Tíska og hönnun

Stórglæsileg á rauða dreglinum

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Heiða hefur vakið mikla athygli í þáttunum Poldark.
Heiða hefur vakið mikla athygli í þáttunum Poldark. Vísir/Getty
Íslenska leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir, eða Heida Reed líkt og hún kallar sig ytra, mætti á BAFTA Craft-sjónvarpsverðlaunahátíðina sem haldin var síðastliðið sunnudagskvöld.

Heiða, sem hefur slegið í gegn í bresku sjónvarpsþáttaröðinni Poldark, bar af á rauða dreglinum, en hún var í dökkum síðkjól úr haust- og vetrarlínu breska hönnuðarins Georgia Hardinge.

Fjölmargar stjörnur hafa klæðst fatnaði frá Hardinge, meðal annars söngkonurnar Florence Welch úr Florence and the Machine, Jessie J, Jess Mills, Lady Gaga og Nicole Scherzinger. Meðal annarra stjarna á hátíðinni var Pirates of the Caribbean-leikarinn Mackenzie Crook og Britain's Got Talent-kynnirinn Anthony McPartlin.

Í þáttunum Poldark fer Heiða með hlutverk Elizabeth, sem er fyrrverandi ástkona aðalpersónunnar, hermannsins Ross Poldark, sem leikinn er af Aidan Turner.

Heiða stórglæsilegVísir/getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×