkallandi uppbyggingu. MYND/BERGLIND SIGMUNDSDÓTTIR Hugmyndir um að uppbygging ferðamannastaða verði sett á fjárlög og því ekki fjármögnuð með sérstakri gjaldtöku stjórnvalda á næstu misserum falla í góðan jarðveg hjá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF). Grímur Sæmundsen, formaður SAF, segir að þetta útspil stjórnvalda eigi samhljóm með tillögum samtakanna í umsögn við frumvarp um náttúrupassa, en eins og kunnugt er mætti málið mikilli andstöðu hagsmunaaðila jafnt sem stjórnarþingmanna og stjórnarandstöðu. Náttúrupassinn virðist því úr sögunni. „Ef það skref verður stigið núna að ríkið fjárfestir beint í innviðum en jafnframt að fyrirtækin geti haft tekjur af þjónustu á svæðunum þá sýnist mér þetta vera stórt skref í þá átt að leysa málið í breiðri sátt. Að okkar mati er þetta útspil stórt skref fram á við,“ segir Grímur. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, viðraði þessar hugmyndir í viðtali við Fréttablaðið í gær og sagði að með nokkurri vissu þyrfti milljarð árlega á næstu árum. Með þá tölu væri unnið í fjórum ráðuneytum sem væru með nýja áætlun um uppbyggingu ferðamannastaða á teikniborðinu. Jafnframt að þá stæðu einkaaðilar og sveitarfélögin eftir fyrst heildarlausnin, náttúrupassinn, varð ekki ofan á og því yrðu allir að axla sína ábyrgð; ríkið, sveitarfélögin, einkaaðilar og ferðaþjónustan sjálf.Grímur Sæmundsen.Grímur telur engar hættur í þessu fólgnar og vísar aftur til hugmynda um að gera aðilum kleift að bjóða virðisaukandi þjónustu á grundvelli þeirra fjárfestinga sem ráðist hefur verið í á vegum ríkisins og þeirra innviða sem verða byggðir upp. Hann óttast heldur ekki að málaflokkurinn verði fjársveltur af Alþingi í samkeppni við önnur mikilvæg mál sem samfélagið þarf að sinna. Beinn fjárhagslegur ávinningur við uppbygginguna sé einfaldlega meiri en svo, og snerti ekki aðra mikilvæga málaflokka beint. Ragnheiður sagði jafnframt að ferðaþjónustan skilaði sífellt meiri tekjum sem séu rök fyrir því að fé renni beint úr ríkissjóði til að byggja upp og vernda þær náttúruperlur sem eru helsta aðdráttarafl sífellt fleiri ferðamanna sem hingað koma. Grímur segist fagna þessum orðum ráðherra og þeirri viðurkenningu sem í orðum hennar felst.Árni Páll Árnason.Vísir/GVA„Getuleysi ráðherra æpandi“ „Það er sorgleg afleiðing verkleysis ríkisstjórnarinnar að við séum að missa af tækifærum til að láta erlenda ferðamenn greiða kostnað af nauðsynlegri uppbyggingu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um að setja uppbyggingu ferðamannastaða á fjárlög. „Íslenskur almenningur mun nú þurfa að kosta uppbyggingu fyrir þessa nýju lykilatvinnugrein, ferðaþjónustuna, algerlega að óþörfu. Það er enginn vandi að leggja gjöld á ferðamenn í góðri sátt og getuleysi ráðherra ferðamála er æpandi,“ segir Árni Páll. Katrín Jakobsdóttir.Vísir/GVALágt gistináttagjald má hækka „Mér finnst í raun sjálfsagt að uppbygging ferðamannastaða og vernd friðlýstra svæða sé á fjárlögum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um hugmyndir stjórnvalda um að taka fjármuni til uppbyggingar ferðamannastaða af fjárlögum og leggja af hugmyndir um samræmda gjaldtöku. Hún segir ferðaþjónustuna orðna risastóran atvinnuveg sem eðlilegt sé að stjórnvöld fjárfesti í. „Ég er hins vegar enn þeirrar skoðunar að það megi styrkja þennan málaflokk enn frekar, til dæmis með hækkun gistináttagjalds, sem er lágt á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd og hefur hvergi annars staðar reynst ógerlegt í innheimtu eins og gefið hefur verið í skyn. Ég tel engan veginn að það sé fullreifað og sama má segja um aðrar leiðir,“ segir Katrín en hnykkir á því að mikilvægast sé þó að staðið verði af myndarskap að því mikilvæga verkefni að vernda náttúruna og tryggja að ferðamenn geti notið hennar án þess að hún láti á sjá. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Viðskiptaráð lýsir yfir vonbrigðum: Skattgreiðendur greiði nú uppbyggingu ferðamannastaða "Það er von Viðskiptaráðs að stjórnvöld endurskoði afstöðu sína og innleiði markaðsmiða lausn í stað beinna ríkisframlaga með tilheyrandi aukningu á almennri skattbyrði,“ segir í tilkynningu. 30. apríl 2015 16:41 Ferðamannastaðir verði settir á fjárlög Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, telur ekki að stjórnvöld taki upp samræmda gjaldtöku til uppbyggingar ferðamannastaða á næstu misserum. Ný áætlun um uppbyggingu er í smíðum. Miðað er við milljarð á ári til verkefna. 30. apríl 2015 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Hugmyndir um að uppbygging ferðamannastaða verði sett á fjárlög og því ekki fjármögnuð með sérstakri gjaldtöku stjórnvalda á næstu misserum falla í góðan jarðveg hjá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF). Grímur Sæmundsen, formaður SAF, segir að þetta útspil stjórnvalda eigi samhljóm með tillögum samtakanna í umsögn við frumvarp um náttúrupassa, en eins og kunnugt er mætti málið mikilli andstöðu hagsmunaaðila jafnt sem stjórnarþingmanna og stjórnarandstöðu. Náttúrupassinn virðist því úr sögunni. „Ef það skref verður stigið núna að ríkið fjárfestir beint í innviðum en jafnframt að fyrirtækin geti haft tekjur af þjónustu á svæðunum þá sýnist mér þetta vera stórt skref í þá átt að leysa málið í breiðri sátt. Að okkar mati er þetta útspil stórt skref fram á við,“ segir Grímur. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, viðraði þessar hugmyndir í viðtali við Fréttablaðið í gær og sagði að með nokkurri vissu þyrfti milljarð árlega á næstu árum. Með þá tölu væri unnið í fjórum ráðuneytum sem væru með nýja áætlun um uppbyggingu ferðamannastaða á teikniborðinu. Jafnframt að þá stæðu einkaaðilar og sveitarfélögin eftir fyrst heildarlausnin, náttúrupassinn, varð ekki ofan á og því yrðu allir að axla sína ábyrgð; ríkið, sveitarfélögin, einkaaðilar og ferðaþjónustan sjálf.Grímur Sæmundsen.Grímur telur engar hættur í þessu fólgnar og vísar aftur til hugmynda um að gera aðilum kleift að bjóða virðisaukandi þjónustu á grundvelli þeirra fjárfestinga sem ráðist hefur verið í á vegum ríkisins og þeirra innviða sem verða byggðir upp. Hann óttast heldur ekki að málaflokkurinn verði fjársveltur af Alþingi í samkeppni við önnur mikilvæg mál sem samfélagið þarf að sinna. Beinn fjárhagslegur ávinningur við uppbygginguna sé einfaldlega meiri en svo, og snerti ekki aðra mikilvæga málaflokka beint. Ragnheiður sagði jafnframt að ferðaþjónustan skilaði sífellt meiri tekjum sem séu rök fyrir því að fé renni beint úr ríkissjóði til að byggja upp og vernda þær náttúruperlur sem eru helsta aðdráttarafl sífellt fleiri ferðamanna sem hingað koma. Grímur segist fagna þessum orðum ráðherra og þeirri viðurkenningu sem í orðum hennar felst.Árni Páll Árnason.Vísir/GVA„Getuleysi ráðherra æpandi“ „Það er sorgleg afleiðing verkleysis ríkisstjórnarinnar að við séum að missa af tækifærum til að láta erlenda ferðamenn greiða kostnað af nauðsynlegri uppbyggingu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um að setja uppbyggingu ferðamannastaða á fjárlög. „Íslenskur almenningur mun nú þurfa að kosta uppbyggingu fyrir þessa nýju lykilatvinnugrein, ferðaþjónustuna, algerlega að óþörfu. Það er enginn vandi að leggja gjöld á ferðamenn í góðri sátt og getuleysi ráðherra ferðamála er æpandi,“ segir Árni Páll. Katrín Jakobsdóttir.Vísir/GVALágt gistináttagjald má hækka „Mér finnst í raun sjálfsagt að uppbygging ferðamannastaða og vernd friðlýstra svæða sé á fjárlögum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um hugmyndir stjórnvalda um að taka fjármuni til uppbyggingar ferðamannastaða af fjárlögum og leggja af hugmyndir um samræmda gjaldtöku. Hún segir ferðaþjónustuna orðna risastóran atvinnuveg sem eðlilegt sé að stjórnvöld fjárfesti í. „Ég er hins vegar enn þeirrar skoðunar að það megi styrkja þennan málaflokk enn frekar, til dæmis með hækkun gistináttagjalds, sem er lágt á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd og hefur hvergi annars staðar reynst ógerlegt í innheimtu eins og gefið hefur verið í skyn. Ég tel engan veginn að það sé fullreifað og sama má segja um aðrar leiðir,“ segir Katrín en hnykkir á því að mikilvægast sé þó að staðið verði af myndarskap að því mikilvæga verkefni að vernda náttúruna og tryggja að ferðamenn geti notið hennar án þess að hún láti á sjá.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Viðskiptaráð lýsir yfir vonbrigðum: Skattgreiðendur greiði nú uppbyggingu ferðamannastaða "Það er von Viðskiptaráðs að stjórnvöld endurskoði afstöðu sína og innleiði markaðsmiða lausn í stað beinna ríkisframlaga með tilheyrandi aukningu á almennri skattbyrði,“ segir í tilkynningu. 30. apríl 2015 16:41 Ferðamannastaðir verði settir á fjárlög Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, telur ekki að stjórnvöld taki upp samræmda gjaldtöku til uppbyggingar ferðamannastaða á næstu misserum. Ný áætlun um uppbyggingu er í smíðum. Miðað er við milljarð á ári til verkefna. 30. apríl 2015 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Viðskiptaráð lýsir yfir vonbrigðum: Skattgreiðendur greiði nú uppbyggingu ferðamannastaða "Það er von Viðskiptaráðs að stjórnvöld endurskoði afstöðu sína og innleiði markaðsmiða lausn í stað beinna ríkisframlaga með tilheyrandi aukningu á almennri skattbyrði,“ segir í tilkynningu. 30. apríl 2015 16:41
Ferðamannastaðir verði settir á fjárlög Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, telur ekki að stjórnvöld taki upp samræmda gjaldtöku til uppbyggingar ferðamannastaða á næstu misserum. Ný áætlun um uppbyggingu er í smíðum. Miðað er við milljarð á ári til verkefna. 30. apríl 2015 07:00