Leyfum þjóðinni að ákveða hvort ljúka eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið guðbjartur hannesson skrifar 28. apríl 2015 12:00 Til umræðu er á Alþingi tillaga stjórnarandstöðunnar um að leyfa þjóðinni að ráða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort eigi að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið eður ei. Þetta mál snýst um loforð og efndir stjórnarflokkanna. Þetta snýst um virðingu stjórnmálanna og kennir okkur að ekki á að kollvarpa öllu og henda góðum hugmyndum þegar skipt er um ríkisstjórn. Þetta snýst um skilning á mikilvægi ítarlegrar og vandaðrar umræðu þar sem allir stjórnmálaflokkar og þingmenn taka þátt, sem og þjóðin öll. Hverjir eru kostir og gallar aðildarumsóknar og hugsanlegrar inngöngu í Evrópusambandið? Hvaða svör væri hægt að fá við viðfangsefnum samtímans með þéttara samstarfi við Evrópulöndin? Ljóst er að afstaða ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu, varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og markmið ríkisstjórnarinnar til þjóðarsáttar er í hrópandi andstöðu við eigin stefnuyfirlýsingu. Ríkisstjórnin boðaði að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn sundurlyndi og tortryggni, en fer síðan fram með fullkomnu virðingarleysi við þjóðina og Alþingi. Stjórnarflokkarnir sviku skýr loforð í síðustu kosningum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna en fá nú tækifæri til að leiðrétta þau svik. Ríkisstjórnin efnir til ófriðar um málið, hunsar 55.000 undirskriftir, svíkur loforð um vandaða umfjöllun, sendir óskiljanleg bréf, veitir óskýr svör og beitir hroka og orðhengilshætti í umræðunni. Engin svör fást. Hver er framtíðarsýnin fyrir Ísland? Hver er atvinnu- og menntastefna ríkisins? Hvaða áhrif hefði aðild að Evrópusambandinu á viðfangsefni samtímans? Hvernig hyggst ríkisstjórnin bregðast við brotthvarfi fyrirtækja af landinu? Hvernig hyggst ríkisstjórnin bregðast við upplýsingum um flutninga fólks af landinu? Myndi aðild einfalda svörin varðandi t.d. gjaldmiðilsmál og minnka áhættuna og erfiðleika við að afnema gjaldeyrishöftin? Verða hér áfram kollsteypur með gengisfellingum á tíu ára fresti? Mun verða auðveldara að leysa húsnæðismálin? Fáum við lægri vexti og óverðtryggð lán? Eru gengismálin og sífelld óvissa í verðlagsmálum og hátt verðlag ástæða þess að vinnumarkaðurinn logar í kjaradeilum? Er samanburðurinn við hærri laun og betri starfskjör t.d. á Norðurlöndunum ástæða kjaradeilnanna? Verðlag er hér hátt og við drögumst aftur úr í velferðarmálum. Hvernig lögum við það? Hér sjáum við íslenskt samfélag endurreist með aukinni misskiptingu og óréttlæti, þar sem sérhagsmunagæslan hefur forgang umfram almannahagsmuni og engin stefna um starfskjör eða framfærslutryggingu. Kannski er lausnin að binda okkur í samband Evrópuríkja, með strangari reglum og skuldbindingum og vinna þannig að skýrara regluverki og gegn spillingu. Kannski eru aðrar leiðir, en verðum við ekki að ræða málin og leiða til lykta samningaviðræður og sjá hverju hægt er að ná fram í samningum við Evrópusambandið? Er það ekki tilraunarinnar virði ef slíkir samningar leiða í ljós að aðild gæti verið leið til að leysa til langframa mörg af okkar brýnustu samtímaverkefnum? Virðum vilja þjóðarinnar um hvort ljúka eigi viðræðum við ESB eður ei. Munum þó ávallt að aðild að Evrópusambandi verður aldrei ákveðin nema af meirihluta þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum samningaviðræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðbjartur Hannesson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Til umræðu er á Alþingi tillaga stjórnarandstöðunnar um að leyfa þjóðinni að ráða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort eigi að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið eður ei. Þetta mál snýst um loforð og efndir stjórnarflokkanna. Þetta snýst um virðingu stjórnmálanna og kennir okkur að ekki á að kollvarpa öllu og henda góðum hugmyndum þegar skipt er um ríkisstjórn. Þetta snýst um skilning á mikilvægi ítarlegrar og vandaðrar umræðu þar sem allir stjórnmálaflokkar og þingmenn taka þátt, sem og þjóðin öll. Hverjir eru kostir og gallar aðildarumsóknar og hugsanlegrar inngöngu í Evrópusambandið? Hvaða svör væri hægt að fá við viðfangsefnum samtímans með þéttara samstarfi við Evrópulöndin? Ljóst er að afstaða ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu, varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og markmið ríkisstjórnarinnar til þjóðarsáttar er í hrópandi andstöðu við eigin stefnuyfirlýsingu. Ríkisstjórnin boðaði að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn sundurlyndi og tortryggni, en fer síðan fram með fullkomnu virðingarleysi við þjóðina og Alþingi. Stjórnarflokkarnir sviku skýr loforð í síðustu kosningum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna en fá nú tækifæri til að leiðrétta þau svik. Ríkisstjórnin efnir til ófriðar um málið, hunsar 55.000 undirskriftir, svíkur loforð um vandaða umfjöllun, sendir óskiljanleg bréf, veitir óskýr svör og beitir hroka og orðhengilshætti í umræðunni. Engin svör fást. Hver er framtíðarsýnin fyrir Ísland? Hver er atvinnu- og menntastefna ríkisins? Hvaða áhrif hefði aðild að Evrópusambandinu á viðfangsefni samtímans? Hvernig hyggst ríkisstjórnin bregðast við brotthvarfi fyrirtækja af landinu? Hvernig hyggst ríkisstjórnin bregðast við upplýsingum um flutninga fólks af landinu? Myndi aðild einfalda svörin varðandi t.d. gjaldmiðilsmál og minnka áhættuna og erfiðleika við að afnema gjaldeyrishöftin? Verða hér áfram kollsteypur með gengisfellingum á tíu ára fresti? Mun verða auðveldara að leysa húsnæðismálin? Fáum við lægri vexti og óverðtryggð lán? Eru gengismálin og sífelld óvissa í verðlagsmálum og hátt verðlag ástæða þess að vinnumarkaðurinn logar í kjaradeilum? Er samanburðurinn við hærri laun og betri starfskjör t.d. á Norðurlöndunum ástæða kjaradeilnanna? Verðlag er hér hátt og við drögumst aftur úr í velferðarmálum. Hvernig lögum við það? Hér sjáum við íslenskt samfélag endurreist með aukinni misskiptingu og óréttlæti, þar sem sérhagsmunagæslan hefur forgang umfram almannahagsmuni og engin stefna um starfskjör eða framfærslutryggingu. Kannski er lausnin að binda okkur í samband Evrópuríkja, með strangari reglum og skuldbindingum og vinna þannig að skýrara regluverki og gegn spillingu. Kannski eru aðrar leiðir, en verðum við ekki að ræða málin og leiða til lykta samningaviðræður og sjá hverju hægt er að ná fram í samningum við Evrópusambandið? Er það ekki tilraunarinnar virði ef slíkir samningar leiða í ljós að aðild gæti verið leið til að leysa til langframa mörg af okkar brýnustu samtímaverkefnum? Virðum vilja þjóðarinnar um hvort ljúka eigi viðræðum við ESB eður ei. Munum þó ávallt að aðild að Evrópusambandi verður aldrei ákveðin nema af meirihluta þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum samningaviðræðum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun