Fjölbreytileiki á undanhaldi Stjórnarmaðurinn skrifar 1. apríl 2015 09:00 Fregnir bárust af því í liðinni viku að tískumerkið Ella hefði verið lýst gjaldþrota. Ella var metnaðarfull tískuverslun með stóra alþjóðlega drauma, og setti skemmtilegan svip á miðbæinn. Tilfinningin var sú að þarna færi flott íslenskt merki sem ætti sér nokkuð dyggan aðdáendahóp, og hefði þar af leiðandi ágætis tekjustreymi. Engu að síður fór sem fór. Margar ástæður geta orðið til þess að verslunarrekstur líður undir lok. Sú augljósasta er að ekkert hreinlega seljist. Sumir eiga það svo til að reisa sér hurðarás um öxl, t.d. með því að festa sér óhóflega dýrt húsnæði. Í tilviki tískuverslana þarf svo að ganga réttu línuna í birgðastjórnun. Það má ekki panta of lítið, og ekki of mikið. Hvað varðar eigin hönnun er ekki síður til margs að líta. Misheppnuð lína eitt haustið getur orðið til þess að bæði birgðastaða og tekjuflæði skekkjast svo ekki verður auðveldlega úr bætt. Tískuverslunarrekstur er viðkvæmur bransi, en við getum flest verið sammála um að íslensk verslun er ríkari vegna tilvistar verslana á borð við Ellu, JÖR, KronKron og svo mætti áfram telja. Kaupmenn sem þessir stunda metnaðarfulla verslun á litlum markaði og eygja oft litla gróðavon, nema hægt sé að sækja út fyrir landsteinana. Þess vegna er mikilvægt að hið opinbera leggi ekki óþarfa hindranir í veginn. Staðreyndin er sú að ýmislegt vantar upp á í þeim efnum. Það eru gjaldheimtumenn ríkissjóðs sem oftar en ekki ganga harðast fram við innheimtu. Hér hafa einnig fallið nýlegir dómar sem eru ekki til þess fallnir að vænka hag hérlendrar verslunar. Kaupmenn sem flytja inn fatnað búa jafnframt við tvöfalda tollheimtu á fatnað sem fluttur er inn frá ríkjum utan ESB. Slíkar vörur bera 15% toll þegar þær hafa viðkomu innan ESB, og annað eins við komuna hingað til lands. Nýverið hefur skotið upp kollinum umræða um að afnema þessa rökleysu. Af því þarf að verða hið fyrsta. Kannanir benda til þess að Íslendingar kaupi allt að 45% af fatnaði sínum erlendis. Jafnframt er sagt að sænski tískurisinn H&M sé með um 20 til 25% markaðshlutdeild hér á landi, án þess að starfrækja hér verslun. Það sjá allir að þetta er ekki heillavænleg þróun fyrir mannlíf í litlu landi. Vonandi verður breyting á. Til þess að svo megi verða þarf hið opinbera að hætta að leggja steina í götu íslenskra kaupmanna.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2023 - kosning Samstarf Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Fregnir bárust af því í liðinni viku að tískumerkið Ella hefði verið lýst gjaldþrota. Ella var metnaðarfull tískuverslun með stóra alþjóðlega drauma, og setti skemmtilegan svip á miðbæinn. Tilfinningin var sú að þarna færi flott íslenskt merki sem ætti sér nokkuð dyggan aðdáendahóp, og hefði þar af leiðandi ágætis tekjustreymi. Engu að síður fór sem fór. Margar ástæður geta orðið til þess að verslunarrekstur líður undir lok. Sú augljósasta er að ekkert hreinlega seljist. Sumir eiga það svo til að reisa sér hurðarás um öxl, t.d. með því að festa sér óhóflega dýrt húsnæði. Í tilviki tískuverslana þarf svo að ganga réttu línuna í birgðastjórnun. Það má ekki panta of lítið, og ekki of mikið. Hvað varðar eigin hönnun er ekki síður til margs að líta. Misheppnuð lína eitt haustið getur orðið til þess að bæði birgðastaða og tekjuflæði skekkjast svo ekki verður auðveldlega úr bætt. Tískuverslunarrekstur er viðkvæmur bransi, en við getum flest verið sammála um að íslensk verslun er ríkari vegna tilvistar verslana á borð við Ellu, JÖR, KronKron og svo mætti áfram telja. Kaupmenn sem þessir stunda metnaðarfulla verslun á litlum markaði og eygja oft litla gróðavon, nema hægt sé að sækja út fyrir landsteinana. Þess vegna er mikilvægt að hið opinbera leggi ekki óþarfa hindranir í veginn. Staðreyndin er sú að ýmislegt vantar upp á í þeim efnum. Það eru gjaldheimtumenn ríkissjóðs sem oftar en ekki ganga harðast fram við innheimtu. Hér hafa einnig fallið nýlegir dómar sem eru ekki til þess fallnir að vænka hag hérlendrar verslunar. Kaupmenn sem flytja inn fatnað búa jafnframt við tvöfalda tollheimtu á fatnað sem fluttur er inn frá ríkjum utan ESB. Slíkar vörur bera 15% toll þegar þær hafa viðkomu innan ESB, og annað eins við komuna hingað til lands. Nýverið hefur skotið upp kollinum umræða um að afnema þessa rökleysu. Af því þarf að verða hið fyrsta. Kannanir benda til þess að Íslendingar kaupi allt að 45% af fatnaði sínum erlendis. Jafnframt er sagt að sænski tískurisinn H&M sé með um 20 til 25% markaðshlutdeild hér á landi, án þess að starfrækja hér verslun. Það sjá allir að þetta er ekki heillavænleg þróun fyrir mannlíf í litlu landi. Vonandi verður breyting á. Til þess að svo megi verða þarf hið opinbera að hætta að leggja steina í götu íslenskra kaupmanna.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2023 - kosning Samstarf Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira