Ætlaði alltaf að verða búðarkona Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2015 09:00 Snúran opnar í Síðumúla í dag og það er allt að verða tilbúið. Vísir/Pjetur „Það var þrennt sem ég ætlaði að gera þegar ég var lítil. Ég ætlaði alltaf að verða búðarkona, fegurðardrottning og ekki gifta mig. Ég er gift og með fjögur börn þannig ég ætla að láta þann draum að verða búðarkona rætast, “ segir Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi verslunarinnar Snúran, hlæjandi. Í dag opnar Snúran verslun í húsnæði í Síðumúla en Snúran hefur fram til þessa einungis verið vefverslun. „Þetta var orðið svo rosalega mikið að ég var alveg búin að sprengja utan af mér allt hérna heima,“ segir Rakel um ástæður þess að hún ákvað að opna verslunina. „Þótt fólk sé mikið að panta á netinu þá er stór hópur sem vill fá að skoða vöruna.“ Snúruna opnaði Rakel fyrir rúmu ári og hafa viðtökurnar verið vonum framar. „Ég ætlaði bara að vera í námi og skráði mig í master í fjarnámi. Ég hef ekki geta gert neitt í því, þetta er bara búin að vera full vinna síðan ég byrjaði,“ segir hún og hlær. Vöruúrval verslunarinnar mun óhjákvæmilega stækka í kjölfar stærra rýmis. „Ég er búin að bæta við mig svolítið af stærri húsgögnum, stólum, gólfmottum og borðum.“ En verslunin selur meðal annars vörur frá merkjunum Pia Wallén, Herman Cph og íslenska hönnun frá Pyro Pets og Finnsdóttur. Í tilefni af opnuninni verður opnunarteiti í nýjum húskynnum Snúrunnar að Síðumúla 21 klukkan fimm. Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
„Það var þrennt sem ég ætlaði að gera þegar ég var lítil. Ég ætlaði alltaf að verða búðarkona, fegurðardrottning og ekki gifta mig. Ég er gift og með fjögur börn þannig ég ætla að láta þann draum að verða búðarkona rætast, “ segir Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi verslunarinnar Snúran, hlæjandi. Í dag opnar Snúran verslun í húsnæði í Síðumúla en Snúran hefur fram til þessa einungis verið vefverslun. „Þetta var orðið svo rosalega mikið að ég var alveg búin að sprengja utan af mér allt hérna heima,“ segir Rakel um ástæður þess að hún ákvað að opna verslunina. „Þótt fólk sé mikið að panta á netinu þá er stór hópur sem vill fá að skoða vöruna.“ Snúruna opnaði Rakel fyrir rúmu ári og hafa viðtökurnar verið vonum framar. „Ég ætlaði bara að vera í námi og skráði mig í master í fjarnámi. Ég hef ekki geta gert neitt í því, þetta er bara búin að vera full vinna síðan ég byrjaði,“ segir hún og hlær. Vöruúrval verslunarinnar mun óhjákvæmilega stækka í kjölfar stærra rýmis. „Ég er búin að bæta við mig svolítið af stærri húsgögnum, stólum, gólfmottum og borðum.“ En verslunin selur meðal annars vörur frá merkjunum Pia Wallén, Herman Cph og íslenska hönnun frá Pyro Pets og Finnsdóttur. Í tilefni af opnuninni verður opnunarteiti í nýjum húskynnum Snúrunnar að Síðumúla 21 klukkan fimm.
Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira