Afglæpavæðing einkaneyslu Ingvar Þór Björnsson og Inga Björk Bjarnadóttir skrifar 28. mars 2015 07:00 Á nýliðnum landsfundi Samfylkingarinnar var samþykkt tillaga Ungra jafnaðarmanna um að horfst verði í augu við þá staðreynd að refsirammi vímulöggjafarinnar sé of strangur og sé ekki til þess fallinn að aðstoða fólk sem stríðir við vímuefnavanda. Þar af leiðandi ætti varsla neysluskammta fíkniefna ekki að vera refsiverð og auknu fjármagni að vera veitt í forvarnir og fræðslu í stað löggæslu. Árið 1997 samþykktu ríkisstjórn Íslands og Reykjavíkurborg stefnumörkun sem bar yfirskriftina Vímuefnalaust Ísland árið 2002. Við gerum okkur öll grein fyrir hvernig til hefur tekist og erum við jafnvel fjær markmiðinu en árið 1997. Því liggur það í augum uppi að ríkjandi stefna, refsistefnan, gengur ekki upp og brýn nauðsyn er að skoða aðrar leiðir sem gætu leitt til breytinga til batnaðar er varða þessi málefni. Núverandi refsistefna í fíkniefnamálum hefur ekki reynst árangursrík við að draga úr neyslu fíkniefna eða koma fíklum til aðstoðar. Þá má það teljast beinlínis óréttlátt, að fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna, lendi fólk á sakaskrá sem takmarki mjög atvinnutækifæri þess og ferðafrelsi til frambúðar. Rannsóknir sýna að þeir sem eiga við félagsleg, heilsufarsleg eða persónuleg vandamál að etja eru mun líklegri til að verða fíkn að bráð. Gríðarlega mikilvægt er því að líta á fíkniefnaneyslu sem velferðar- og heilbrigðismál fremur en sem dómsmál. Fíklum þarf að vera unnt að leita sér aðstoðar án ótta um gríðarháar sektir og skerta atvinnumöguleika. Reynslan góð Skiljanlegt er að það heyrist í gagnrýnisröddum þegar rætt er um að afnema refsistefnuna og afglæpavæða fíkniefni einfaldlega vegna þess að við erum að stíga skref inn á áður óþekktar brautir er varða þessi mál. Reynslan er þó með afbrigðum góð. Afglæpavæðing er ekki líkleg til að auka neyslu, né þarf afglæpavæðing að gefa það til kynna að fíkniefnaneysla sé samfélagslega samþykkt, svo lengi sem öflugt fræðslu- og forvarnarstarf fari fram meðfram varfærnislegum skrefum í átt til afglæpavæðingar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lagði til ekki alls fyrir löngu að afglæpavæða einkaneyslu á fíkniefnum og í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum er mælt með því sama. Þessi leið hefur verið farin í fjölmörgum löndum og sífellt bætist í hóp þeirra landa sem afglæpavæða einkaneyslu fíkniefna og niðurstaðan er ávallt jákvæð. Nauðsynlegt er að átta sig á að refsistefnan er ekki að virka og að finna þurfi aðra leið í þessum málum. Tökum fíklana frekar inn í heilbrigðiskerfið og hjálpum þeim að vinna bug á fíkninni fremur en að refsa neytendum og fara með þá inn í dómskerfið sem dregur hvorki úr neyslu né neikvæðum áhrifum fíkniefnamisnotkunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á nýliðnum landsfundi Samfylkingarinnar var samþykkt tillaga Ungra jafnaðarmanna um að horfst verði í augu við þá staðreynd að refsirammi vímulöggjafarinnar sé of strangur og sé ekki til þess fallinn að aðstoða fólk sem stríðir við vímuefnavanda. Þar af leiðandi ætti varsla neysluskammta fíkniefna ekki að vera refsiverð og auknu fjármagni að vera veitt í forvarnir og fræðslu í stað löggæslu. Árið 1997 samþykktu ríkisstjórn Íslands og Reykjavíkurborg stefnumörkun sem bar yfirskriftina Vímuefnalaust Ísland árið 2002. Við gerum okkur öll grein fyrir hvernig til hefur tekist og erum við jafnvel fjær markmiðinu en árið 1997. Því liggur það í augum uppi að ríkjandi stefna, refsistefnan, gengur ekki upp og brýn nauðsyn er að skoða aðrar leiðir sem gætu leitt til breytinga til batnaðar er varða þessi málefni. Núverandi refsistefna í fíkniefnamálum hefur ekki reynst árangursrík við að draga úr neyslu fíkniefna eða koma fíklum til aðstoðar. Þá má það teljast beinlínis óréttlátt, að fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna, lendi fólk á sakaskrá sem takmarki mjög atvinnutækifæri þess og ferðafrelsi til frambúðar. Rannsóknir sýna að þeir sem eiga við félagsleg, heilsufarsleg eða persónuleg vandamál að etja eru mun líklegri til að verða fíkn að bráð. Gríðarlega mikilvægt er því að líta á fíkniefnaneyslu sem velferðar- og heilbrigðismál fremur en sem dómsmál. Fíklum þarf að vera unnt að leita sér aðstoðar án ótta um gríðarháar sektir og skerta atvinnumöguleika. Reynslan góð Skiljanlegt er að það heyrist í gagnrýnisröddum þegar rætt er um að afnema refsistefnuna og afglæpavæða fíkniefni einfaldlega vegna þess að við erum að stíga skref inn á áður óþekktar brautir er varða þessi mál. Reynslan er þó með afbrigðum góð. Afglæpavæðing er ekki líkleg til að auka neyslu, né þarf afglæpavæðing að gefa það til kynna að fíkniefnaneysla sé samfélagslega samþykkt, svo lengi sem öflugt fræðslu- og forvarnarstarf fari fram meðfram varfærnislegum skrefum í átt til afglæpavæðingar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lagði til ekki alls fyrir löngu að afglæpavæða einkaneyslu á fíkniefnum og í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum er mælt með því sama. Þessi leið hefur verið farin í fjölmörgum löndum og sífellt bætist í hóp þeirra landa sem afglæpavæða einkaneyslu fíkniefna og niðurstaðan er ávallt jákvæð. Nauðsynlegt er að átta sig á að refsistefnan er ekki að virka og að finna þurfi aðra leið í þessum málum. Tökum fíklana frekar inn í heilbrigðiskerfið og hjálpum þeim að vinna bug á fíkninni fremur en að refsa neytendum og fara með þá inn í dómskerfið sem dregur hvorki úr neyslu né neikvæðum áhrifum fíkniefnamisnotkunar.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun