Tapi snúið í hagnað eftir bið frá 2007 Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. mars 2015 07:00 Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna forsendubrestsins svokallaða bera með sér milljarðakostnað fyrir Íbúðalánasjóð. Fréttablaðið/GVA Tap Íbúðalánasjóðs vegna skuldaleiðréttingaraðgerða ríkisstjórnarinnar var fyrirséð. Að sögn Sigurðar Erlingssonar, forstjóra sjóðsins, liggur líka fyrir vilyrði stjórnvalda um fjárveitingu til að mæta kostnaðinum. Ekki liggur þó fyrir hvernig eða hvenær sjóðnum verður bætt upp tapið. Í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu er enn unnið að heildarendurskoðun húsnæðismála. Búist er við að hluti þeirrar endurskoðunar verði lagður fyrir Alþingi næstu daga í formi nýrra lagafrumvarpa. Stjórn sjóðsins vekur athygli á fyrirséðu tapi vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í skuldamálum í skýrslu sinni með ársreikningi síðasta árs sem lagður var fram á fimmtudag. Þar kemur fram að tapaðar vaxtatekjur sjóðsins vegna aðgerðanna geti numið 900 til 1.350 milljónum króna á ári næstu ár. Töluvert hefur hallað á sjóðinn eftir hrun, bæði vegna greiðsluvanda fólks og uppgreiðslu lána. Frá hruni hefur ríkið þurft að leggja sjóðnum til 53,5 milljarða.Sigurður ErlingssonSigurður segir sjóðinn ekki hafa getað annað en vakið athygli á áhrifum úrræða ríkisins í skýrslu stjórnar og forstjóra í ársskýrslu sinni. Kostnaðurinn segir hann að fari svo minnkandi á ári hverju eftir því sem lán greiðast niður. „En þetta er einhvers staðar í kring um tíu milljarða króna, varlega áætlað.“ Þótt þarna séu kannski slæmar fréttir að hluta bendir Sigurður á að mikill og ánægjulegur viðsnúningur hafi orðið á rekstri sjóðsins sem á síðasta ári skilaði hagnaði í fyrsta sinn frá árinu 2007. Hagnaður 2014 nemur rúmum 3,2 milljörðum króna, samanborið við tæplega 4,4 milljarða króna tap árið áður. Ríkissjóður mun því ekki þurfa að leggja sjóðnum til eigið fé vegna rekstursins á síðasta ári. „Það hefur mjög mikið áunnist,“ segir Sigurður og telur þar koma til bæði árangur af hagræðingaraðgerðum, auk þess sem færð sé til baka virðisrýrnun sem orðið hafi vegna hrunsins. „Þetta kemur í raun flatt upp á marga,“ segir Sigurður því öll umræða um sjóðinn hafi síðustu ár verið mjög neikvæð. Skort hafi bæði þolinmæði og skilning á því að tíma tæki að vinna úr efnahagshruninu. „En þegar þessi atriði klárast og efnahagsreikningurinn verður eðlilegri þá eru möguleikar til staðar.“ Taprekstrarár og innspýting frá ríkinu hafi eðlilega mótað umræðuna. „En mér finnst þetta tækifæri til að sýna að ástandið er ekki svona svakalega slæmt í raun og hlutirnir togast í rétta átt. Það eru líka stóru tíðindin í uppgjörinu,“ segir Sigurður. Alþingi Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Tap Íbúðalánasjóðs vegna skuldaleiðréttingaraðgerða ríkisstjórnarinnar var fyrirséð. Að sögn Sigurðar Erlingssonar, forstjóra sjóðsins, liggur líka fyrir vilyrði stjórnvalda um fjárveitingu til að mæta kostnaðinum. Ekki liggur þó fyrir hvernig eða hvenær sjóðnum verður bætt upp tapið. Í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu er enn unnið að heildarendurskoðun húsnæðismála. Búist er við að hluti þeirrar endurskoðunar verði lagður fyrir Alþingi næstu daga í formi nýrra lagafrumvarpa. Stjórn sjóðsins vekur athygli á fyrirséðu tapi vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í skuldamálum í skýrslu sinni með ársreikningi síðasta árs sem lagður var fram á fimmtudag. Þar kemur fram að tapaðar vaxtatekjur sjóðsins vegna aðgerðanna geti numið 900 til 1.350 milljónum króna á ári næstu ár. Töluvert hefur hallað á sjóðinn eftir hrun, bæði vegna greiðsluvanda fólks og uppgreiðslu lána. Frá hruni hefur ríkið þurft að leggja sjóðnum til 53,5 milljarða.Sigurður ErlingssonSigurður segir sjóðinn ekki hafa getað annað en vakið athygli á áhrifum úrræða ríkisins í skýrslu stjórnar og forstjóra í ársskýrslu sinni. Kostnaðurinn segir hann að fari svo minnkandi á ári hverju eftir því sem lán greiðast niður. „En þetta er einhvers staðar í kring um tíu milljarða króna, varlega áætlað.“ Þótt þarna séu kannski slæmar fréttir að hluta bendir Sigurður á að mikill og ánægjulegur viðsnúningur hafi orðið á rekstri sjóðsins sem á síðasta ári skilaði hagnaði í fyrsta sinn frá árinu 2007. Hagnaður 2014 nemur rúmum 3,2 milljörðum króna, samanborið við tæplega 4,4 milljarða króna tap árið áður. Ríkissjóður mun því ekki þurfa að leggja sjóðnum til eigið fé vegna rekstursins á síðasta ári. „Það hefur mjög mikið áunnist,“ segir Sigurður og telur þar koma til bæði árangur af hagræðingaraðgerðum, auk þess sem færð sé til baka virðisrýrnun sem orðið hafi vegna hrunsins. „Þetta kemur í raun flatt upp á marga,“ segir Sigurður því öll umræða um sjóðinn hafi síðustu ár verið mjög neikvæð. Skort hafi bæði þolinmæði og skilning á því að tíma tæki að vinna úr efnahagshruninu. „En þegar þessi atriði klárast og efnahagsreikningurinn verður eðlilegri þá eru möguleikar til staðar.“ Taprekstrarár og innspýting frá ríkinu hafi eðlilega mótað umræðuna. „En mér finnst þetta tækifæri til að sýna að ástandið er ekki svona svakalega slæmt í raun og hlutirnir togast í rétta átt. Það eru líka stóru tíðindin í uppgjörinu,“ segir Sigurður.
Alþingi Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira