Ekkert að óttast Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 20. mars 2015 07:00 Hann er óttasleginn, borgarfulltrúinn og fyrrum bílasalinn sem hefur lýst sig andvígan nýsamþykktum breytingum á Grensásvegi sem miða að því að nútímavæða götuna. Að hans sögn er óvissan í tengslum við framkvæmdirnar mikil og öryggi ungs fólks stefnt í hættu. Af orðum borgarfulltrúans í fjölmiðlum að dæma mætti halda að hér væri um fordæmalausa framkvæmd að ræða. Það væri vissulega spennandi ef Reykjavíkurborg tæki af skarið með byltingarkenndum tilraunum í umferðarskipulagi þar sem algjör óvissa ríkti um útkomuna. Það er hins vegar ekki raunin. Borgin er eingöngu að gera það sem leiðandi borgir í heiminum gerðu fyrir mörgum áratugum, að leggja hjólastíga. Blessunarlega fyrir borgarfulltrúann ríkir engin óvissa um afleiðingarnar af þessum einföldu framkvæmdum. Rannsóknir á áhrifum hjólastíga í borgum nema hundruðum og niðurstöðurnar eru allar á sama veg. Lagning hjólastíga er ein allra besta og arðbærasta fjárfesting sem borgir geta ráðist í. Raunar er ávinningurinn svo mikill í tengslum við lýðheilsu og minnkandi byrði á heilbrigðiskerfið að ríkið ætti með réttu að fjármagna framkvæmdir sem þessar. Annars er alltaf áhugavert þegar stjórnmálamenn sem berjast fyrir aukinni bílaumferð tala um öryggi. Í því samhengi er rétt að benda á að rúmlega 3.300 manns láta lífið daglega af völdum bílslysa samkvæmt gögnum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Í kringum 60% af þeim fjölda eru ungt fólk á aldrinum 15-44 ára, einkum berskjaldaðir vegfarendur gatna þar sem mismunandi ferðamátar hafa ekki verið aðskildir. Í Bandaríkjunum eru bílslys helsta dánarorsök fólks á aldrinum 5–34 ára. Þær skipulagsáætlanir sem sæta jafnan gagnrýni í Reykjavík eru ekki settar fram að ástæðulausu. Þar að auki er sannarlega ekki verið að framkvæma neitt sem ekki hefur verið framkvæmt áður í ótal öðrum borgum með vel þekktum og jákvæðum afleiðingum. Það er því ekkert að óttast, hvorki við Grensásveg né aðrar götur þar sem löngu tímabær framfaraskref eru fyrirhuguð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun
Hann er óttasleginn, borgarfulltrúinn og fyrrum bílasalinn sem hefur lýst sig andvígan nýsamþykktum breytingum á Grensásvegi sem miða að því að nútímavæða götuna. Að hans sögn er óvissan í tengslum við framkvæmdirnar mikil og öryggi ungs fólks stefnt í hættu. Af orðum borgarfulltrúans í fjölmiðlum að dæma mætti halda að hér væri um fordæmalausa framkvæmd að ræða. Það væri vissulega spennandi ef Reykjavíkurborg tæki af skarið með byltingarkenndum tilraunum í umferðarskipulagi þar sem algjör óvissa ríkti um útkomuna. Það er hins vegar ekki raunin. Borgin er eingöngu að gera það sem leiðandi borgir í heiminum gerðu fyrir mörgum áratugum, að leggja hjólastíga. Blessunarlega fyrir borgarfulltrúann ríkir engin óvissa um afleiðingarnar af þessum einföldu framkvæmdum. Rannsóknir á áhrifum hjólastíga í borgum nema hundruðum og niðurstöðurnar eru allar á sama veg. Lagning hjólastíga er ein allra besta og arðbærasta fjárfesting sem borgir geta ráðist í. Raunar er ávinningurinn svo mikill í tengslum við lýðheilsu og minnkandi byrði á heilbrigðiskerfið að ríkið ætti með réttu að fjármagna framkvæmdir sem þessar. Annars er alltaf áhugavert þegar stjórnmálamenn sem berjast fyrir aukinni bílaumferð tala um öryggi. Í því samhengi er rétt að benda á að rúmlega 3.300 manns láta lífið daglega af völdum bílslysa samkvæmt gögnum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Í kringum 60% af þeim fjölda eru ungt fólk á aldrinum 15-44 ára, einkum berskjaldaðir vegfarendur gatna þar sem mismunandi ferðamátar hafa ekki verið aðskildir. Í Bandaríkjunum eru bílslys helsta dánarorsök fólks á aldrinum 5–34 ára. Þær skipulagsáætlanir sem sæta jafnan gagnrýni í Reykjavík eru ekki settar fram að ástæðulausu. Þar að auki er sannarlega ekki verið að framkvæma neitt sem ekki hefur verið framkvæmt áður í ótal öðrum borgum með vel þekktum og jákvæðum afleiðingum. Það er því ekkert að óttast, hvorki við Grensásveg né aðrar götur þar sem löngu tímabær framfaraskref eru fyrirhuguð.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun