Þrjú þúsund seðlabankastjórar Stjórnarmaðurinn skrifar 25. mars 2015 10:15 Bandaríkin, Bretland, Noregur, Finnland, Danmörk og Svíþjóð. Allt eru þetta lönd sem láta sér nægja einn seðlabankastjóra. Sama gildir um Seðlabanka Evrópu, en þar hefur ekki verið talin ástæða til að skipa tvo meðreiðarsveina til aðstoðar Mario Draghi. Á Íslandi höfum við hins vegar lengst af farið aðra leið, og talið þörf á þremur seðlabankastjórum. Það fyrirkomulag var þó afnumið 2009 og hefur bankastjóri síðan þá starfað einsamall, en þó með aðstoðarseðlabankastjóra sér við hlið og bankastjórn sem gegnir eftirlitshlutverki. Ætla mætti að með þessu væri tryggt að starfsemi bankans gæti gengið snurðulaust fyrir sig, og raunar er ekkert sem bendir til þess að stjórn Seðlabankans hafi verið sérstaklega ábótavant síðan þriggja manna kerfið var afnumið – nema síður sé. Nefnd skipuð af fjármálaráðherra er þó á öðru máli og hefur lagt til úrbætur á starfseminni sem m.a. fela í sér að seðlabankastjórar verði aftur þrír. Hvernig getur það staðist að í 300 þúsund manna landi þurfi þrjá menn í sambærilega stöðu og einn maður gegnir í Bandaríkjunum? Landi sem er þúsund sinnum fjölmennara en Ísland. Má þá ekki segja að Bandaríkjamenn ættu að kalla til 2.999 nýja seðlabankastjóra til viðbótar þeim sem fyrir er á fleti, að Bretar ættu að fjölga í 600 og Danir í 45? Nei, vitaskuld ekki. Það er ágæt regla fyrir litla þjóð að finna ekki upp hjólið þegar auðveldlega má finna alþjóðlegar fyrirmyndir. Lausleg skoðun á þeim sem gegnt hafa embætti seðlabankastjóra leiðir í ljós að á árunum 1986 til 2009 gegndu sjö fyrrverandi ráðherrar embætti seðlabankastjóra. Þar af voru tveir fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokksins, og tveir formenn Framsóknarflokksins. Þar sat líka annar fyrrverandi framsóknarráðherra sem hætti störfum og keypti ásamt öðrum banka í ríkiseigu. Við þetta má svo bæta að þrír seðlabankastjórar tryggja ekki að bankinn standi vaktina á ögurstundu. Hver man annars ekki eftir því á haustdögum 2008 þegar allt sigldi í strand en ekki náðist í seðlabankastjóra þar sem hann var í kvikmyndahúsi? Það er óheiðarlegt að klæða tillögu um fjölgun seðlabankastjóra í skýrslubúning. Tillagan felur í sér afturhvarf til þeirra tíma þegar bankinn var pólitískt elliheimili, og affarasælast væri að segja það hreint út. Menn gætu þá tekist á um málið á þeim grundvelli. Sár reynslan kennir okkur nefnilega að við þurfum sjálfstæðan og faglegan Seðlabanka sem bregst við á ögurstundu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Bandaríkin, Bretland, Noregur, Finnland, Danmörk og Svíþjóð. Allt eru þetta lönd sem láta sér nægja einn seðlabankastjóra. Sama gildir um Seðlabanka Evrópu, en þar hefur ekki verið talin ástæða til að skipa tvo meðreiðarsveina til aðstoðar Mario Draghi. Á Íslandi höfum við hins vegar lengst af farið aðra leið, og talið þörf á þremur seðlabankastjórum. Það fyrirkomulag var þó afnumið 2009 og hefur bankastjóri síðan þá starfað einsamall, en þó með aðstoðarseðlabankastjóra sér við hlið og bankastjórn sem gegnir eftirlitshlutverki. Ætla mætti að með þessu væri tryggt að starfsemi bankans gæti gengið snurðulaust fyrir sig, og raunar er ekkert sem bendir til þess að stjórn Seðlabankans hafi verið sérstaklega ábótavant síðan þriggja manna kerfið var afnumið – nema síður sé. Nefnd skipuð af fjármálaráðherra er þó á öðru máli og hefur lagt til úrbætur á starfseminni sem m.a. fela í sér að seðlabankastjórar verði aftur þrír. Hvernig getur það staðist að í 300 þúsund manna landi þurfi þrjá menn í sambærilega stöðu og einn maður gegnir í Bandaríkjunum? Landi sem er þúsund sinnum fjölmennara en Ísland. Má þá ekki segja að Bandaríkjamenn ættu að kalla til 2.999 nýja seðlabankastjóra til viðbótar þeim sem fyrir er á fleti, að Bretar ættu að fjölga í 600 og Danir í 45? Nei, vitaskuld ekki. Það er ágæt regla fyrir litla þjóð að finna ekki upp hjólið þegar auðveldlega má finna alþjóðlegar fyrirmyndir. Lausleg skoðun á þeim sem gegnt hafa embætti seðlabankastjóra leiðir í ljós að á árunum 1986 til 2009 gegndu sjö fyrrverandi ráðherrar embætti seðlabankastjóra. Þar af voru tveir fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokksins, og tveir formenn Framsóknarflokksins. Þar sat líka annar fyrrverandi framsóknarráðherra sem hætti störfum og keypti ásamt öðrum banka í ríkiseigu. Við þetta má svo bæta að þrír seðlabankastjórar tryggja ekki að bankinn standi vaktina á ögurstundu. Hver man annars ekki eftir því á haustdögum 2008 þegar allt sigldi í strand en ekki náðist í seðlabankastjóra þar sem hann var í kvikmyndahúsi? Það er óheiðarlegt að klæða tillögu um fjölgun seðlabankastjóra í skýrslubúning. Tillagan felur í sér afturhvarf til þeirra tíma þegar bankinn var pólitískt elliheimili, og affarasælast væri að segja það hreint út. Menn gætu þá tekist á um málið á þeim grundvelli. Sár reynslan kennir okkur nefnilega að við þurfum sjálfstæðan og faglegan Seðlabanka sem bregst við á ögurstundu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira