Hverju andar þú að þér? Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 28. apríl 2015 12:00 Heilnæmt andrúmsloft er sannarlega mikilvæg auðlind og mikilvæg undirstaða góðrar heilsu og velferðar. Áhrif mengaðs andrúmslofts á heilsu koma sífellt betur í ljós og eru ákveðnir hópar taldir viðkvæmari en aðrir. Til dæmis börn og einstaklingar með astma, lungnasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma og aðra undirliggjandi sjúkdóma. Aukin loftmengun er einn af fylgifiskum þéttbýlismyndunar og því hefur Reykjavíkurborg tekið alvarlega í gegnum tíðina og mælt loftgæði utandyra reglulega síðan 1986. Frá aldamótum hafa borgarbúar getað fylgst með niðurstöðum svo að segja á rauntíma. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur sett saman viðbragðsáætlun um loftgæði sem borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi og viðbragðsteymi borgarinnar bregst við þegar þarf samkvæmt henni. Í því felst meðal annars að senda út tilkynningar ef loftgæði eru líkleg til að fara yfir heilsuverndarmörk og ákveða til hvaða mótvægisaðgerða er gripið hverju sinni. Á nýafstöðnu málþingi Reykjavíkurborgar um loftgæði kom fram að við búum það vel að loftgæði í Reykjavík eru almennt góð miðað við þau heilsuverndarmörk sem sett eru, en þau efni sem líklegust eru til að fara yfir mörkin eru köfnunarefnisdíoxíð (NO2) og svifryk (PM10). Við erum þó meðvituð um að í raun er lítið vitað um áhrif loftmengunar á heilsu en gerðar eru stöðugt fleiri rannsóknir sem munu eflaust hafa áhrif á heilsuverndarmörk í framtíðinni og ef til vill einnig hvaða efni við mælum. Sem dæmi má nefna að losun brennisteinsvetnis (H2S) hefur margfaldast með fjölgun virkjana og þrátt fyrir að styrkur þess sé undir núverandi heilsuverndarmörkum þá vantar rannsóknir á langtímaáhrifum brennisteinsvetnis í lágum styrk á heilsu fólks. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með rannsóknum og breyta viðmiðum og viðbragðsáætlunum eftir því sem besta þekking segir til um hverju sinni. Borgarstjórn er einnig meðvituð um að margt af okkar verkum hefur áhrif á loftgæði og þar með lýðheilsu. Þar má nefna skipulag borgarinnar, gatnahreinsun og hálkuvörn, trjágróður og umferðarstýringu. Sumt getum við ekki haft áhrif á eins og við vorum rækilega minnt á meðan við fylgdumst grannt með brennisteinsdíoxíðsmengun (SO2) frá eldgosinu í Holuhrauni sem eins og allir vita hafði mikil áhrif á loftgæði á landinu. Með því að velja vistvænan samgöngumáta, keyra hægar, sleppa nagladekkjunum eða hlúa að gróðri í kringum okkur getum við hins vegar öll lagt okkar af mörkum til þess að bæta loftgæði okkar. Allt bætir það loftgæði okkar og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Heilnæmt andrúmsloft er sannarlega mikilvæg auðlind og mikilvæg undirstaða góðrar heilsu og velferðar. Áhrif mengaðs andrúmslofts á heilsu koma sífellt betur í ljós og eru ákveðnir hópar taldir viðkvæmari en aðrir. Til dæmis börn og einstaklingar með astma, lungnasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma og aðra undirliggjandi sjúkdóma. Aukin loftmengun er einn af fylgifiskum þéttbýlismyndunar og því hefur Reykjavíkurborg tekið alvarlega í gegnum tíðina og mælt loftgæði utandyra reglulega síðan 1986. Frá aldamótum hafa borgarbúar getað fylgst með niðurstöðum svo að segja á rauntíma. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur sett saman viðbragðsáætlun um loftgæði sem borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi og viðbragðsteymi borgarinnar bregst við þegar þarf samkvæmt henni. Í því felst meðal annars að senda út tilkynningar ef loftgæði eru líkleg til að fara yfir heilsuverndarmörk og ákveða til hvaða mótvægisaðgerða er gripið hverju sinni. Á nýafstöðnu málþingi Reykjavíkurborgar um loftgæði kom fram að við búum það vel að loftgæði í Reykjavík eru almennt góð miðað við þau heilsuverndarmörk sem sett eru, en þau efni sem líklegust eru til að fara yfir mörkin eru köfnunarefnisdíoxíð (NO2) og svifryk (PM10). Við erum þó meðvituð um að í raun er lítið vitað um áhrif loftmengunar á heilsu en gerðar eru stöðugt fleiri rannsóknir sem munu eflaust hafa áhrif á heilsuverndarmörk í framtíðinni og ef til vill einnig hvaða efni við mælum. Sem dæmi má nefna að losun brennisteinsvetnis (H2S) hefur margfaldast með fjölgun virkjana og þrátt fyrir að styrkur þess sé undir núverandi heilsuverndarmörkum þá vantar rannsóknir á langtímaáhrifum brennisteinsvetnis í lágum styrk á heilsu fólks. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með rannsóknum og breyta viðmiðum og viðbragðsáætlunum eftir því sem besta þekking segir til um hverju sinni. Borgarstjórn er einnig meðvituð um að margt af okkar verkum hefur áhrif á loftgæði og þar með lýðheilsu. Þar má nefna skipulag borgarinnar, gatnahreinsun og hálkuvörn, trjágróður og umferðarstýringu. Sumt getum við ekki haft áhrif á eins og við vorum rækilega minnt á meðan við fylgdumst grannt með brennisteinsdíoxíðsmengun (SO2) frá eldgosinu í Holuhrauni sem eins og allir vita hafði mikil áhrif á loftgæði á landinu. Með því að velja vistvænan samgöngumáta, keyra hægar, sleppa nagladekkjunum eða hlúa að gróðri í kringum okkur getum við hins vegar öll lagt okkar af mörkum til þess að bæta loftgæði okkar. Allt bætir það loftgæði okkar og líðan.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun