Fjölbreytileiki á undanhaldi Stjórnarmaðurinn skrifar 1. apríl 2015 09:00 Fregnir bárust af því í liðinni viku að tískumerkið Ella hefði verið lýst gjaldþrota. Ella var metnaðarfull tískuverslun með stóra alþjóðlega drauma, og setti skemmtilegan svip á miðbæinn. Tilfinningin var sú að þarna færi flott íslenskt merki sem ætti sér nokkuð dyggan aðdáendahóp, og hefði þar af leiðandi ágætis tekjustreymi. Engu að síður fór sem fór. Margar ástæður geta orðið til þess að verslunarrekstur líður undir lok. Sú augljósasta er að ekkert hreinlega seljist. Sumir eiga það svo til að reisa sér hurðarás um öxl, t.d. með því að festa sér óhóflega dýrt húsnæði. Í tilviki tískuverslana þarf svo að ganga réttu línuna í birgðastjórnun. Það má ekki panta of lítið, og ekki of mikið. Hvað varðar eigin hönnun er ekki síður til margs að líta. Misheppnuð lína eitt haustið getur orðið til þess að bæði birgðastaða og tekjuflæði skekkjast svo ekki verður auðveldlega úr bætt. Tískuverslunarrekstur er viðkvæmur bransi, en við getum flest verið sammála um að íslensk verslun er ríkari vegna tilvistar verslana á borð við Ellu, JÖR, KronKron og svo mætti áfram telja. Kaupmenn sem þessir stunda metnaðarfulla verslun á litlum markaði og eygja oft litla gróðavon, nema hægt sé að sækja út fyrir landsteinana. Þess vegna er mikilvægt að hið opinbera leggi ekki óþarfa hindranir í veginn. Staðreyndin er sú að ýmislegt vantar upp á í þeim efnum. Það eru gjaldheimtumenn ríkissjóðs sem oftar en ekki ganga harðast fram við innheimtu. Hér hafa einnig fallið nýlegir dómar sem eru ekki til þess fallnir að vænka hag hérlendrar verslunar. Kaupmenn sem flytja inn fatnað búa jafnframt við tvöfalda tollheimtu á fatnað sem fluttur er inn frá ríkjum utan ESB. Slíkar vörur bera 15% toll þegar þær hafa viðkomu innan ESB, og annað eins við komuna hingað til lands. Nýverið hefur skotið upp kollinum umræða um að afnema þessa rökleysu. Af því þarf að verða hið fyrsta. Kannanir benda til þess að Íslendingar kaupi allt að 45% af fatnaði sínum erlendis. Jafnframt er sagt að sænski tískurisinn H&M sé með um 20 til 25% markaðshlutdeild hér á landi, án þess að starfrækja hér verslun. Það sjá allir að þetta er ekki heillavænleg þróun fyrir mannlíf í litlu landi. Vonandi verður breyting á. Til þess að svo megi verða þarf hið opinbera að hætta að leggja steina í götu íslenskra kaupmanna.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fregnir bárust af því í liðinni viku að tískumerkið Ella hefði verið lýst gjaldþrota. Ella var metnaðarfull tískuverslun með stóra alþjóðlega drauma, og setti skemmtilegan svip á miðbæinn. Tilfinningin var sú að þarna færi flott íslenskt merki sem ætti sér nokkuð dyggan aðdáendahóp, og hefði þar af leiðandi ágætis tekjustreymi. Engu að síður fór sem fór. Margar ástæður geta orðið til þess að verslunarrekstur líður undir lok. Sú augljósasta er að ekkert hreinlega seljist. Sumir eiga það svo til að reisa sér hurðarás um öxl, t.d. með því að festa sér óhóflega dýrt húsnæði. Í tilviki tískuverslana þarf svo að ganga réttu línuna í birgðastjórnun. Það má ekki panta of lítið, og ekki of mikið. Hvað varðar eigin hönnun er ekki síður til margs að líta. Misheppnuð lína eitt haustið getur orðið til þess að bæði birgðastaða og tekjuflæði skekkjast svo ekki verður auðveldlega úr bætt. Tískuverslunarrekstur er viðkvæmur bransi, en við getum flest verið sammála um að íslensk verslun er ríkari vegna tilvistar verslana á borð við Ellu, JÖR, KronKron og svo mætti áfram telja. Kaupmenn sem þessir stunda metnaðarfulla verslun á litlum markaði og eygja oft litla gróðavon, nema hægt sé að sækja út fyrir landsteinana. Þess vegna er mikilvægt að hið opinbera leggi ekki óþarfa hindranir í veginn. Staðreyndin er sú að ýmislegt vantar upp á í þeim efnum. Það eru gjaldheimtumenn ríkissjóðs sem oftar en ekki ganga harðast fram við innheimtu. Hér hafa einnig fallið nýlegir dómar sem eru ekki til þess fallnir að vænka hag hérlendrar verslunar. Kaupmenn sem flytja inn fatnað búa jafnframt við tvöfalda tollheimtu á fatnað sem fluttur er inn frá ríkjum utan ESB. Slíkar vörur bera 15% toll þegar þær hafa viðkomu innan ESB, og annað eins við komuna hingað til lands. Nýverið hefur skotið upp kollinum umræða um að afnema þessa rökleysu. Af því þarf að verða hið fyrsta. Kannanir benda til þess að Íslendingar kaupi allt að 45% af fatnaði sínum erlendis. Jafnframt er sagt að sænski tískurisinn H&M sé með um 20 til 25% markaðshlutdeild hér á landi, án þess að starfrækja hér verslun. Það sjá allir að þetta er ekki heillavænleg þróun fyrir mannlíf í litlu landi. Vonandi verður breyting á. Til þess að svo megi verða þarf hið opinbera að hætta að leggja steina í götu íslenskra kaupmanna.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira