Rammi fyrir ríkisfjármál næstu fjögurra ára Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. apríl 2015 07:00 Bjarni Benediktsson. vísir/gva Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti í vikunni fyrir ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016 til 2019. Í máli ráðherra kom fram að þetta væri í fyrsta sinn sem tillaga af þessu tagi væri lögð fyrir á Alþingi og markaði því framlagningin tímamót við stjórn ríkisfjármála á Íslandi. „Með þessu nýja vinnulagi er þingræðið eflt, enda er með þessu tryggt að Alþingi komi mun fyrr að mótun þess ramma sem fjárlagagerðinni er sniðinn því að í áætluninni birtist stefnumótandi umfjöllun sem beinist að markmiðum, meginlínum og heildarstærðum í fyrstu áföngum fjárlagaferlisins,“ sagði Bjarni. Hann sagði áætlunina bera með sér að veruleg umskipti hefðu orðið í rekstri ríkissjóðs, jafnvægi hefði náðst og horfur væru á auknum afgangi á næstu árum. „Afkomubatinn hefur verið nýttur til að loka fjárlagagatinu og stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs en það er augljós forsenda fyrir raunverulegri viðspyrnu í fjármálum ríkisins. Miklu máli skiptir að styrkja áfram stöðu ríkissjóðs á næstu árum og að ríkisskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu haldi áfram að lækka.?Guðmundur Steingrímssonvísir/valliStjórnarandstöðuþingmenn fögnuðu framlagningunni, þótt þeir hefðu sitthvað efnislegt við hana að athuga. Bæði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, gerðu athugasemdir við að áætlaðar væru mjög litlar fjárfestingar. „Í mínum huga heitir það skuldasöfnun að fara ekki í nauðsynlegar fjárfestingar til að byggja upp innviði eða fara ekki í nauðsynlegt viðhald. Það safnast bara upp þörf,“ sagði Guðmundur. Steingrímur var einnig á því að það veikti áætlunina að hvergi væri sýnt að ríkið væri að tapa. „Bæði að taka á sig kostnað sem er ófjármagnaður og tapa umtalsverðum tekjum vegna skuldaniðurfellingaraðgerðar ríkisstjórnarinnar. Það eru stórar fjárhæðir,“ sagði Steingrímur. Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti í vikunni fyrir ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016 til 2019. Í máli ráðherra kom fram að þetta væri í fyrsta sinn sem tillaga af þessu tagi væri lögð fyrir á Alþingi og markaði því framlagningin tímamót við stjórn ríkisfjármála á Íslandi. „Með þessu nýja vinnulagi er þingræðið eflt, enda er með þessu tryggt að Alþingi komi mun fyrr að mótun þess ramma sem fjárlagagerðinni er sniðinn því að í áætluninni birtist stefnumótandi umfjöllun sem beinist að markmiðum, meginlínum og heildarstærðum í fyrstu áföngum fjárlagaferlisins,“ sagði Bjarni. Hann sagði áætlunina bera með sér að veruleg umskipti hefðu orðið í rekstri ríkissjóðs, jafnvægi hefði náðst og horfur væru á auknum afgangi á næstu árum. „Afkomubatinn hefur verið nýttur til að loka fjárlagagatinu og stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs en það er augljós forsenda fyrir raunverulegri viðspyrnu í fjármálum ríkisins. Miklu máli skiptir að styrkja áfram stöðu ríkissjóðs á næstu árum og að ríkisskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu haldi áfram að lækka.?Guðmundur Steingrímssonvísir/valliStjórnarandstöðuþingmenn fögnuðu framlagningunni, þótt þeir hefðu sitthvað efnislegt við hana að athuga. Bæði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, gerðu athugasemdir við að áætlaðar væru mjög litlar fjárfestingar. „Í mínum huga heitir það skuldasöfnun að fara ekki í nauðsynlegar fjárfestingar til að byggja upp innviði eða fara ekki í nauðsynlegt viðhald. Það safnast bara upp þörf,“ sagði Guðmundur. Steingrímur var einnig á því að það veikti áætlunina að hvergi væri sýnt að ríkið væri að tapa. „Bæði að taka á sig kostnað sem er ófjármagnaður og tapa umtalsverðum tekjum vegna skuldaniðurfellingaraðgerðar ríkisstjórnarinnar. Það eru stórar fjárhæðir,“ sagði Steingrímur.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira