Uppbygging Þingvalla á langt í land 13. apríl 2015 08:00 Ólafur Örn Haraldsson Uppbygging á Þingvöllum til að mæta auknum ferðamannastraumi á langt í land, að mati þjóðgarðsvarðar. Helstu perlur innan þjóðgarðsins eru undir gríðarlegu álagi. Eins og Fréttablaðið fjallaði um á laugardaginn telur Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður að starfsmenn þjóðgarðsins hafi aldrei verið eins vel undirbúnir fyrir komur ferðamanna en að langt sé í land til að gera svæðið bært fyrir þann ferðamannastraum sem búist er við í sumar. Spurður hvert mat hans sé á þeirri uppbyggingu sem blasir við að er nauðsynleg á Þingvöllum til að bregðast við auknum ferðamannastraumi segir Ólafur að mikið verk sé óunnið. „Ég myndi segja að við séum á fyrri hluta alls þess sem þarf að gera. Ég vil ekki segja að við séum rétt að byrja en það er mjög margt ógert,“ svarar Ólafur. Hann bætir við þeirri pælingu hversu langt eigi að ganga við að setja upp mannvirki á Þingvöllum. Gæta verði að ásýnd landsins á þessum heilagasta stað þjóðarinnar. Ef endalaust verða settir upp pallar og tröppur þá tapist upprunaleg ásýnd landsins, og því þurfi að finna hinn gullna meðalveg.Viðkvæmt vor Ólafur hefur sérstakar áhyggjur af því að þjóðgarðurinn fari illa næstu vikurnar vegna þess að allt er svaðblautt og landið illa búið undir mikla umferð. En þegar eru skemmdir orðnar varanlegar. „Það sem er ömurlegast að horfa upp á er mosinn, til dæmis við Flosagjá. Þar hefur fólk gengið með gjánum til að horfa ofan í tært vatnið og þar hafa orðið mikil landspjöll. Þetta grær ekki fljótt og vel heldur eru skemmdirnar óbætanlegar til áratuga. Núna er þetta flag eitt,“ segir Ólafur. „Við erum að reyna að verja þetta og því verður að koma upp aðstöðu til að takmarka umferðina, þótt sumir fari alltaf fram hjá slíkum merkingum, því miður.“Löngu sprungið Í óbirtri greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands um áhrif ferðamennsku á náttúrufar þjóðgarðsins á Þingvöllum, sem var gerð að ósk þjóðgarðsvarðar, bergmála áhyggjur af stöðunni í dag. Ljóst sé að álag innan þjóðgarðsins er orðið það mikið að líta þarf til skipulags, aðbúnaðar og innviða þjóðgarðsins til að ekki verði skaði á náttúrufari, eins og segir í úttektinni. Þar segir að ekki fari fram hjá neinum sem heimsækir þjóðgarðinn í lok sumars hversu mikið álag er af völdum ferðamanna. „Til að draga úr álagi á náttúrufar er mikilvægt að stýra ferðamönnum eins og hægt er um þjóðgarðinn meðan á heimsókn þeirra stendur og leita leiða til að dreifa umferð og þar með álagi innan garðsins.“ Fræðsla og upplýsingar um náttúrufar og menningarminjar þjóðgarðsins er mikilvægur þáttur í þessu, er ein niðurstaða höfunda. Sérfræðingar NÍ segja ljóst að gróðri hefur hnignað á þeim svæðum þar sem flestir ferðamenn fara um og álagið er mest. Eins að þær einföldu aðgerðir sem starfsmenn þjóðgarðsins hafa framkvæmt, t.d. bannskilti og kaðlar, hafi gert sitt gagn en duga ekki í öllum tilfellum og sérstaklega ekki þar sem umferð er mikil. „Setja þarf fram skýra stefnu um heimsóknir stærri ferðamannahópa og upplýsa ferðaskrifstofur um hana. Enn fremur þarf að afmarka athafnasvæði ferðamannsins um svæðin til að vernda gróður.“ Það er mat sérfræðinga NÍ að nauðsynlegt sé að meta ástand og þróun náttúrufars innan þjóðgarðsins í tengslum við ágang vegna ferðamennsku og annarra áhrifaþátta. Fylgjast þurfi vel með þeim svæðum þar sem umferð ferðamanna er að aukast „og hiklaust á að loka viðkvæmum stöðum þar til gerðar hafa verið ráðstafanir til að vernda svæðið fyrir frekari ágangi.“Útsýni yfir langferðabíla Þegar fyrir lá tilnefning Þingvalla til heimsminjaskrár Sameinuðu þjóðanna 2004 var hafist handa við að móta stefnu þjóðgarðsins þar sem tekið var á meginatriðum verndar og stjórnunar. Stefnan var samþykkt 2004 og hefur síðan þá verið kjölfesta stjórnunar á Þingvöllum. Í ljósi breyttra forsenda samþykkti Þingvallanefnd að endurskoða stefnumörkunina og vinnan, sem staðið hefur í vetur, er langt komin. Í verkefnalýsingu við endurskoðunina er sérstökum áhyggjum lýst af þinghelginni, enda sá hluti þjóðgarðsins sem flestir gestir fara um og skoða. „Þar er þungamiðja sögunnar, mikilvæg kennileiti og miklar fornminjar. Að sama skapi er þinghelgin einnig sá staður sem hefur orðið fyrir einna mestu álagi vegna fjölgunar ferðamanna. Meðal viðfangsefna við endurskoðunina er að skerpa á stefnu um það hvers konar upplifun þinghelgin á að bjóða, jafnframt vernd menningar og náttúruminja,“ segir í verkefnalýsingunni og nefnt að í dag eru langferðabílar einna mest áberandi, ekki síst þegar horft er yfir þinghelgina af Hakinu, en bílum er gjarnan lagt á bílastæði neðan Almannagjár, við Flosagjá og víðar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Uppbygging á Þingvöllum til að mæta auknum ferðamannastraumi á langt í land, að mati þjóðgarðsvarðar. Helstu perlur innan þjóðgarðsins eru undir gríðarlegu álagi. Eins og Fréttablaðið fjallaði um á laugardaginn telur Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður að starfsmenn þjóðgarðsins hafi aldrei verið eins vel undirbúnir fyrir komur ferðamanna en að langt sé í land til að gera svæðið bært fyrir þann ferðamannastraum sem búist er við í sumar. Spurður hvert mat hans sé á þeirri uppbyggingu sem blasir við að er nauðsynleg á Þingvöllum til að bregðast við auknum ferðamannastraumi segir Ólafur að mikið verk sé óunnið. „Ég myndi segja að við séum á fyrri hluta alls þess sem þarf að gera. Ég vil ekki segja að við séum rétt að byrja en það er mjög margt ógert,“ svarar Ólafur. Hann bætir við þeirri pælingu hversu langt eigi að ganga við að setja upp mannvirki á Þingvöllum. Gæta verði að ásýnd landsins á þessum heilagasta stað þjóðarinnar. Ef endalaust verða settir upp pallar og tröppur þá tapist upprunaleg ásýnd landsins, og því þurfi að finna hinn gullna meðalveg.Viðkvæmt vor Ólafur hefur sérstakar áhyggjur af því að þjóðgarðurinn fari illa næstu vikurnar vegna þess að allt er svaðblautt og landið illa búið undir mikla umferð. En þegar eru skemmdir orðnar varanlegar. „Það sem er ömurlegast að horfa upp á er mosinn, til dæmis við Flosagjá. Þar hefur fólk gengið með gjánum til að horfa ofan í tært vatnið og þar hafa orðið mikil landspjöll. Þetta grær ekki fljótt og vel heldur eru skemmdirnar óbætanlegar til áratuga. Núna er þetta flag eitt,“ segir Ólafur. „Við erum að reyna að verja þetta og því verður að koma upp aðstöðu til að takmarka umferðina, þótt sumir fari alltaf fram hjá slíkum merkingum, því miður.“Löngu sprungið Í óbirtri greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands um áhrif ferðamennsku á náttúrufar þjóðgarðsins á Þingvöllum, sem var gerð að ósk þjóðgarðsvarðar, bergmála áhyggjur af stöðunni í dag. Ljóst sé að álag innan þjóðgarðsins er orðið það mikið að líta þarf til skipulags, aðbúnaðar og innviða þjóðgarðsins til að ekki verði skaði á náttúrufari, eins og segir í úttektinni. Þar segir að ekki fari fram hjá neinum sem heimsækir þjóðgarðinn í lok sumars hversu mikið álag er af völdum ferðamanna. „Til að draga úr álagi á náttúrufar er mikilvægt að stýra ferðamönnum eins og hægt er um þjóðgarðinn meðan á heimsókn þeirra stendur og leita leiða til að dreifa umferð og þar með álagi innan garðsins.“ Fræðsla og upplýsingar um náttúrufar og menningarminjar þjóðgarðsins er mikilvægur þáttur í þessu, er ein niðurstaða höfunda. Sérfræðingar NÍ segja ljóst að gróðri hefur hnignað á þeim svæðum þar sem flestir ferðamenn fara um og álagið er mest. Eins að þær einföldu aðgerðir sem starfsmenn þjóðgarðsins hafa framkvæmt, t.d. bannskilti og kaðlar, hafi gert sitt gagn en duga ekki í öllum tilfellum og sérstaklega ekki þar sem umferð er mikil. „Setja þarf fram skýra stefnu um heimsóknir stærri ferðamannahópa og upplýsa ferðaskrifstofur um hana. Enn fremur þarf að afmarka athafnasvæði ferðamannsins um svæðin til að vernda gróður.“ Það er mat sérfræðinga NÍ að nauðsynlegt sé að meta ástand og þróun náttúrufars innan þjóðgarðsins í tengslum við ágang vegna ferðamennsku og annarra áhrifaþátta. Fylgjast þurfi vel með þeim svæðum þar sem umferð ferðamanna er að aukast „og hiklaust á að loka viðkvæmum stöðum þar til gerðar hafa verið ráðstafanir til að vernda svæðið fyrir frekari ágangi.“Útsýni yfir langferðabíla Þegar fyrir lá tilnefning Þingvalla til heimsminjaskrár Sameinuðu þjóðanna 2004 var hafist handa við að móta stefnu þjóðgarðsins þar sem tekið var á meginatriðum verndar og stjórnunar. Stefnan var samþykkt 2004 og hefur síðan þá verið kjölfesta stjórnunar á Þingvöllum. Í ljósi breyttra forsenda samþykkti Þingvallanefnd að endurskoða stefnumörkunina og vinnan, sem staðið hefur í vetur, er langt komin. Í verkefnalýsingu við endurskoðunina er sérstökum áhyggjum lýst af þinghelginni, enda sá hluti þjóðgarðsins sem flestir gestir fara um og skoða. „Þar er þungamiðja sögunnar, mikilvæg kennileiti og miklar fornminjar. Að sama skapi er þinghelgin einnig sá staður sem hefur orðið fyrir einna mestu álagi vegna fjölgunar ferðamanna. Meðal viðfangsefna við endurskoðunina er að skerpa á stefnu um það hvers konar upplifun þinghelgin á að bjóða, jafnframt vernd menningar og náttúruminja,“ segir í verkefnalýsingunni og nefnt að í dag eru langferðabílar einna mest áberandi, ekki síst þegar horft er yfir þinghelgina af Hakinu, en bílum er gjarnan lagt á bílastæði neðan Almannagjár, við Flosagjá og víðar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira