Byggjum réttlátt þjóðfélag Sóley Tómasdóttir skrifar 1. maí 2015 07:00 Ársreikningur Reykjavíkurborgar var lagður fram í vikunni. Þótt rekstrarniðurstaða samstæðunnar hafi komið ljómandi vel út var niðurstaða A-hlutans neikvæð um 2,8 milljarða króna. Niðurstaðan á sér margar og misflóknar skýringar sem ekki verða raktar hér en að sjálfsögðu verðum við að skoða færar leiðir til aukins aðhalds í framhaldinu. Þótt niðurstaðan sé ekkert sérstakt fagnaðarefni var árið 2014 gott fyrir margra hluta sakir. Hluti framúrkeyrslunnar er auðveldlega réttlætanlegur og jafnvel fagnaðarefni á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, enda hækkuðu laun borgarstarfsfólks umtalsvert á árinu. Hækkun launa og lífeyrisskuldbindinga skýra um 2 milljarða af neikvæðri rekstrarniðurstöðu borgarinnar.Bætt lífskjör Aukinn launakostnaður borgarinnar á síðasta ári var sanngjarn. Leik- og grunnskólakennarar fengu sjálfsagða launaleiðréttingu og starfsmat borgarinnar var endurskoðað með sanngirni að leiðarljósi. Í kjölfarið fengu meðal annars þroskaþjálfar, bókasafnsfræðingar og félagsráðgjafar umtalsverðar og löngu tímabærar kjarabætur. Árið 2014 hófst jafnframt vinna við tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar, styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Tveir starfsstaðir borgarinnar taka þátt í verkefninu sem leiðir vonandi til bættra lífsgæða þeirra sem taka þátt í verkefninu, minni streitu og aukins frítíma, auk þess sem það ætti að stuðla að jafnari ábyrgð karla og kvenna á heimilum og þar með jafnari tækifærum á vinnumarkaði. Fyrirsjáanlegar tilraunir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í kjölfar ársreikningsins til að styrkja mýtuna um fjármálaóreiðu vinstriflokkanna ganga auðvitað ekki upp. Reynslan hefur ítrekað sýnt að jöfnuður og samfélagsleg ábyrgð er bæði hagkvæmari og farsælli en markaðsvæðing og einstaklingshyggja. Það væri óskandi að ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks horfðist í augu við það nú þegar verkföll eru hafin og fleiri blasa við. Krafan um 300 þúsund króna lágmarkslaun og að fólk geti lifað sómasamlegu lífi af dagvinnulaunum er sanngjörn. Hún er krafa um réttlátt samfélag þar sem græðgi atvinnurekenda víkur fyrir hagsmunum heildarinnar. Að þessu sögðu óska ég verkalýðshreyfingunni velfarnaðar í samningunum fram undan og okkur öllum til hamingju með baráttudag verkalýðsins! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ársreikningur Reykjavíkurborgar var lagður fram í vikunni. Þótt rekstrarniðurstaða samstæðunnar hafi komið ljómandi vel út var niðurstaða A-hlutans neikvæð um 2,8 milljarða króna. Niðurstaðan á sér margar og misflóknar skýringar sem ekki verða raktar hér en að sjálfsögðu verðum við að skoða færar leiðir til aukins aðhalds í framhaldinu. Þótt niðurstaðan sé ekkert sérstakt fagnaðarefni var árið 2014 gott fyrir margra hluta sakir. Hluti framúrkeyrslunnar er auðveldlega réttlætanlegur og jafnvel fagnaðarefni á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, enda hækkuðu laun borgarstarfsfólks umtalsvert á árinu. Hækkun launa og lífeyrisskuldbindinga skýra um 2 milljarða af neikvæðri rekstrarniðurstöðu borgarinnar.Bætt lífskjör Aukinn launakostnaður borgarinnar á síðasta ári var sanngjarn. Leik- og grunnskólakennarar fengu sjálfsagða launaleiðréttingu og starfsmat borgarinnar var endurskoðað með sanngirni að leiðarljósi. Í kjölfarið fengu meðal annars þroskaþjálfar, bókasafnsfræðingar og félagsráðgjafar umtalsverðar og löngu tímabærar kjarabætur. Árið 2014 hófst jafnframt vinna við tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar, styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Tveir starfsstaðir borgarinnar taka þátt í verkefninu sem leiðir vonandi til bættra lífsgæða þeirra sem taka þátt í verkefninu, minni streitu og aukins frítíma, auk þess sem það ætti að stuðla að jafnari ábyrgð karla og kvenna á heimilum og þar með jafnari tækifærum á vinnumarkaði. Fyrirsjáanlegar tilraunir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í kjölfar ársreikningsins til að styrkja mýtuna um fjármálaóreiðu vinstriflokkanna ganga auðvitað ekki upp. Reynslan hefur ítrekað sýnt að jöfnuður og samfélagsleg ábyrgð er bæði hagkvæmari og farsælli en markaðsvæðing og einstaklingshyggja. Það væri óskandi að ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks horfðist í augu við það nú þegar verkföll eru hafin og fleiri blasa við. Krafan um 300 þúsund króna lágmarkslaun og að fólk geti lifað sómasamlegu lífi af dagvinnulaunum er sanngjörn. Hún er krafa um réttlátt samfélag þar sem græðgi atvinnurekenda víkur fyrir hagsmunum heildarinnar. Að þessu sögðu óska ég verkalýðshreyfingunni velfarnaðar í samningunum fram undan og okkur öllum til hamingju með baráttudag verkalýðsins!
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar