Í skýjunum með vel heppnaða hátíð Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 18. mars 2015 13:30 Þórey Eva Einarsdóttir Vísir „Við erum ferlega sátt við ný yfirstaða hátíð ,“ segir Þórey Eva Einarsdóttir framkvæmdastýra Reykjavík Fashion Festival. Hátíðin fór fram um helgina og telur Þórey að gestir hafi verið um 2500. „Það er svipað og hefur verið undanfarin ár. Það var nánast uppselt á allar sýningar, frábær aðsókn. og þeir miðar sem seldust ekki var hægt að telja á fingrum annarrar handar,“ segir hún. Þórey hefur komið að undirbúningi hátíðarinnar með einhverjum hætti frá því hún var stofnuð árið 2010 og segir gríðarlegan mun á hátíðinni milli ára. „Það var svo gaman að heyra gesti segja strax eftir sýningarnar að þeir gætu ekki beðið eftir því að kaupa fötin af sýningunum, ég hef ekki fundið fyrir þessari spennu áður en það er ótrúlega jákvætt,“ segir hún. Allt skipulag í kringum hátíðina segir Þórey að hafa gengið vel enda hörkuduglegt og skemmtilegt starfsfólk sem vann vel saman að sama markmiðinu. hafa verið óaðfinnanlegt, en á bakvið svona batterý er um 180 manna teymi, sem sér um skipulag, dagskrárgerð, akstur á erlendum gestum, hár, förðun og fleira. „Hár og makeup teymin frá MAC og Label M voru á heimsmælikvarða. Hönnuðirnir, fjölmiðlaumfjöllunin og bara allt eins og best var á kosið. Það kom smá hikst við að koma fólki inn í salinn á fyrstu sýninguna en það er eðlilegt þegar allt er að fara að stað .“ Sýningarnar segir hún hafa verið einstaklega fjölbreyttar. „Það er gaman að sjá hvað margir hönnuðir eru komnir með listræna stjórnendur á sýningunum sýnum, sem sýnir að þetta er þverfaglegt verkefni. Sýningarnar voru allar ólíkar og fantaflottar.“ Þórey segist ekki vita betur en að erlendu gestir hátíðarinnar hafi verið ánægðir með hana. „Ég held þau hafi almennt verið sátt, annars verðum við bara að bíða og sjá hvað þau segja í umfjöllunum um RFF. Þau eru alltaf jafn hissa á að við séum bara 300 þúsund og gefum mörgum stórum sýningum úti ekkert eftir,“ bætir Þórey við.Einn þeirra sem nú þegar hefur fjallað um hátíðina er ljósmyndarinn Adam Katz Sanding sem heldur úti ljósmyndablogginu Le21éme. Myndir sem hann tók birtust á síðunni Style.com sem er ein stærsta og virtasta tískusíða heims. „Við erum í skýjunum með þessa umfjöllun, það sem var svo skemmtilegt við myndirnar er að á þeim eru íslensku hönnuðirnir í eigin hönnun. Maður veit aldrei hvað kemur út úr svona umfjöllun, svo þetta er frábær auglýsing.“ Þórey segir þó mikilvægt að við íslendingar höldum okkur á jörðinni. „Við verðum að passa okkur að bera okkur ekki of mikið saman við önnur lönd, því hér eru ekki sömu tækifæri og þar. Ég held að það sé hollt fyrir okkur að spá ekki of mikið í stóru merkjunum, þar sem bransinn er kominn á allt annan stað. Hinsvegar megum við ekki gleyma að það er ekki langt síðan Listaháskólinn var stofnaður og hvað það er að koma flott fagfólk frá þeim.“ Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Við erum ferlega sátt við ný yfirstaða hátíð ,“ segir Þórey Eva Einarsdóttir framkvæmdastýra Reykjavík Fashion Festival. Hátíðin fór fram um helgina og telur Þórey að gestir hafi verið um 2500. „Það er svipað og hefur verið undanfarin ár. Það var nánast uppselt á allar sýningar, frábær aðsókn. og þeir miðar sem seldust ekki var hægt að telja á fingrum annarrar handar,“ segir hún. Þórey hefur komið að undirbúningi hátíðarinnar með einhverjum hætti frá því hún var stofnuð árið 2010 og segir gríðarlegan mun á hátíðinni milli ára. „Það var svo gaman að heyra gesti segja strax eftir sýningarnar að þeir gætu ekki beðið eftir því að kaupa fötin af sýningunum, ég hef ekki fundið fyrir þessari spennu áður en það er ótrúlega jákvætt,“ segir hún. Allt skipulag í kringum hátíðina segir Þórey að hafa gengið vel enda hörkuduglegt og skemmtilegt starfsfólk sem vann vel saman að sama markmiðinu. hafa verið óaðfinnanlegt, en á bakvið svona batterý er um 180 manna teymi, sem sér um skipulag, dagskrárgerð, akstur á erlendum gestum, hár, förðun og fleira. „Hár og makeup teymin frá MAC og Label M voru á heimsmælikvarða. Hönnuðirnir, fjölmiðlaumfjöllunin og bara allt eins og best var á kosið. Það kom smá hikst við að koma fólki inn í salinn á fyrstu sýninguna en það er eðlilegt þegar allt er að fara að stað .“ Sýningarnar segir hún hafa verið einstaklega fjölbreyttar. „Það er gaman að sjá hvað margir hönnuðir eru komnir með listræna stjórnendur á sýningunum sýnum, sem sýnir að þetta er þverfaglegt verkefni. Sýningarnar voru allar ólíkar og fantaflottar.“ Þórey segist ekki vita betur en að erlendu gestir hátíðarinnar hafi verið ánægðir með hana. „Ég held þau hafi almennt verið sátt, annars verðum við bara að bíða og sjá hvað þau segja í umfjöllunum um RFF. Þau eru alltaf jafn hissa á að við séum bara 300 þúsund og gefum mörgum stórum sýningum úti ekkert eftir,“ bætir Þórey við.Einn þeirra sem nú þegar hefur fjallað um hátíðina er ljósmyndarinn Adam Katz Sanding sem heldur úti ljósmyndablogginu Le21éme. Myndir sem hann tók birtust á síðunni Style.com sem er ein stærsta og virtasta tískusíða heims. „Við erum í skýjunum með þessa umfjöllun, það sem var svo skemmtilegt við myndirnar er að á þeim eru íslensku hönnuðirnir í eigin hönnun. Maður veit aldrei hvað kemur út úr svona umfjöllun, svo þetta er frábær auglýsing.“ Þórey segir þó mikilvægt að við íslendingar höldum okkur á jörðinni. „Við verðum að passa okkur að bera okkur ekki of mikið saman við önnur lönd, því hér eru ekki sömu tækifæri og þar. Ég held að það sé hollt fyrir okkur að spá ekki of mikið í stóru merkjunum, þar sem bransinn er kominn á allt annan stað. Hinsvegar megum við ekki gleyma að það er ekki langt síðan Listaháskólinn var stofnaður og hvað það er að koma flott fagfólk frá þeim.“
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira