Framleiðsla fíkniefna bæði einföld og ódýr Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 9. apríl 2015 07:30 Lögreglan leggur hald á lítið af amfetamíni. Líklegt er að eftirspurn sé annað með framleiðslu hér á landi. Nordicphotos/Getty Mesti samdráttur í haldlögðu magni á fíkniefnum frá hruni er hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lítil fjárráð ungs fólks eftir hrun og meiri framleiðsla á amfetamíni innanlands teljast líklegar skýringar að mati þeirra Guðmundar Baldurssonar, lögreglufulltrúa í rannsóknardeild skipulagðrar brotastarfsemi á Suðurnesjum, og Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra.Kókaín of dýrt Mesti samdrátturinn er í kókaíni og amfetamíni. Tæp þrjú ár eru síðan lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á kókaín að einhverju ráði. Á síðasta ári voru aðeins haldlögð 717 grömm af kókaíni miðað við 4.400 grömm árið 2008. Á síðasta ári voru tekin 796 g af amfetamíni en vanalega er lagt hald á milli þrjú og tíu þúsund grömm á ári. Guðmundur tekur fram að það sé aðeins hægt að velta vöngum yfir ástæðum þess að lagt er hald á minna magn. Hann segist þó halda að ungt fólk hafi ekki sömu fjárráð og í góðærinu og því hafi neysla á kókaíni dregist saman. Undir það tekur Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, sem segir neyslu á kókaíni hafa dregist saman eftir hrun þótt notendum örvandi efna hafi fjölgað. „Við höfum ekki lagt hald á mikið magn af kókaíni síðustu ár, ástæðurnar geta verið margar en við höldum að eftirspurnin hafi dregist saman vegna þess að ungt fólk hefur síður ráð á kókaíni,“ segir Guðmundur. „Það er áberandi neysla áfram á örvandi efnum en eftir árin 2008 og 2009 dró mjög úr kókaínneyslu,“ segir Valgerður og segir lækna á Vogi verða vara við óbreytta amfetamínneyslu síðustu ár þrátt fyrir að töluvert minna hafi verið tekið af amfetamíni síðustu ár.Fljótlegt að framleiða amfetamín Guðmundur segir líklegt að eftirspurn eftir amfetamíni sé annað með framleiðslu á landinu. Hann segir fólk hafa ranghugmyndir um slíka framleiðslu. Það þurfi ekki stórar verksmiðjur til. „Það er fljótlegt að framleiða amfetamín og það þarf ekki stórar verksmiðjur til framleiðslunnar. Tækjabúnaðurinn og framleiðslan getur þess vegna farið fram í heimahúsi.“ Guðmundur segir erfitt að geta sér til um hvað valdi samdrættinum. „Það eru sveiflur í þessu, nokkur stór mál hafa mikil áhrif á tölfræðina. Þessi stóru mál eru ekki á hverju ári.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir langt síðan síðasta stóra fíkniefnamálið kom upp og segir enga einfalda skýringu vera á því hversu lítið magn lögreglan nær að finna og taka í sína vörslu. „Það er ekki til nein einföld skýring á því en það eru ákveðnar vísbendingar um að innflutningur á kókaíni hafi dregist saman. Það vekur ákveðnar hugrenningar að magnið er að minnka mikið. Minnkunin virðist hafa orðið eftir hrunið. Það gæti bent til þess að það er hugsanlega minna fé í umferð.“Niðurskurður í löggæslu Ólafur tekur undir ályktun Guðmundar um amfetamínframleiðslu í landinu sem fari leynt og er hugstætt fíkniefnamál frá síðasta ári þegar Algirdas Vysnauskas, litháískur ríkisborgari um þrítugt, var tekinn með lítra af metamfetamínbasa í vökvaformi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar október í fyrra. „Ég byrjaði ekki hér fyrr en 1. september á síðasta ári en í mínum huga stóð þetta mál upp úr, það mátti gera ráð fyrir því að það væri drjúgt sem hefði verið hægt að framleiða úr því ef það hefði komist á markað. Ég hef vitneskju um að tækjabúnaðurinn sé ódýr og framleiðslan einföld.“ Ólafur segir vert að leiða hugann að niðurskurði undanfarin ár. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það hefur verið skorið niður í löggæslu á undanförnum árum.“ Fréttaskýringar Tengdar fréttir Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum Lögreglan hefur lagt hald á lítið magn af hörðum fíkniefnum á við kókaín, metamfetamín og amfetamín síðustu ár. Nokkur ár eru síðan lögreglan náði síðast umtalsverðu magni af þessum fíkniefnum. 8. apríl 2015 07:15 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Sjá meira
Mesti samdráttur í haldlögðu magni á fíkniefnum frá hruni er hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lítil fjárráð ungs fólks eftir hrun og meiri framleiðsla á amfetamíni innanlands teljast líklegar skýringar að mati þeirra Guðmundar Baldurssonar, lögreglufulltrúa í rannsóknardeild skipulagðrar brotastarfsemi á Suðurnesjum, og Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra.Kókaín of dýrt Mesti samdrátturinn er í kókaíni og amfetamíni. Tæp þrjú ár eru síðan lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á kókaín að einhverju ráði. Á síðasta ári voru aðeins haldlögð 717 grömm af kókaíni miðað við 4.400 grömm árið 2008. Á síðasta ári voru tekin 796 g af amfetamíni en vanalega er lagt hald á milli þrjú og tíu þúsund grömm á ári. Guðmundur tekur fram að það sé aðeins hægt að velta vöngum yfir ástæðum þess að lagt er hald á minna magn. Hann segist þó halda að ungt fólk hafi ekki sömu fjárráð og í góðærinu og því hafi neysla á kókaíni dregist saman. Undir það tekur Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, sem segir neyslu á kókaíni hafa dregist saman eftir hrun þótt notendum örvandi efna hafi fjölgað. „Við höfum ekki lagt hald á mikið magn af kókaíni síðustu ár, ástæðurnar geta verið margar en við höldum að eftirspurnin hafi dregist saman vegna þess að ungt fólk hefur síður ráð á kókaíni,“ segir Guðmundur. „Það er áberandi neysla áfram á örvandi efnum en eftir árin 2008 og 2009 dró mjög úr kókaínneyslu,“ segir Valgerður og segir lækna á Vogi verða vara við óbreytta amfetamínneyslu síðustu ár þrátt fyrir að töluvert minna hafi verið tekið af amfetamíni síðustu ár.Fljótlegt að framleiða amfetamín Guðmundur segir líklegt að eftirspurn eftir amfetamíni sé annað með framleiðslu á landinu. Hann segir fólk hafa ranghugmyndir um slíka framleiðslu. Það þurfi ekki stórar verksmiðjur til. „Það er fljótlegt að framleiða amfetamín og það þarf ekki stórar verksmiðjur til framleiðslunnar. Tækjabúnaðurinn og framleiðslan getur þess vegna farið fram í heimahúsi.“ Guðmundur segir erfitt að geta sér til um hvað valdi samdrættinum. „Það eru sveiflur í þessu, nokkur stór mál hafa mikil áhrif á tölfræðina. Þessi stóru mál eru ekki á hverju ári.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir langt síðan síðasta stóra fíkniefnamálið kom upp og segir enga einfalda skýringu vera á því hversu lítið magn lögreglan nær að finna og taka í sína vörslu. „Það er ekki til nein einföld skýring á því en það eru ákveðnar vísbendingar um að innflutningur á kókaíni hafi dregist saman. Það vekur ákveðnar hugrenningar að magnið er að minnka mikið. Minnkunin virðist hafa orðið eftir hrunið. Það gæti bent til þess að það er hugsanlega minna fé í umferð.“Niðurskurður í löggæslu Ólafur tekur undir ályktun Guðmundar um amfetamínframleiðslu í landinu sem fari leynt og er hugstætt fíkniefnamál frá síðasta ári þegar Algirdas Vysnauskas, litháískur ríkisborgari um þrítugt, var tekinn með lítra af metamfetamínbasa í vökvaformi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar október í fyrra. „Ég byrjaði ekki hér fyrr en 1. september á síðasta ári en í mínum huga stóð þetta mál upp úr, það mátti gera ráð fyrir því að það væri drjúgt sem hefði verið hægt að framleiða úr því ef það hefði komist á markað. Ég hef vitneskju um að tækjabúnaðurinn sé ódýr og framleiðslan einföld.“ Ólafur segir vert að leiða hugann að niðurskurði undanfarin ár. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það hefur verið skorið niður í löggæslu á undanförnum árum.“
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum Lögreglan hefur lagt hald á lítið magn af hörðum fíkniefnum á við kókaín, metamfetamín og amfetamín síðustu ár. Nokkur ár eru síðan lögreglan náði síðast umtalsverðu magni af þessum fíkniefnum. 8. apríl 2015 07:15 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Sjá meira
Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum Lögreglan hefur lagt hald á lítið magn af hörðum fíkniefnum á við kókaín, metamfetamín og amfetamín síðustu ár. Nokkur ár eru síðan lögreglan náði síðast umtalsverðu magni af þessum fíkniefnum. 8. apríl 2015 07:15