Ferðafólk hættir við að koma vofi verkföll yfir sveinn arnarsson skrifar 19. mars 2015 07:00 Fyrri reynsla ferðaþjónustunnar sýnir að mögulegt verkfall hefur fljótt áhrif á afbókanir í greininni og veldur íslensku efnahagslífi miklum búsifjum. Fréttablaðið/GVA Boðaðar verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins (SGS) munu hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), hefur áhyggjur af launakröfum sambandsins en vonar að samningsaðilar nái samningum áður en til verkfalla kemur.Helga Árnadóttir Framkvæmdastjóri SAF. Fréttablaðið/GVA„Farið er fram á 50 til 70 prósenta hækkun launa allra félagsmanna og þá er gert ráð fyrir að hækkun þeirra hæst launuðu sé hlutfallslega mest. Ef gengið yrði að þessum kröfum myndi það hafa mikil og alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna og ekki síst á minni fyrirtæki á landsbyggðinni sem hafa verið að byggja upp starfsemi sína með tilheyrandi fjárfestingum. Hlutfall launa í ferðaþjónustu er almennt hátt og því ljóst að áhrifin yrðu gríðarleg,“ segir Helga. „Íslensk ferðaþjónusta er í mikilli samkeppni við aðra áfangastaði. Nú þegar þykir landið frekar dýrt ferðaþjónustuland og því myndi slík hækkun launa veikja verulega samkeppnishæfni þess.“ Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir það á ábyrgð SA ef til verkfalls kemur. „Það er alveg ljóst að ef til verkfallsaðgerða kemur mun það hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna úti á landi. Við megum ekki gleyma því að við erum að fara í verkfall vegna þess að Samtök atvinnulífsins vilja ekki ræða við okkur. Það er því á þeirra ábyrgð ef til verkfalla kemur. Einnig megum við ekki gleyma því að starfsfólk í ferðaþjónustu er yfirleitt á lægstu laununum,“ segir Björn.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Fréttablaðið/AuðunnSGS, sem fer með samningsumboð fyrir ríflega tíu þúsund manns, hefur boðað verkfallsaðgerðir frá og með tíunda apríl næstkomandi. Krafa þeirra er að grunnlaun hækki á næstu þremur árum upp í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Frá 10. apríl til 26. maí verða tímabundin verkföll á hinum ýmsu stöðum á landinu. Ef ekki verður samið fyrir þann tíma skellur á ótímabundið allsherjarverkfall þeirra 16 aðildarfélaga sem veitt hafa SGS umboð sitt. Yfirvofandi verkfall getur farið að hafa áhrif strax á afbókanir erlendra ferðamanna að mati Helgu. Fyrri reynsla sýni að afbókanir byrji að hrannast inn hjá ferðaþjónustuaðilum áður en til verkfalls kemur. „Við sáum það í verkfallsaðgerðum flugstéttanna síðastliðið vor. Þá urðum við strax vör við töluvert margar afbókanir með tilheyrandi tekjutapi. Ferðamenn eru fljótir að afbóka ferðir þegar óvissuástand skapast. Orðspor og ímynd íslenskrar ferðaþjónustu skiptir okkur öllu máli en óróleiki sem þessi er fljótur að spyrjast út,“ segir Helga. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Boðaðar verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins (SGS) munu hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), hefur áhyggjur af launakröfum sambandsins en vonar að samningsaðilar nái samningum áður en til verkfalla kemur.Helga Árnadóttir Framkvæmdastjóri SAF. Fréttablaðið/GVA„Farið er fram á 50 til 70 prósenta hækkun launa allra félagsmanna og þá er gert ráð fyrir að hækkun þeirra hæst launuðu sé hlutfallslega mest. Ef gengið yrði að þessum kröfum myndi það hafa mikil og alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna og ekki síst á minni fyrirtæki á landsbyggðinni sem hafa verið að byggja upp starfsemi sína með tilheyrandi fjárfestingum. Hlutfall launa í ferðaþjónustu er almennt hátt og því ljóst að áhrifin yrðu gríðarleg,“ segir Helga. „Íslensk ferðaþjónusta er í mikilli samkeppni við aðra áfangastaði. Nú þegar þykir landið frekar dýrt ferðaþjónustuland og því myndi slík hækkun launa veikja verulega samkeppnishæfni þess.“ Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir það á ábyrgð SA ef til verkfalls kemur. „Það er alveg ljóst að ef til verkfallsaðgerða kemur mun það hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna úti á landi. Við megum ekki gleyma því að við erum að fara í verkfall vegna þess að Samtök atvinnulífsins vilja ekki ræða við okkur. Það er því á þeirra ábyrgð ef til verkfalla kemur. Einnig megum við ekki gleyma því að starfsfólk í ferðaþjónustu er yfirleitt á lægstu laununum,“ segir Björn.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Fréttablaðið/AuðunnSGS, sem fer með samningsumboð fyrir ríflega tíu þúsund manns, hefur boðað verkfallsaðgerðir frá og með tíunda apríl næstkomandi. Krafa þeirra er að grunnlaun hækki á næstu þremur árum upp í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Frá 10. apríl til 26. maí verða tímabundin verkföll á hinum ýmsu stöðum á landinu. Ef ekki verður samið fyrir þann tíma skellur á ótímabundið allsherjarverkfall þeirra 16 aðildarfélaga sem veitt hafa SGS umboð sitt. Yfirvofandi verkfall getur farið að hafa áhrif strax á afbókanir erlendra ferðamanna að mati Helgu. Fyrri reynsla sýni að afbókanir byrji að hrannast inn hjá ferðaþjónustuaðilum áður en til verkfalls kemur. „Við sáum það í verkfallsaðgerðum flugstéttanna síðastliðið vor. Þá urðum við strax vör við töluvert margar afbókanir með tilheyrandi tekjutapi. Ferðamenn eru fljótir að afbóka ferðir þegar óvissuástand skapast. Orðspor og ímynd íslenskrar ferðaþjónustu skiptir okkur öllu máli en óróleiki sem þessi er fljótur að spyrjast út,“ segir Helga.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira