Verða í auglýsingu fyrir The Kooples Adda Soffia Ingvarsdottir skrifar 24. mars 2015 08:00 María Birta og Elli Vísir Leikkonan, fyrirsætan og verslunareigandinn María Birta situr fyrir í auglýsingum fyrir tískufyrirtækið The Kooples ásamt eiginmanni sínum Ella Egilssyni. Ljósmyndari á vegum þeirra var staddur hér á landi síðastliðið sumar í þeim tilgangi að finna pör í auglýsingu fyrir merkið, en í öllum þeirra auglýsingum eru pör. „Kærasta ljósmyndarans var að máta föt í Maníu, versluninni minni, þegar Elli kemur til að aðstoða mig við að taka upp sendingu. Ljósmyndarinn spurði okkur þá hvort við værum ekki til í að vera með,“ segir María. Hún og Elli slógu til og voru myndirnar teknar síðasta sumar, í lok júní. „Myndirnar voru teknar við höfnina í Reykjavík. Það vildi einmitt svo skemmtilega til að við vorum að fara að gifta okkur tveimur vikum síðar,“ segir María. Þau hjónin fengu svo þær fréttir fyrir þremur vikum að myndin af þeim hefði verið valin til þess að nota í auglýsingar hjá The Kooples og að hún yrði á sýningu í New York. „Þetta er einhver sýning á vegum Air France Magazine og The Kooples og myndin af okkur var valin á hana ásamt nokkrum öðrum,“ bætir hún við, en þau þekktu merkið vel og þykir því mikill heiður að sitja fyrir hjá þeim. Myndirnar munu svo fara í birtingu í verslunum The Kooples. María er alls ekki óvön fyrirsætustörfunum og nú síðast gekk hún tískupallana á Reykjavík Fashion Festival, ásamt því að hún hefur farið með hlutverk í kvikmyndunum Svartur á leik og XL. Elli var einn meðlima hljómsveitarinnar Steed Lord, en í dag reka þau saman verslunina MONO ásamt því að María á verslunina Maníu. Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Leikkonan, fyrirsætan og verslunareigandinn María Birta situr fyrir í auglýsingum fyrir tískufyrirtækið The Kooples ásamt eiginmanni sínum Ella Egilssyni. Ljósmyndari á vegum þeirra var staddur hér á landi síðastliðið sumar í þeim tilgangi að finna pör í auglýsingu fyrir merkið, en í öllum þeirra auglýsingum eru pör. „Kærasta ljósmyndarans var að máta föt í Maníu, versluninni minni, þegar Elli kemur til að aðstoða mig við að taka upp sendingu. Ljósmyndarinn spurði okkur þá hvort við værum ekki til í að vera með,“ segir María. Hún og Elli slógu til og voru myndirnar teknar síðasta sumar, í lok júní. „Myndirnar voru teknar við höfnina í Reykjavík. Það vildi einmitt svo skemmtilega til að við vorum að fara að gifta okkur tveimur vikum síðar,“ segir María. Þau hjónin fengu svo þær fréttir fyrir þremur vikum að myndin af þeim hefði verið valin til þess að nota í auglýsingar hjá The Kooples og að hún yrði á sýningu í New York. „Þetta er einhver sýning á vegum Air France Magazine og The Kooples og myndin af okkur var valin á hana ásamt nokkrum öðrum,“ bætir hún við, en þau þekktu merkið vel og þykir því mikill heiður að sitja fyrir hjá þeim. Myndirnar munu svo fara í birtingu í verslunum The Kooples. María er alls ekki óvön fyrirsætustörfunum og nú síðast gekk hún tískupallana á Reykjavík Fashion Festival, ásamt því að hún hefur farið með hlutverk í kvikmyndunum Svartur á leik og XL. Elli var einn meðlima hljómsveitarinnar Steed Lord, en í dag reka þau saman verslunina MONO ásamt því að María á verslunina Maníu.
Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira