Hugmyndir öðlast líf Rikka skrifar 10. apríl 2015 14:15 visir.is/valli Jóní Jónsdóttir listakona sleit barnsskónum í Eyjafirðinum í stórum systkinahópi og bjó við þau forréttindi að geta hlaupið um í gróðurhúsum og gripið sér ferskt grænmeti í aðra höndina á milli þess sem hún hjálpaði til við sauðburðinn og naut lífsins í sveitinni. „Foreldrar mömmu voru garðyrkjubændur og foreldrar pabba voru fjárbændur í Eyjafirðinum. Ég segi stundum að ég hafi alist upp með það besta á disknum, lambakjötið og grænmetið.“ Frá átta til tólf ára aldurs fór Jóní í heimavistarskóla í sveitinni þar sem hún dvaldi á virkum dögum en kom svo heim um helgar. „ Það voru mikil forréttindi að fá að fara í heimavistarskóla, þarna var ég í umsjá góðs fólks og átti góðar vinkonur. Ég lærði að vera sjálfstæð og fann fyrir miklu öryggi á þessum stað. Það þurfti alveg að toga mig í burtu þegar við ákváðum svo að flytja suður,“ segir Jóní. Við tók nokkurt flakk sem endaði í Mosfellsbæ þar sem að móðir Jóníar býr enn. „Foreldrar mínir skildu þegar ég var tuttugu og sjö ára. Pabbi býr á Stokkseyri en hann er algjör sveitakall sem hefur aldrei flutt sína kennitölu til Reykjavíkur, Mosó var það næsta sem hann komst,“ segir Jóní og hlær. Eftir að Jóní flutti suður tók við erfiður tími þar sem hún skipti oft um skóla og kom það fyrir að skiptin urðu á miðjum vetri. „Það var svolítið töff en ég var frekar góð í íþróttum og það hjálpaði mér í gegnum breytingarnar og erfiðleikana við það að vera nýja stelpan í bekknum. Krakkar geta verið svolítið óvægnir þegar ný manneskja mætir á svæðið. Eftir nokkur ár voru þó allir búnir að gleyma því að ég væri aðflutt. Og ég á mjög góðar vinkonur frá þessum tíma sem mér þykir æðislega vænt um.“Ólíkar birtingamyndir Frá því að Jóní man eftir sér hefur listin átt hug hennar allan. “Mamma er mikil listakona og ég man eftir því að ég vaknaði eina nóttina sem barn og sá mömmu sitja á gólfinu með stóra svarta flauelspappírsörk fyrir framan sig. Á pappírinn hafði hún teiknað með krítum mynd af óhugnanlegri konu með snák um hálsinn. Þetta var greypt í huga mér og mér fannst þetta ótrúlega flott. Upp frá þessu vissi ég að ég vildi verða myndlistarkona. Örlögin og hvatning frá góðu fólki hafa líka á einhvern hátt stýrt mér í þessa átt.„ Eftir grunnskóla fór Jóní á listabraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og þaðan í Myndlistarskólann. “Ég kláraði reyndar aldrei stúdentspróf en tók alla þá listakúrsa sem ég mögulega gat í skólanum. Ég sótti svo um í Myndlista- og handíðaskólanum og hugsaði að ef ég kæmist ekki inn þá myndi ég klára stúdentinn, en ég komst inn og þá varð ekki aftur snúið.„ Í Myndlistaskólanum kynntist Jóní þeim Eirúnu Sigurðardóttur og Sigrúnu Hrólfsdóttur sem saman stofnuðu svo hinn víðfræga Gjörningaklúbb. “Við byrjuðum að gera gjörninga á lokaárinu í skólanum, okkur datt ekki í hug að við yrðum enn að tuttugu árum síðar. Það var eitthvað sem fór í gang eins og snjóbolti sem rúllaði bara áfram.„ Það eru ófá málefnin sem þær stöllur í Gjörningaklúbbnum hafa sett sín fingraför á og túlkað á sinn einstaka hátt. „Oft koma hugmyndirnar fyrst og út frá því ákveðum við hvaða miðill hentar best fyrir verkið. Enginn miðill er okkur óviðkomandi. Þetta er mjög lífrænt og oftar en ekki öðlast hugmyndirnar sjálfstætt líf. Stundum verða t.d. til skúlptúrar út frá hugmynd sem átti upphaflega að vera búningur í gjörningi. Verk Gjörningaklúbbsins er eins og stórt ættartré þar sem hægt er að rekja skyldleikann á milli verkanna. Rauði þráðurinn í verkunum endurspeglar samt alltaf einhvers konar birtingarmynd af samfélagslegum þáttum, menningu, femínisma, húmor, persónulegum hlutum og því sem við höfum gaman af.“Björk Guðmundsdóttir.Samstarf við Björk Gjörningaklúbburinn er nýkominn heim frá New York þar sem hann tók þátt í sýningu um Björk í MoMA, Museum of Modern Art. Á sýningunni eru tvö verk eftir Gjörningaklúbbinn. „Björk Guðmundsdóttir sá verk eftir okkur á sýningu sem við gerðum 2004. Verkið heitir „Hamur“ og er eins konar fuglshamur úr sokkabuxum með heklaðri grímu og hekluðum stígvélum. Það varð kveikjan að samstarfi okkar og má finna það verk ásamt búningi sem við hönnuðum fyrir hana í tengslum við Volta-plötuna sem kom út árið 2007 á MoMA“ Gjörningaklúbburinn er óhræddur við að prófa sig áfram og nota ný hráefni og nálgun við listsköpun sína. Þær hafa til að mynda búið til falleg listaverk úr lakkrís og marsípani, heklað búninga og sem fyrr segir notað sokkabuxur í túlkun sinni og framsetningu á hugmyndunum. „Ég held að það sé bara raunveruleg einlægni á bak við verkin okkar. Þetta kemur bara í flæði sem er eiginlega óútskýranlegt. Hugmyndirnar koma til okkar á mismunandi hátt, stundum erum við að kryfja eitthvað til mergjar sem á okkur brennur og stundum fáum við innblástur úr umhverfinu og lífinu almennt.“ Fram undan er stútfullt ár af viðburðum hjá klúbbnum, frumsýning á gjörningakvikmynd í Bíói Paradís 16. apríl, einkasýning í galleríi í Genúa á Ítalíu og margt fleira, en hróður þeirra fer sífellt víðar um heiminn. Aðspurð segist Jóní lítinn tíma hafa eins og er fyrir sína eigin persónulegu listsköpun en sér fyrir sér að sá tími gefist í náinni framtíð. „Ég hef undanfarið verið að vinna með danshöfundum og hannað búninga fyrir sýningar auk þess sem ég bætti við mig meistaragráðu í listkennslu. Það er aftur á móti bara svo mikið að gera núna hjá Gjörningaklúbbnum að tíminn til annarra verka er lítill. Svo er það einnig fjölskyldan sem ég vil veita athygli á þessu tímabili í lífi mínu.“Börn eru kraftaverkJóní er gift Lárusi Páli Ólafssyni, heimspekingi og laganema, og eiga þau saman soninn Frey sem nýverið fagnaði tveggja ára afmæli sínu. „Það er alveg ótrúlegt hvað svona lítil manneskja getur breytt lífinu til hins betra. Mér finnst stundum eins og líf mitt hafi áður verið litlaust og snautt en eftir tilkomu hans er það svo bjart og litríkt.“ Jóní segir að þau Lárus séu svona „late bloomers“ þar sem að þau hafi eignast barn eftir að hafa verið svo lengi saman og orðin dálítið fullorðin. „Ástæðan fyrir því er hreinlega sú að við gátum ekki átt börn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og margar glasafrjóvgunarmeðferðir. Það var svo ekki fyrr en að frjósemisgyðjan systir mín gaf mér egg að ég varð loks ólétt. Mér finnst bara svo ótrúlegt að svona lítil manneskja geti verið svona mikill karakter. Hann er svo stríðinn og með ofurheyrn,“ segir Jóní og hlær. „Hann er eins og hundur, hann heyrir þegar pabbi hans kemur inn götuna og þá stekkur hann út í glugga og kallar á mig og vill fela sig, til þess eins að stökkva fram og bregða honum í stríðniskasti þegar hann kemur inn um dyrnar.“ Það liggur í loftinu að mikil gleði umleikur Jóní og fjölskyldu hennar og lífið leikur við þau þrátt fyrir mikið annríki. „Það er bara allt miklu betra eftir að Freyr kom í heiminn og núna er ég bara í þeim fasa að koma lífinu aftur í ritma, svona eins og nýbakaðar mæður gera en það er meiri kraftur í mér og ég er jákvæðari og hugsa með tilhlökkun til framtíðarinnar. Ég er viss um að þetta er það besta sem kom fyrir okkur Lárus, við vorum búin að vera svo lengi í egóismanum. Svo kemur Freyr eins og tuska í andlitið, en hún er ekki blaut,“ segir Jóni með kómískum svip. Jóní Jónsdóttir er einstök manneskja með frábæran húmor sem við hin sem á horfum fáum að upplifa í gegnum listsköpun hennar sem og vinkvenna hennar í Gjörningaklúbbnum. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með því hvað okkar konu dettur í hug að gera næst, en það mætti ætla að það væri eitthvað óvænt og óútreiknalegt. Lífið Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Jóní Jónsdóttir listakona sleit barnsskónum í Eyjafirðinum í stórum systkinahópi og bjó við þau forréttindi að geta hlaupið um í gróðurhúsum og gripið sér ferskt grænmeti í aðra höndina á milli þess sem hún hjálpaði til við sauðburðinn og naut lífsins í sveitinni. „Foreldrar mömmu voru garðyrkjubændur og foreldrar pabba voru fjárbændur í Eyjafirðinum. Ég segi stundum að ég hafi alist upp með það besta á disknum, lambakjötið og grænmetið.“ Frá átta til tólf ára aldurs fór Jóní í heimavistarskóla í sveitinni þar sem hún dvaldi á virkum dögum en kom svo heim um helgar. „ Það voru mikil forréttindi að fá að fara í heimavistarskóla, þarna var ég í umsjá góðs fólks og átti góðar vinkonur. Ég lærði að vera sjálfstæð og fann fyrir miklu öryggi á þessum stað. Það þurfti alveg að toga mig í burtu þegar við ákváðum svo að flytja suður,“ segir Jóní. Við tók nokkurt flakk sem endaði í Mosfellsbæ þar sem að móðir Jóníar býr enn. „Foreldrar mínir skildu þegar ég var tuttugu og sjö ára. Pabbi býr á Stokkseyri en hann er algjör sveitakall sem hefur aldrei flutt sína kennitölu til Reykjavíkur, Mosó var það næsta sem hann komst,“ segir Jóní og hlær. Eftir að Jóní flutti suður tók við erfiður tími þar sem hún skipti oft um skóla og kom það fyrir að skiptin urðu á miðjum vetri. „Það var svolítið töff en ég var frekar góð í íþróttum og það hjálpaði mér í gegnum breytingarnar og erfiðleikana við það að vera nýja stelpan í bekknum. Krakkar geta verið svolítið óvægnir þegar ný manneskja mætir á svæðið. Eftir nokkur ár voru þó allir búnir að gleyma því að ég væri aðflutt. Og ég á mjög góðar vinkonur frá þessum tíma sem mér þykir æðislega vænt um.“Ólíkar birtingamyndir Frá því að Jóní man eftir sér hefur listin átt hug hennar allan. “Mamma er mikil listakona og ég man eftir því að ég vaknaði eina nóttina sem barn og sá mömmu sitja á gólfinu með stóra svarta flauelspappírsörk fyrir framan sig. Á pappírinn hafði hún teiknað með krítum mynd af óhugnanlegri konu með snák um hálsinn. Þetta var greypt í huga mér og mér fannst þetta ótrúlega flott. Upp frá þessu vissi ég að ég vildi verða myndlistarkona. Örlögin og hvatning frá góðu fólki hafa líka á einhvern hátt stýrt mér í þessa átt.„ Eftir grunnskóla fór Jóní á listabraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og þaðan í Myndlistarskólann. “Ég kláraði reyndar aldrei stúdentspróf en tók alla þá listakúrsa sem ég mögulega gat í skólanum. Ég sótti svo um í Myndlista- og handíðaskólanum og hugsaði að ef ég kæmist ekki inn þá myndi ég klára stúdentinn, en ég komst inn og þá varð ekki aftur snúið.„ Í Myndlistaskólanum kynntist Jóní þeim Eirúnu Sigurðardóttur og Sigrúnu Hrólfsdóttur sem saman stofnuðu svo hinn víðfræga Gjörningaklúbb. “Við byrjuðum að gera gjörninga á lokaárinu í skólanum, okkur datt ekki í hug að við yrðum enn að tuttugu árum síðar. Það var eitthvað sem fór í gang eins og snjóbolti sem rúllaði bara áfram.„ Það eru ófá málefnin sem þær stöllur í Gjörningaklúbbnum hafa sett sín fingraför á og túlkað á sinn einstaka hátt. „Oft koma hugmyndirnar fyrst og út frá því ákveðum við hvaða miðill hentar best fyrir verkið. Enginn miðill er okkur óviðkomandi. Þetta er mjög lífrænt og oftar en ekki öðlast hugmyndirnar sjálfstætt líf. Stundum verða t.d. til skúlptúrar út frá hugmynd sem átti upphaflega að vera búningur í gjörningi. Verk Gjörningaklúbbsins er eins og stórt ættartré þar sem hægt er að rekja skyldleikann á milli verkanna. Rauði þráðurinn í verkunum endurspeglar samt alltaf einhvers konar birtingarmynd af samfélagslegum þáttum, menningu, femínisma, húmor, persónulegum hlutum og því sem við höfum gaman af.“Björk Guðmundsdóttir.Samstarf við Björk Gjörningaklúbburinn er nýkominn heim frá New York þar sem hann tók þátt í sýningu um Björk í MoMA, Museum of Modern Art. Á sýningunni eru tvö verk eftir Gjörningaklúbbinn. „Björk Guðmundsdóttir sá verk eftir okkur á sýningu sem við gerðum 2004. Verkið heitir „Hamur“ og er eins konar fuglshamur úr sokkabuxum með heklaðri grímu og hekluðum stígvélum. Það varð kveikjan að samstarfi okkar og má finna það verk ásamt búningi sem við hönnuðum fyrir hana í tengslum við Volta-plötuna sem kom út árið 2007 á MoMA“ Gjörningaklúbburinn er óhræddur við að prófa sig áfram og nota ný hráefni og nálgun við listsköpun sína. Þær hafa til að mynda búið til falleg listaverk úr lakkrís og marsípani, heklað búninga og sem fyrr segir notað sokkabuxur í túlkun sinni og framsetningu á hugmyndunum. „Ég held að það sé bara raunveruleg einlægni á bak við verkin okkar. Þetta kemur bara í flæði sem er eiginlega óútskýranlegt. Hugmyndirnar koma til okkar á mismunandi hátt, stundum erum við að kryfja eitthvað til mergjar sem á okkur brennur og stundum fáum við innblástur úr umhverfinu og lífinu almennt.“ Fram undan er stútfullt ár af viðburðum hjá klúbbnum, frumsýning á gjörningakvikmynd í Bíói Paradís 16. apríl, einkasýning í galleríi í Genúa á Ítalíu og margt fleira, en hróður þeirra fer sífellt víðar um heiminn. Aðspurð segist Jóní lítinn tíma hafa eins og er fyrir sína eigin persónulegu listsköpun en sér fyrir sér að sá tími gefist í náinni framtíð. „Ég hef undanfarið verið að vinna með danshöfundum og hannað búninga fyrir sýningar auk þess sem ég bætti við mig meistaragráðu í listkennslu. Það er aftur á móti bara svo mikið að gera núna hjá Gjörningaklúbbnum að tíminn til annarra verka er lítill. Svo er það einnig fjölskyldan sem ég vil veita athygli á þessu tímabili í lífi mínu.“Börn eru kraftaverkJóní er gift Lárusi Páli Ólafssyni, heimspekingi og laganema, og eiga þau saman soninn Frey sem nýverið fagnaði tveggja ára afmæli sínu. „Það er alveg ótrúlegt hvað svona lítil manneskja getur breytt lífinu til hins betra. Mér finnst stundum eins og líf mitt hafi áður verið litlaust og snautt en eftir tilkomu hans er það svo bjart og litríkt.“ Jóní segir að þau Lárus séu svona „late bloomers“ þar sem að þau hafi eignast barn eftir að hafa verið svo lengi saman og orðin dálítið fullorðin. „Ástæðan fyrir því er hreinlega sú að við gátum ekki átt börn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og margar glasafrjóvgunarmeðferðir. Það var svo ekki fyrr en að frjósemisgyðjan systir mín gaf mér egg að ég varð loks ólétt. Mér finnst bara svo ótrúlegt að svona lítil manneskja geti verið svona mikill karakter. Hann er svo stríðinn og með ofurheyrn,“ segir Jóní og hlær. „Hann er eins og hundur, hann heyrir þegar pabbi hans kemur inn götuna og þá stekkur hann út í glugga og kallar á mig og vill fela sig, til þess eins að stökkva fram og bregða honum í stríðniskasti þegar hann kemur inn um dyrnar.“ Það liggur í loftinu að mikil gleði umleikur Jóní og fjölskyldu hennar og lífið leikur við þau þrátt fyrir mikið annríki. „Það er bara allt miklu betra eftir að Freyr kom í heiminn og núna er ég bara í þeim fasa að koma lífinu aftur í ritma, svona eins og nýbakaðar mæður gera en það er meiri kraftur í mér og ég er jákvæðari og hugsa með tilhlökkun til framtíðarinnar. Ég er viss um að þetta er það besta sem kom fyrir okkur Lárus, við vorum búin að vera svo lengi í egóismanum. Svo kemur Freyr eins og tuska í andlitið, en hún er ekki blaut,“ segir Jóni með kómískum svip. Jóní Jónsdóttir er einstök manneskja með frábæran húmor sem við hin sem á horfum fáum að upplifa í gegnum listsköpun hennar sem og vinkvenna hennar í Gjörningaklúbbnum. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með því hvað okkar konu dettur í hug að gera næst, en það mætti ætla að það væri eitthvað óvænt og óútreiknalegt.
Lífið Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira