Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 27. apríl 2015 07:00 Hjörtur Smárason „Þetta hefur verið áhugaverður dagur, og sönnun þess hve mikils samfélagsmiðlarnir eru megnugir. Um leið og ég steig fram úr rúminu titraði síminn. Áríðandi fréttir CNN, jarðskjálfti upp á 7,5 stig í Nepal. Nepal. Hjartað missti úr slag um stund. Sonur minn er í Nepal í gönguferð með vinum sínum.“ Svona hefst frásögn Hjartar Smárasonar föður Antoníusar Smára, tvítugs göngugarps sem blessunarlega er heill á húfi í Pokhar í Nepal. Hjörtur notaði samfélagsmiðla og leitarvélar til að finna son sinn og lýsti reynslu sinni af leitinni á Facebook. Hér á eftir er gerð grein fyrir leit Hjartar og Ingu Rósar eiginkonu hans að Antoníusi. Eftir að hafa leitað frekari frétta á CNN án árangurs fór Hjörtur á vefsíðu USGS (vefsíðu sem bandarísk stjórnvöld halda úti með nákvæmum upplýsingum um jarðskjálfta víða um heim) til að fá nákvæmari upplýsingar um upptök skjálftans. Hann tók niður hnitin og færði inn í Google kort til að fá nákvæmar staðsetningar og skoðaði síðustu vefpósta frá syni sínum með ferðaáætlunum hans og bar saman við þær. Niðurstöðurnar vöktu með honum ugg. Sonur hans og göngufélagar áttu að vera í Ghandruk, sem er aðeins 80 kílómetrum frá upptökum skjálftans. Næst fór Hjörtur á Twitter til að leita frétta. Þær komu smám saman, flestar frá Katmandú, sem er í svipaðri fjarlægð frá upptökum skjálftans og Ghandruk. Nema í hina áttina. Hjörtur leitaði frétta með því að nota kassamerkin, #nepal eða #nepalquake. Til að fá nákvæmari upplýsingar notaði hann einnig kassamerkin #pokhara og #ghandruk. Í margar klukkustundir var ekki eitt einasta tíst frá #ghandruk og mjög lítið frá #pokhara nema nokkrar myndir af hrundum húsum. Það lofaði ekki góðu. Hjörtur hélt í vonina því að jarðskjálftinn varð um hádegisbil í Ghandruk, og samkvæmt ferðaáætluninni hefði sonur hans átt að vera úti á göngu, öruggasti staðurinn að vera á þegar jarðskjálfti ríður yfir er á víðavangi. Hann vissi að það væri líklega ekkert farsímasamband og jafnvel ekkert rafmagn. Nokkuð sem kom í ljós síðar að var rétt. Hann hafði samband við utanríkisráðuneytið sem ræsti sendiráðið í Delhi og reyndi að komast í samband við konsúlinn í Katmandú. Hann fann nokkrar áreiðanlegar heimildir um staðsetningu í Katmandú og stillti af Twitter-reikning sinn þannig að hann fékk tilkynningu í hvert skipti sem einhver setti inn færslu með kassamerkjum sem hann vaktaði. Dagurinn leið og fréttirnar sem gögnuðust honum fékk hann frá Twitter og samfélagsmiðlum frekar en fjölmiðlum. „Konan mín setti inn athugasemd við mynd af syni mínum með þremur göngufélögum hans sem var tekin í upphafi ferðarinnar og setti á Facebook. Þar bað hún þá um að setja inn athugasemd ef þeir kæmust í netsamband. Það varð raunin. Um leið og gönguteymið komast á hótelið í Pokhara, komst ein stúlkan á netið, fékk tilkynninguna og setti athugasemd við myndina. Innan tíu mínútna hafði vitneskjan borist til allrar fjölskyldunnar og fjölskyldu vina hans, utanríkisráðuneytisins og íslensku fjölmiðlanna. Þetta er máttur samfélagsmiðlanna,“ sagði Hjörtur. Enginn úr teyminu meiddist. Einhverjir leiðsögumanna þeirra misstu heimili sín en enginn þeirra var meiddur. Hjörtur segir miklu máli hafa skipt að hafa ferðaáætlun sonar síns undir höndum. „Jafnvel þótt við séum meira spennt en áhyggjufull yfir ferðalagi sonar okkar, þá báðum við hann um að senda okkur ferðaáætlun sína og síma og netföng foreldra vina hans. Bara ef eitthvað skyldi koma upp á og við þyrftum að ná í hann. Þetta, ásamt Twitter, Google-kortum og Facebook hjálpaði mjög mikið í dag.“ Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00 Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Neyðarástand ríkir í Nepal og alþjóðleg björgunarteymi streyma til landsins, Gísli Rafn Ólafsson er á leið á vettvang. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
„Þetta hefur verið áhugaverður dagur, og sönnun þess hve mikils samfélagsmiðlarnir eru megnugir. Um leið og ég steig fram úr rúminu titraði síminn. Áríðandi fréttir CNN, jarðskjálfti upp á 7,5 stig í Nepal. Nepal. Hjartað missti úr slag um stund. Sonur minn er í Nepal í gönguferð með vinum sínum.“ Svona hefst frásögn Hjartar Smárasonar föður Antoníusar Smára, tvítugs göngugarps sem blessunarlega er heill á húfi í Pokhar í Nepal. Hjörtur notaði samfélagsmiðla og leitarvélar til að finna son sinn og lýsti reynslu sinni af leitinni á Facebook. Hér á eftir er gerð grein fyrir leit Hjartar og Ingu Rósar eiginkonu hans að Antoníusi. Eftir að hafa leitað frekari frétta á CNN án árangurs fór Hjörtur á vefsíðu USGS (vefsíðu sem bandarísk stjórnvöld halda úti með nákvæmum upplýsingum um jarðskjálfta víða um heim) til að fá nákvæmari upplýsingar um upptök skjálftans. Hann tók niður hnitin og færði inn í Google kort til að fá nákvæmar staðsetningar og skoðaði síðustu vefpósta frá syni sínum með ferðaáætlunum hans og bar saman við þær. Niðurstöðurnar vöktu með honum ugg. Sonur hans og göngufélagar áttu að vera í Ghandruk, sem er aðeins 80 kílómetrum frá upptökum skjálftans. Næst fór Hjörtur á Twitter til að leita frétta. Þær komu smám saman, flestar frá Katmandú, sem er í svipaðri fjarlægð frá upptökum skjálftans og Ghandruk. Nema í hina áttina. Hjörtur leitaði frétta með því að nota kassamerkin, #nepal eða #nepalquake. Til að fá nákvæmari upplýsingar notaði hann einnig kassamerkin #pokhara og #ghandruk. Í margar klukkustundir var ekki eitt einasta tíst frá #ghandruk og mjög lítið frá #pokhara nema nokkrar myndir af hrundum húsum. Það lofaði ekki góðu. Hjörtur hélt í vonina því að jarðskjálftinn varð um hádegisbil í Ghandruk, og samkvæmt ferðaáætluninni hefði sonur hans átt að vera úti á göngu, öruggasti staðurinn að vera á þegar jarðskjálfti ríður yfir er á víðavangi. Hann vissi að það væri líklega ekkert farsímasamband og jafnvel ekkert rafmagn. Nokkuð sem kom í ljós síðar að var rétt. Hann hafði samband við utanríkisráðuneytið sem ræsti sendiráðið í Delhi og reyndi að komast í samband við konsúlinn í Katmandú. Hann fann nokkrar áreiðanlegar heimildir um staðsetningu í Katmandú og stillti af Twitter-reikning sinn þannig að hann fékk tilkynningu í hvert skipti sem einhver setti inn færslu með kassamerkjum sem hann vaktaði. Dagurinn leið og fréttirnar sem gögnuðust honum fékk hann frá Twitter og samfélagsmiðlum frekar en fjölmiðlum. „Konan mín setti inn athugasemd við mynd af syni mínum með þremur göngufélögum hans sem var tekin í upphafi ferðarinnar og setti á Facebook. Þar bað hún þá um að setja inn athugasemd ef þeir kæmust í netsamband. Það varð raunin. Um leið og gönguteymið komast á hótelið í Pokhara, komst ein stúlkan á netið, fékk tilkynninguna og setti athugasemd við myndina. Innan tíu mínútna hafði vitneskjan borist til allrar fjölskyldunnar og fjölskyldu vina hans, utanríkisráðuneytisins og íslensku fjölmiðlanna. Þetta er máttur samfélagsmiðlanna,“ sagði Hjörtur. Enginn úr teyminu meiddist. Einhverjir leiðsögumanna þeirra misstu heimili sín en enginn þeirra var meiddur. Hjörtur segir miklu máli hafa skipt að hafa ferðaáætlun sonar síns undir höndum. „Jafnvel þótt við séum meira spennt en áhyggjufull yfir ferðalagi sonar okkar, þá báðum við hann um að senda okkur ferðaáætlun sína og síma og netföng foreldra vina hans. Bara ef eitthvað skyldi koma upp á og við þyrftum að ná í hann. Þetta, ásamt Twitter, Google-kortum og Facebook hjálpaði mjög mikið í dag.“
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00 Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Neyðarástand ríkir í Nepal og alþjóðleg björgunarteymi streyma til landsins, Gísli Rafn Ólafsson er á leið á vettvang. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00
Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Neyðarástand ríkir í Nepal og alþjóðleg björgunarteymi streyma til landsins, Gísli Rafn Ólafsson er á leið á vettvang. 27. apríl 2015 07:00