Leifsstöð mun tvöfaldast ingvar haraldsson skrifar 25. mars 2015 10:00 Leifsstöð mun stækka verulega á næstu árum til að mæta auknum farþegafjölda. Á myndinni má sjá hvernig stefnt er að flugvöllurinn muni líta út árið 2040. mynd/isavia Flugstöð Keflavíkurflugvallar mun ríflega tvöfaldast að stærð á næsta aldafjórðungi. Bæta á við flugbraut austan megin við flugstöðina og fjölga flugstæðum úr 19 í 34. Uppbyggingin miðar að því að hægt verði að koma aukinni umferð í gegnum flugvöllinn. Áætlanir Isavia gera ráð fyrir að farþegum muni fjölga um helming á næsta áratug og fjöldi þeirra nærri tvöfaldast fram til ársins 2040. Búist er við að kostnaður við stækkunina muni nema á milli 150 og 200 milljörðum. Ekki er gert ráð fyrir að ríkissjóður muni leggja verkefninu til fé en Isavia er í eigu ríkisins. Þá er ekki gert ráð fyrir því að félagið þurfi að sækja sér aukið eigið fé til að fjármagna uppbygginguna.Til skoðunar að einkaaðilar komi að uppbyggingunni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að heppilegra gæti verið að einkaaðilar muni sjá um uppbyggingu flugvallarins. „Ég er ekki síst að horfa til þess að það kann að vera heppilegt að ríkið taki ekki á sig alla þá áhættu sem fylgir því að fara í tugmilljarða viðbótarfjárfestingar á Keflavíkurflugvelli og það er ekki rökbundin nauðsyn að ríkið eigi hvern einasta fermetra í flughlöðum og tengibyggingum sem einkaaðilar hafa sýnt áhuga á að fjármagna og jafnvel eiga og reka,“ sagði Bjarni.Endalegt skipulag kynnt í september Áformin eru hluti af áætlun um framtíð Keflavíkurflugvallar sem norska hönnunarstofan Nordic Office of Architecture vann fyrir Isavia. Hönnunarstofan varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um framtíð flugvallarins en niðurstöður hennar voru kynntar í síðasta mánuði. Isavia vinnur nú með norsku hönnunarstofunni og hagsmunaaðilum að nánari útfærslu tillagnanna. Kynna á endanlega áætlun að skipulagi flugvallarins í september á þessu ári. Tengdar fréttir Lentu á Keflavíkurflugvelli með veikan farþega Flugvél frá Lufthansa varð að lenda á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna veikinda farþega. Hún var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Vancouver í Kanada þegar veikindin komu upp. 9. mars 2015 13:47 Keflavíkurflugvöllur valinn besti flugvöllur Evrópu árið 2014 Keflavíkurflugvöllur kom vel út úr þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. 16. febrúar 2015 13:17 Keflavíkurflugvöllur besti flugvöllur í Evrópu Keflavíkurflugvöllur var nú á dögunum valinn besti flugvöllur í Evrópu 2014 af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. Viðurkenningin er mikið ánægjuefni f 27. febrúar 2015 07:00 Keflavíkurflugvöllur eftir 25 ár Flugstöðin verður stækkuð til norðurs og lögð verður ný norður-suður flugbraut vestan við flugvöllinn. 26. febrúar 2015 15:37 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Flugstöð Keflavíkurflugvallar mun ríflega tvöfaldast að stærð á næsta aldafjórðungi. Bæta á við flugbraut austan megin við flugstöðina og fjölga flugstæðum úr 19 í 34. Uppbyggingin miðar að því að hægt verði að koma aukinni umferð í gegnum flugvöllinn. Áætlanir Isavia gera ráð fyrir að farþegum muni fjölga um helming á næsta áratug og fjöldi þeirra nærri tvöfaldast fram til ársins 2040. Búist er við að kostnaður við stækkunina muni nema á milli 150 og 200 milljörðum. Ekki er gert ráð fyrir að ríkissjóður muni leggja verkefninu til fé en Isavia er í eigu ríkisins. Þá er ekki gert ráð fyrir því að félagið þurfi að sækja sér aukið eigið fé til að fjármagna uppbygginguna.Til skoðunar að einkaaðilar komi að uppbyggingunni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að heppilegra gæti verið að einkaaðilar muni sjá um uppbyggingu flugvallarins. „Ég er ekki síst að horfa til þess að það kann að vera heppilegt að ríkið taki ekki á sig alla þá áhættu sem fylgir því að fara í tugmilljarða viðbótarfjárfestingar á Keflavíkurflugvelli og það er ekki rökbundin nauðsyn að ríkið eigi hvern einasta fermetra í flughlöðum og tengibyggingum sem einkaaðilar hafa sýnt áhuga á að fjármagna og jafnvel eiga og reka,“ sagði Bjarni.Endalegt skipulag kynnt í september Áformin eru hluti af áætlun um framtíð Keflavíkurflugvallar sem norska hönnunarstofan Nordic Office of Architecture vann fyrir Isavia. Hönnunarstofan varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um framtíð flugvallarins en niðurstöður hennar voru kynntar í síðasta mánuði. Isavia vinnur nú með norsku hönnunarstofunni og hagsmunaaðilum að nánari útfærslu tillagnanna. Kynna á endanlega áætlun að skipulagi flugvallarins í september á þessu ári.
Tengdar fréttir Lentu á Keflavíkurflugvelli með veikan farþega Flugvél frá Lufthansa varð að lenda á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna veikinda farþega. Hún var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Vancouver í Kanada þegar veikindin komu upp. 9. mars 2015 13:47 Keflavíkurflugvöllur valinn besti flugvöllur Evrópu árið 2014 Keflavíkurflugvöllur kom vel út úr þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. 16. febrúar 2015 13:17 Keflavíkurflugvöllur besti flugvöllur í Evrópu Keflavíkurflugvöllur var nú á dögunum valinn besti flugvöllur í Evrópu 2014 af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. Viðurkenningin er mikið ánægjuefni f 27. febrúar 2015 07:00 Keflavíkurflugvöllur eftir 25 ár Flugstöðin verður stækkuð til norðurs og lögð verður ný norður-suður flugbraut vestan við flugvöllinn. 26. febrúar 2015 15:37 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Lentu á Keflavíkurflugvelli með veikan farþega Flugvél frá Lufthansa varð að lenda á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna veikinda farþega. Hún var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Vancouver í Kanada þegar veikindin komu upp. 9. mars 2015 13:47
Keflavíkurflugvöllur valinn besti flugvöllur Evrópu árið 2014 Keflavíkurflugvöllur kom vel út úr þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. 16. febrúar 2015 13:17
Keflavíkurflugvöllur besti flugvöllur í Evrópu Keflavíkurflugvöllur var nú á dögunum valinn besti flugvöllur í Evrópu 2014 af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. Viðurkenningin er mikið ánægjuefni f 27. febrúar 2015 07:00
Keflavíkurflugvöllur eftir 25 ár Flugstöðin verður stækkuð til norðurs og lögð verður ný norður-suður flugbraut vestan við flugvöllinn. 26. febrúar 2015 15:37