Tíska og hönnun

Lífstílsblogg gagnrýnd: „Hvaða færslur eru keyptar og hverjar ekki?“

Guðrún Ansnes skrifar
Lífstílsblogg eru gríðarlega vinsæl um þessar mundir.
Lífstílsblogg eru gríðarlega vinsæl um þessar mundir. Visir/Getty
Svokallaðar lífstílsbloggsíður njóta sífellt aukinna vinsælda hér á landi. Á slíkum síðum má finna ráðleggingar frá bloggurum, sem alla jafna er fagfólk á sínu sviði, um hvernig eigi að tolla í tískunni og gefa góð ráð. Bloggararnir mæla gjarnan með tilteknum vörum og þjónustu.

Sumir lesendur velta nú fyrir sér trúverðugleika bloggaranna og hafa heitar umræður skapast á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Þar spyrja sumir lesendur hvort að markaðstengd öfl ráði för í umfjöllun á bloggsíðunum.



Helga Eir GunnlaugsdóttirMynd/Helga Eir
Efast um sannleiksgildið

„Satt best að segja er ég nánasthætt að taka mark á bloggurum og hristi bara hausinn yfir þessu,“ segir Helga Eir Gunnlaugsdóttir ein þeirra sem hefur tjáð sig um stöðuna. Hún segist nánast geta bent á þær færslur sem keyptar eru, en merkinga er iðulega ábótavant samkvæmt Helgu. „Væri ekki eðlilegt að bloggarar tilgreindu hvaða færslur væru keyptar og hverjar ekki?“ spyr hún.

Matthildur Sveinsdóttir, löfræðingur neyendaréttarsviða hjá Neytendastofu segir stofnunina meðvitaða um að í einhverjum tilvikum geti verið um kostaða umfjöllun að ræða án þess að þess sé sérstaklega getið. Hún undirstrikar að reglum samkvæmt beri að greina á milli auglýsinga og annars efnis, hvort sem er í prentmiðlum,tímaritum eða á bloggsíðum, allt falli þetta undir sama hatt.

„Þetta er í gangi og er eitthvað sem þarf að skoða nánar,“ segir Matthildur. Magnús Magnússon, sérfræðingur í netmarkaðsfræðum hjá Íslensku auglýsingastofunni,segir bloggara hljóta vaxandi vægis í markaðsmálum. Bloggarar hafi slíkt aðgengi að markhópum að um beina markaðssetningu sé að ræða þegar fyrirtæki nýti sér að auglýsa hjá þeim. Hann tekur jafnframt í sama streng og Matthildur, og bendir á að æskilegt sé taka fram sé um auglýsingar að ræða í bloggfærslum.



Tinna AlavisMynd/Tinna Alavis
Mismunandi sjónarhorn 

Tinna Alavis er ein þeirra sem vakið hefur athygli fyrir bloggsíðu sína þar sem hún tekur allt milli himins og jarðar fyrir.„Ég býð upp á kostaðar færslur en fjalla einungis um vörur sem ég hef prófað sjálf og get mælt með fyrir mína lesendur,“ segir Tinna og bætir við „það fer eftir því hvernig samkomulagið er við fyrirtækin hverju sinni hvort ég taki fram að færslan sé keypt.“

Erna Hrund Hermannsdóttir,sem heldur úti síðunni Reykjavík Fashion Journal, segist ekki bjóða uppá keypta umfjöllun. Það hafi hún prófaði einu sinni en látið þar við sitja. „Ef ég fjalla um vörur sem mér hafa verið sendar gæti ég þess að hafa sérútbúna klausu sem upplýsir lesendur um það,“ útskýrir Erna. 



Aðrir bloggarar sem blaðamaður setti sig í samband við sóru af sér allt sem kalla mætti keypta umfjöllun og báru sumir við að lesendur væru líklega að gera sér upp hugmyndir um að færslur væru keyptar þegar þær væru það ekki. Þegar helstu lífstílsbloggsíður landsins eru skoðaðar kemur í ljós að sárafáar tileinka sér að gera slíkum upplýsingum skil.


Tengdar fréttir

Einn vinsælasti bloggari Bretlands

Tanya Burr er einn vinsælasti Youtube-bloggari Bretlands. Hún heldur úti líflegri síðu á Youtube þar sem hún hleður inn fjölbreyttum myndböndum, en 6,5 milljónir manna fylgjast með henni í hverjum mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×