Skiptir miklu hvor er verri? Sigurjón M. Egilsson skrifar 24. mars 2015 07:00 Ákvarðanir virðast teknar eftir geðþótta en ekki eftir stefnu eða þörfum þjóðarinnar. Þessi ríkisstjórn hefur engan vilja til samstarfs, hvorki við aðila vinnumarkaðarins né á hinu pólitíska sviði. Þetta eru beinar tilvitnanir í fréttatilkynningu Sjálfstæðisflokksins þegar forsvarsmenn flokksins kynntu þá ákvörðun sína, árið 2011, að leggja fram vantrauststillögu á þáverandi ríkisstjórn. Meðal þess sem Bjarni Benediktsson gagnrýndi þá ríkisstjórn hvað harðast fyrir voru samskipti ríkisstjórnarinnar og deilenda á vinnumarkaði. ,,Á víxl ganga svika- og lygabrigsl milli ríkisstjórnarinnar og ASÍ,“ sagði Bjarni Benediktsson. Hann sagði að komin væri upp fordæmalaus staða í samskiptum ríkisstjórnarinnar og launþegahreyfingarinnar. Hann vildi vita hvort ríkisstjórnin vildi ekki bara viðurkenna getuleysið, úrræðaleysið og uppgjöfina: ,,Er ekki kominn tími til að skila lyklunum?“ sagði Bjarni. „Þetta sem helst nú varast vann / varð þó að koma yfir hann.“ Nú er Bjarni Benediktsson í sporum þeirra sem hann gagnrýndi svo mikið fyrir ekki löngu. Hans bíða mjög mikilvæg verkefni. Að óbreyttu stefnir í meiri átök á vinnumarkaði en dæmi eru um í langan, langan tíma. Bjarni Benediktsson dró upp rammann. Hann samdi við lækna og jók þar með væntingar annarra. Að svo færi gat Bjarni sagt sér sjálfur. Það eru ekki bara forsvarsmenn launþega sem gagnrýna núverandi ríkisstjórn. Það gera einnig forsvarsmenn atvinnulífsins. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er sögð vera svikul. Það eru ömurleg ummæli. Svo sannarlega má margt upp á fyrri ríkisstjórn klaga. Það var óráð að efna ekki til kosninga um hvort þjóðin vildi að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu, eða ekki. Það var óráð að ljúka ekki stjórnarskrárvinnunni, það var óráð að ljúka ekki breytingum á lögum um stjórn fiskveiða svo ekki sé talað um aðildarviðræðurnar. Það er margt út á fyrrverandi ríkisstjórn að setja. Svo sannarlega. Sama verður ugglaust sagt um þá ríkisstjórn sem nú situr. Hún fer á móti straumnum viss í sinni sök. Tæplega áttatíu prósent kjósenda, langtum fleiri en vilja ganga í Evrópusambandið, vilja að kosið verði um framhald viðræðnanna. Það segir að tugþúsundir kjósenda sem vilja með engu móti að við gerumst aðilar að Evrópusambandinu vilja að kosið verði um hvort eigi að halda viðræðunum áfram eða ekki. Það er fólk sem þyrstir í að stjórnmálamenn standi við gefin loforð. Öllu því fólki þykir ekkert til þeirra raka koma, sem ráðherrar og helstu þingmenn ríkisstjórnarinnar beita í sífellu, að fyrri ríkisstjórn lét ekki kjósa um upphaf viðræðnanna árið 2009. Fólk vill samt að núverandi valdhafar standi við það sem þeir sögðu. Ríkisstjórnin þarf ekki að óttast vantraust frá Alþingi. Hitt er annað að hún kippir sér ekki upp við það þótt allar skoðanakannanir sýni þverrandi traust til ríkisstjórnarinnar en hins vegar á hún eftir að bíta úr nálinni með samskiptin við deilendur á vinnumarkaði. Þar bíða verkefni. Umfram allt er flestum sama um hver sagði hvað eða gerði hvað. Nú er spurt, hvað verður gert og hvenær? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun
Ákvarðanir virðast teknar eftir geðþótta en ekki eftir stefnu eða þörfum þjóðarinnar. Þessi ríkisstjórn hefur engan vilja til samstarfs, hvorki við aðila vinnumarkaðarins né á hinu pólitíska sviði. Þetta eru beinar tilvitnanir í fréttatilkynningu Sjálfstæðisflokksins þegar forsvarsmenn flokksins kynntu þá ákvörðun sína, árið 2011, að leggja fram vantrauststillögu á þáverandi ríkisstjórn. Meðal þess sem Bjarni Benediktsson gagnrýndi þá ríkisstjórn hvað harðast fyrir voru samskipti ríkisstjórnarinnar og deilenda á vinnumarkaði. ,,Á víxl ganga svika- og lygabrigsl milli ríkisstjórnarinnar og ASÍ,“ sagði Bjarni Benediktsson. Hann sagði að komin væri upp fordæmalaus staða í samskiptum ríkisstjórnarinnar og launþegahreyfingarinnar. Hann vildi vita hvort ríkisstjórnin vildi ekki bara viðurkenna getuleysið, úrræðaleysið og uppgjöfina: ,,Er ekki kominn tími til að skila lyklunum?“ sagði Bjarni. „Þetta sem helst nú varast vann / varð þó að koma yfir hann.“ Nú er Bjarni Benediktsson í sporum þeirra sem hann gagnrýndi svo mikið fyrir ekki löngu. Hans bíða mjög mikilvæg verkefni. Að óbreyttu stefnir í meiri átök á vinnumarkaði en dæmi eru um í langan, langan tíma. Bjarni Benediktsson dró upp rammann. Hann samdi við lækna og jók þar með væntingar annarra. Að svo færi gat Bjarni sagt sér sjálfur. Það eru ekki bara forsvarsmenn launþega sem gagnrýna núverandi ríkisstjórn. Það gera einnig forsvarsmenn atvinnulífsins. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er sögð vera svikul. Það eru ömurleg ummæli. Svo sannarlega má margt upp á fyrri ríkisstjórn klaga. Það var óráð að efna ekki til kosninga um hvort þjóðin vildi að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu, eða ekki. Það var óráð að ljúka ekki stjórnarskrárvinnunni, það var óráð að ljúka ekki breytingum á lögum um stjórn fiskveiða svo ekki sé talað um aðildarviðræðurnar. Það er margt út á fyrrverandi ríkisstjórn að setja. Svo sannarlega. Sama verður ugglaust sagt um þá ríkisstjórn sem nú situr. Hún fer á móti straumnum viss í sinni sök. Tæplega áttatíu prósent kjósenda, langtum fleiri en vilja ganga í Evrópusambandið, vilja að kosið verði um framhald viðræðnanna. Það segir að tugþúsundir kjósenda sem vilja með engu móti að við gerumst aðilar að Evrópusambandinu vilja að kosið verði um hvort eigi að halda viðræðunum áfram eða ekki. Það er fólk sem þyrstir í að stjórnmálamenn standi við gefin loforð. Öllu því fólki þykir ekkert til þeirra raka koma, sem ráðherrar og helstu þingmenn ríkisstjórnarinnar beita í sífellu, að fyrri ríkisstjórn lét ekki kjósa um upphaf viðræðnanna árið 2009. Fólk vill samt að núverandi valdhafar standi við það sem þeir sögðu. Ríkisstjórnin þarf ekki að óttast vantraust frá Alþingi. Hitt er annað að hún kippir sér ekki upp við það þótt allar skoðanakannanir sýni þverrandi traust til ríkisstjórnarinnar en hins vegar á hún eftir að bíta úr nálinni með samskiptin við deilendur á vinnumarkaði. Þar bíða verkefni. Umfram allt er flestum sama um hver sagði hvað eða gerði hvað. Nú er spurt, hvað verður gert og hvenær?
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun