Festi lögreglubílinn í stórgrýti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. mars 2015 10:30 „Þó að ég sé Skagfirðingur og helmingurinn af karlakórnum Heimi sé skyldur mér þá fékk ég enga sönghæfileika í arf, því miður,“ segir Vilhjálmur. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason var farinn að skipta sér af pólitík strax sjö ára gamall en átti aldrei von á að komast sjálfur á þing. Honum finnst heillandi að vera í samskiptum við fólk um allt land, jafnvel þótt það skammi hann fyrir þrasið á þinginu. Væri einhversstaðar hægt læra að verða alþingismaður? Lífsins skóli er líklega besta námið fyrir þingstörfin en allir eru jafn hæfir til að sitja á Alþingi. Í starfi mínu sem lögreglumaður hef ég lært mikið um samfélagið og fjölbreytileika lífsins. Einhvern gæti kannski vantað smá sjálfstraust til að láta skoðanir sínar í ljós og þá gæti sjálfstyrkingarnámskeið verið kjörið fyrir þá.Hvernig kanntu við þig í embættinu? Ég kann mjög vel við mig í embætti alþingismanns, enda er það fjölbreytt og gefandi starf. Engir tveir dagar eru eins sem getur verið kostur og galli. Stundum er dagskrá dagsins öll komin úr skorðum fyrir hádegi. Ég hef alltaf verið mjög virkur í félagsstörfum, innan íþrótta, skóla og vinnu. Það er því gaman að fá að vinna við áhugamálið sitt.Dreymdi þig um þingmennsku þegar þú varst unglingur? Já ég hugsa það. Ég hafði fljótt mikinn áhuga á stjórnmálum og þótti þingmennskan spennandi, var virkur í öllum kosningum en átti aldrei von á að ég ætti möguleika á að komast þangað sjálfur. Ég man þegar ég var sjö eða átta ára var skrifað niður á kjörstöðum hverjir hefðu kosið. Ég fór með reglulegu millibili á kjörstaðinn og sótti listann og dreifði á kosningaskrifstofur allra flokka. Vilhjálmur og Sigurlaug Pétursdóttir á þjóðhátíð í Eyjum.Hvað er mest heillandi við starfið? Að fá að vera í samskiptum við fólk um allt land og kynnst fólkinu, verkefnunum sem það fæst við og leggja því lið við að bæta samfélagið. Það er svo gaman að fara um landið í heimsókn á fjölbreytta staði, hitta fólk og heyra hvað það hefur að segja. Það eru svo margir að vinna að fullt af flottum verkefnum sem þeir vilja kynna fyrir okkur þingmönnum og svo eru aðrir sem hundskamma okkur fyrir þrasið á þinginu og það er líka gaman að eiga þau samskipti.Hvað kom þér mest á óvart á þinginu? Hvað þingmenn eru góðir vinir þrátt fyrir að hafa tekist hart á í þingsal nokkrum mínútum áður. Maður á marga góða vini úr flestum hinna þingflokkanna. Einnig kom það mikið á óvart hvað mikið óskipulag getur verið í annars miklu skipulagi og hvað tíminn er oft illa nýttur.Taka þingmenn stundum lagið, til dæmis afmælissönginn? Já andinn er góður í þinginu og afmælissöngurinn er tekinn ef tækifæri gefst. En þó ég sé Skagfirðingur og helmingurinn af karlakórnum Heimi sé skyldur mér þá fékk ég enga sönghæfileika í arf, því miður.Patrekur Árni, Andri Steinn og Pétur Þór í bólinu hjá pabba.Áttu þér eftirlætis stað á Íslandi? Skagafjörðurinn þegar kvöldsólin sest. Þegar ég var í sveit á Mannskaðahóli vaknaði ég alla morgna og sá Drangey, Málmey og Þórðarhöfða út um gluggann, þá þurfti ekkert málverk. Einnig líður mér alltaf eins og heima hjá mér þegar ég kem til Vestmannaeyja, bæði umhverfið og fólkið sér til þess.Hefurðu migið í saltan sjó? Nei ég get ekki sagt það, en hef unnið aðeins í fiskvinnslu. Ég var í sveit öll mín æskuár og þar var veitt mikið af silungi í net, 1100 stykki einn daginn sem var ánægjulegt þar sem því hafði verið lýst yfir áður að ég væri fiskifæla.Hlustarðu á tónlist og þá hvernig tónlist helst? Ég hlusta lítið á tónlist en hef gaman af því að fara á allskyns tónleika. Helgi Björns er í uppáhaldi.„?Já, góðan og blessaðan daginn!?Hefurðu einhverntíma komist í hann krappan og þá hvernig? Ég og félaginn minn í lögreglunni fórum á einni næturvaktinni í könnunarleiðangur eftir gömlum vegarslóða sem endaði skyndilega. Þegar við ætluðum að keyra til baka var það nánast ómögulegt og við festum lögreglubílinn í stórgrýti. Við héldum að hann yrði þar þangað til hann yrði hífður í burtu og vorum orðnir ansi fölir í framan. Eftir klukkutíma bras, örvæntingu og miklar pælingar tókst okkur að losa bílinn án skemmda á bílnum og ummerkja á náttúrunni. En hvernig það tókst veit ég ekki enn. Held að lögreglustjórinn viti ekki af þessu ennþá!Hver eru aðaláhugamálin? Ferðalög og útivist um landið okkar með fjölskyldunni. Ég æfði körfubolta á mínum yngri árum og fylgist enn vel með leikjum, þó aðallega með mínum liðum, Tindastól og Grindavík. Einnig hef ég mjög gaman að því að fara í leikhús og á tónleika. Alþingi Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Vilhjálmur Árnason var farinn að skipta sér af pólitík strax sjö ára gamall en átti aldrei von á að komast sjálfur á þing. Honum finnst heillandi að vera í samskiptum við fólk um allt land, jafnvel þótt það skammi hann fyrir þrasið á þinginu. Væri einhversstaðar hægt læra að verða alþingismaður? Lífsins skóli er líklega besta námið fyrir þingstörfin en allir eru jafn hæfir til að sitja á Alþingi. Í starfi mínu sem lögreglumaður hef ég lært mikið um samfélagið og fjölbreytileika lífsins. Einhvern gæti kannski vantað smá sjálfstraust til að láta skoðanir sínar í ljós og þá gæti sjálfstyrkingarnámskeið verið kjörið fyrir þá.Hvernig kanntu við þig í embættinu? Ég kann mjög vel við mig í embætti alþingismanns, enda er það fjölbreytt og gefandi starf. Engir tveir dagar eru eins sem getur verið kostur og galli. Stundum er dagskrá dagsins öll komin úr skorðum fyrir hádegi. Ég hef alltaf verið mjög virkur í félagsstörfum, innan íþrótta, skóla og vinnu. Það er því gaman að fá að vinna við áhugamálið sitt.Dreymdi þig um þingmennsku þegar þú varst unglingur? Já ég hugsa það. Ég hafði fljótt mikinn áhuga á stjórnmálum og þótti þingmennskan spennandi, var virkur í öllum kosningum en átti aldrei von á að ég ætti möguleika á að komast þangað sjálfur. Ég man þegar ég var sjö eða átta ára var skrifað niður á kjörstöðum hverjir hefðu kosið. Ég fór með reglulegu millibili á kjörstaðinn og sótti listann og dreifði á kosningaskrifstofur allra flokka. Vilhjálmur og Sigurlaug Pétursdóttir á þjóðhátíð í Eyjum.Hvað er mest heillandi við starfið? Að fá að vera í samskiptum við fólk um allt land og kynnst fólkinu, verkefnunum sem það fæst við og leggja því lið við að bæta samfélagið. Það er svo gaman að fara um landið í heimsókn á fjölbreytta staði, hitta fólk og heyra hvað það hefur að segja. Það eru svo margir að vinna að fullt af flottum verkefnum sem þeir vilja kynna fyrir okkur þingmönnum og svo eru aðrir sem hundskamma okkur fyrir þrasið á þinginu og það er líka gaman að eiga þau samskipti.Hvað kom þér mest á óvart á þinginu? Hvað þingmenn eru góðir vinir þrátt fyrir að hafa tekist hart á í þingsal nokkrum mínútum áður. Maður á marga góða vini úr flestum hinna þingflokkanna. Einnig kom það mikið á óvart hvað mikið óskipulag getur verið í annars miklu skipulagi og hvað tíminn er oft illa nýttur.Taka þingmenn stundum lagið, til dæmis afmælissönginn? Já andinn er góður í þinginu og afmælissöngurinn er tekinn ef tækifæri gefst. En þó ég sé Skagfirðingur og helmingurinn af karlakórnum Heimi sé skyldur mér þá fékk ég enga sönghæfileika í arf, því miður.Patrekur Árni, Andri Steinn og Pétur Þór í bólinu hjá pabba.Áttu þér eftirlætis stað á Íslandi? Skagafjörðurinn þegar kvöldsólin sest. Þegar ég var í sveit á Mannskaðahóli vaknaði ég alla morgna og sá Drangey, Málmey og Þórðarhöfða út um gluggann, þá þurfti ekkert málverk. Einnig líður mér alltaf eins og heima hjá mér þegar ég kem til Vestmannaeyja, bæði umhverfið og fólkið sér til þess.Hefurðu migið í saltan sjó? Nei ég get ekki sagt það, en hef unnið aðeins í fiskvinnslu. Ég var í sveit öll mín æskuár og þar var veitt mikið af silungi í net, 1100 stykki einn daginn sem var ánægjulegt þar sem því hafði verið lýst yfir áður að ég væri fiskifæla.Hlustarðu á tónlist og þá hvernig tónlist helst? Ég hlusta lítið á tónlist en hef gaman af því að fara á allskyns tónleika. Helgi Björns er í uppáhaldi.„?Já, góðan og blessaðan daginn!?Hefurðu einhverntíma komist í hann krappan og þá hvernig? Ég og félaginn minn í lögreglunni fórum á einni næturvaktinni í könnunarleiðangur eftir gömlum vegarslóða sem endaði skyndilega. Þegar við ætluðum að keyra til baka var það nánast ómögulegt og við festum lögreglubílinn í stórgrýti. Við héldum að hann yrði þar þangað til hann yrði hífður í burtu og vorum orðnir ansi fölir í framan. Eftir klukkutíma bras, örvæntingu og miklar pælingar tókst okkur að losa bílinn án skemmda á bílnum og ummerkja á náttúrunni. En hvernig það tókst veit ég ekki enn. Held að lögreglustjórinn viti ekki af þessu ennþá!Hver eru aðaláhugamálin? Ferðalög og útivist um landið okkar með fjölskyldunni. Ég æfði körfubolta á mínum yngri árum og fylgist enn vel með leikjum, þó aðallega með mínum liðum, Tindastól og Grindavík. Einnig hef ég mjög gaman að því að fara í leikhús og á tónleika.
Alþingi Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira