Allir fyrir einn og einn fyrir alla Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. apríl 2015 07:00 Heldur fjölgar við samningaborðið hjá Magnúsi Péturssyni ríkissáttasemjara, sem hér gengur til fundar, þegar Flóabandalagið bætist í hópinn. Fréttablaðið/Pjetur Flóabandalagið stefnir á að leggja fram árdegis í dag bréf um að kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins verði vísað til Ríkissáttasemjara. Til stóð að samþykkja þetta á fundi samninganefndar félaganna sem að bandalaginu standa í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum blaðsins stóð einnig til hjá Samtökum atvinnulífsins (SA) að vísa deilunni til ríkissáttasemjara, en fundur sem haldinn var í deilunni í gærmorgun var árangurslaus. Félagsmenn stéttarfélagana sem að Flóanum standa; Eflingar stéttarfélags, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélagsins Hlífar, eru milli 17 og 18 þúsund talsins.Sigurður Bessason, formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins, segir eitt skref tekið í einu og því ekki farið að huga að mögulegum verkfallsaðgerðum. „En ef ekki kemst fljótlega skriður á mál þá förum við að skoða okkar stöðu. Það er ekki langur tími til stefnu.“ Þá er í tilkynningu sem Efling sendi frá sér í gær ákvörðun stjórnar HB Granda um 33 prósenta hækkun stjórnarlauna og ákvörðun um greiðslu 2,7 milljarða króna arðs úr fyrirtækinu sögð hafa sett alla framvindu kjaraviðræðna í uppnám. „Þetta er náttúrlega algjörlega siðlaust,“ segir Sigurður, en Efling krefst þess að HB Grandi afturkalli ákvarðanir sínar.Kristján GuðmundssonKristján Guðmundsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, tekur í sama streng. „Þetta setti allt á hvolf, herðir fólk og þjappar því saman um þær kröfur sem fram hafa verið settar. Þetta var þeirra versta mögulega útspil í stöðunni og tryggir okkur fullkomna samstöðu.“ Varðandi spurninguna um hvort staða sjávarútvegsins gefi tilefni til að sá geiri semji á öðrum nótum en lagt er upp með hjá SA, vísar Kristján til þess að áður fyrr hafi kjarasamningar afmarkast af getu sjávarútvegsins. „Þegar illa gekk í fiskinum þá hélt hann öðrum greinum niðri. En núna er peningur í hverjum sporði og lítur vel út með næsta ár. Og auðvitað ætlumst við þá til þess að þau í fiskinum stígi fram og geri vel við sitt fólk.“ Kristján segir ljóst að ekki verði samið um neina frostpinna. „Við reiknum alveg með því að gengið verði að þeim greinum sem eru aflögufærar, en það þýðir ekki að við ætlum að skilja eftir þá hópa sem hvað lakast standa á vinnumarkaði. Þau verða ekki skilin eftir ofan í skítnum.“ Inntakið í kröfugerð félaganna segir hann hafa verið annað. „Í því eru allir fyrir einn og einn fyrir alla.“Þorsteinn VíglundssonFréttablaðið/gvaSA semja ekki um stjórnarlaun fyrirtækja „Við ákveðum hvorki né semjum um stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, í samtali við fréttastofu. Ákvörðun HB Granda um hækkun stjórnarlauna og greiðslu arðs hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður og er harðlega gagnrýnd af fulltrúum verkalýðsfélaga. Þorsteinn segist hins vegar ekki þekkja forsendurnar að baki ákvörðunum fyrirtækisins. „Rétt er þó að benda á að stjórnarlaun í HB Granda eru meðal þeirra lægstu sem þekkjast innan Kauphallarinnar,“ segir hann, en bætir um leið við að SA hafi hvatt stjórnendur til þess að ganga á undan með góðu fordæmi til að stuðla að hóflegum launahækkunum. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Deila Flóans og SA til ríkissáttasemjara Verkalýðsfélög Flóans ætlast til þess að sjávarútvegurinn geri vel við sitt fólk en aðrir verði ekki „skildir eftir ofan í skítnum“. Deilan komin til ríkissáttasemjara. 17. apríl 2015 07:00 Telja ákvörðun HB Granda blauta tuska framan í starfsmenn fyrirtækisins Stjórn Eflingar hefur sent frá sér ályktun eftir að í ljós kom að HB Grandi ákvað að hækka laun stjórnarmanna um 33 prósent. 16. apríl 2015 14:13 Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða Verkfall dýralækna getur stórskaðað kjúklinga- og svínaframleiðslu. Stórvandamál á nokkrum dögum, segir formaður Bændasamtakanna. Verður að huga að velferð dýranna, segir framleiðandi. Enginn kjötinnflutningur. 17. apríl 2015 08:00 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Flóabandalagið stefnir á að leggja fram árdegis í dag bréf um að kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins verði vísað til Ríkissáttasemjara. Til stóð að samþykkja þetta á fundi samninganefndar félaganna sem að bandalaginu standa í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum blaðsins stóð einnig til hjá Samtökum atvinnulífsins (SA) að vísa deilunni til ríkissáttasemjara, en fundur sem haldinn var í deilunni í gærmorgun var árangurslaus. Félagsmenn stéttarfélagana sem að Flóanum standa; Eflingar stéttarfélags, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélagsins Hlífar, eru milli 17 og 18 þúsund talsins.Sigurður Bessason, formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins, segir eitt skref tekið í einu og því ekki farið að huga að mögulegum verkfallsaðgerðum. „En ef ekki kemst fljótlega skriður á mál þá förum við að skoða okkar stöðu. Það er ekki langur tími til stefnu.“ Þá er í tilkynningu sem Efling sendi frá sér í gær ákvörðun stjórnar HB Granda um 33 prósenta hækkun stjórnarlauna og ákvörðun um greiðslu 2,7 milljarða króna arðs úr fyrirtækinu sögð hafa sett alla framvindu kjaraviðræðna í uppnám. „Þetta er náttúrlega algjörlega siðlaust,“ segir Sigurður, en Efling krefst þess að HB Grandi afturkalli ákvarðanir sínar.Kristján GuðmundssonKristján Guðmundsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, tekur í sama streng. „Þetta setti allt á hvolf, herðir fólk og þjappar því saman um þær kröfur sem fram hafa verið settar. Þetta var þeirra versta mögulega útspil í stöðunni og tryggir okkur fullkomna samstöðu.“ Varðandi spurninguna um hvort staða sjávarútvegsins gefi tilefni til að sá geiri semji á öðrum nótum en lagt er upp með hjá SA, vísar Kristján til þess að áður fyrr hafi kjarasamningar afmarkast af getu sjávarútvegsins. „Þegar illa gekk í fiskinum þá hélt hann öðrum greinum niðri. En núna er peningur í hverjum sporði og lítur vel út með næsta ár. Og auðvitað ætlumst við þá til þess að þau í fiskinum stígi fram og geri vel við sitt fólk.“ Kristján segir ljóst að ekki verði samið um neina frostpinna. „Við reiknum alveg með því að gengið verði að þeim greinum sem eru aflögufærar, en það þýðir ekki að við ætlum að skilja eftir þá hópa sem hvað lakast standa á vinnumarkaði. Þau verða ekki skilin eftir ofan í skítnum.“ Inntakið í kröfugerð félaganna segir hann hafa verið annað. „Í því eru allir fyrir einn og einn fyrir alla.“Þorsteinn VíglundssonFréttablaðið/gvaSA semja ekki um stjórnarlaun fyrirtækja „Við ákveðum hvorki né semjum um stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, í samtali við fréttastofu. Ákvörðun HB Granda um hækkun stjórnarlauna og greiðslu arðs hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður og er harðlega gagnrýnd af fulltrúum verkalýðsfélaga. Þorsteinn segist hins vegar ekki þekkja forsendurnar að baki ákvörðunum fyrirtækisins. „Rétt er þó að benda á að stjórnarlaun í HB Granda eru meðal þeirra lægstu sem þekkjast innan Kauphallarinnar,“ segir hann, en bætir um leið við að SA hafi hvatt stjórnendur til þess að ganga á undan með góðu fordæmi til að stuðla að hóflegum launahækkunum.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Deila Flóans og SA til ríkissáttasemjara Verkalýðsfélög Flóans ætlast til þess að sjávarútvegurinn geri vel við sitt fólk en aðrir verði ekki „skildir eftir ofan í skítnum“. Deilan komin til ríkissáttasemjara. 17. apríl 2015 07:00 Telja ákvörðun HB Granda blauta tuska framan í starfsmenn fyrirtækisins Stjórn Eflingar hefur sent frá sér ályktun eftir að í ljós kom að HB Grandi ákvað að hækka laun stjórnarmanna um 33 prósent. 16. apríl 2015 14:13 Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða Verkfall dýralækna getur stórskaðað kjúklinga- og svínaframleiðslu. Stórvandamál á nokkrum dögum, segir formaður Bændasamtakanna. Verður að huga að velferð dýranna, segir framleiðandi. Enginn kjötinnflutningur. 17. apríl 2015 08:00 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Deila Flóans og SA til ríkissáttasemjara Verkalýðsfélög Flóans ætlast til þess að sjávarútvegurinn geri vel við sitt fólk en aðrir verði ekki „skildir eftir ofan í skítnum“. Deilan komin til ríkissáttasemjara. 17. apríl 2015 07:00
Telja ákvörðun HB Granda blauta tuska framan í starfsmenn fyrirtækisins Stjórn Eflingar hefur sent frá sér ályktun eftir að í ljós kom að HB Grandi ákvað að hækka laun stjórnarmanna um 33 prósent. 16. apríl 2015 14:13
Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða Verkfall dýralækna getur stórskaðað kjúklinga- og svínaframleiðslu. Stórvandamál á nokkrum dögum, segir formaður Bændasamtakanna. Verður að huga að velferð dýranna, segir framleiðandi. Enginn kjötinnflutningur. 17. apríl 2015 08:00