Grímuklædda ofurhetjan frá Oklahoma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2015 07:00 Russell Westbrook. Vísir/Getty Oklahoma City Thunder þarf á öllu sínu að halda í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina í vor. Meiðsli lykilmanna, skelfileg byrjun og sú staðreynd að liðið spilar í Vesturdeildinni þýðir að verkefnið er næstum því af „ómögulegu“ gerðinni. Það er fyrir lið sem eru ekki með mann eins og Russell Westbrook í sínu liði. Keppnisskapið, áræðnin, hugrekkið og sprengikrafturinn heilla alla sem á horfa og flest lið þurfa hreinlega að grípa til þess ráðs að þrídekka kappann til að koma í veg fyrir að hann hreinlega keyri yfir þau með liðið sitt í eftirdragi. Jú, auðvitað fylgir fullt af töpuðum boltum og nóg af misheppnuðum skotum en keppnisharkan er engu lík og bráðsmitandi fyrir liðsfélaga hans. Maðurinn, sem hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að reyna að gera of mikið eða jafnvel fyrir að stela sviðsljósinu af besta leikmanni liðsins, hefur sýnt að þar er á ferðinni leikmaður sem getur borið sitt uppi.Durant hefur misst af 37 leikjum Kevin Durant, besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur aðeins spilað 27 leiki af 66 á tímabilinu. Thunder-liðið hefur því þurft að treysta enn meira á leikstjórnanda sinn. Nú velta sumir því fyrir sér hvort hægt sé að ganga fram hjá Russell þegar kemur að því að velja mikilvægasta leikmann deildarinnar og hvort Thunder gæti eignast tvo bestu leikmenn deildarinnar á tveimur árum. Russel hefur misst af fullt af leikjum og það gæti spillt mikið fyrir honum í þeirri baráttu. Tölur Russell Westbrook í febrúar voru sögulegar því hann var aðeins annar leikmaðurinn í sögu NBA sem náði því að vera með yfir 30 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar að meðaltali í tíu leikjum eða fleiri í einum mánuði. Westbrook komst þar í hóp með Oscar Robertson sem átti átta slíka mánuði.Eins og Michael Jordan Russell Westbrook hefur ekki gefið mikið eftir í mars, þvert á móti, frábærar tölur hans urðu bara enn betri. Hann hóf mánuðinn á því að vera fyrsti maðurinn síðan Michael Jordan (í mars og apríl 1988) sem náði þrennu í fjórum leikjum í röð og var með 35,2 stig, 10,7 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu sex leikjum OKC í mars. Eins og sumar ofurhetjurnar er Russell meira að segja farinn að spila með grímu en þó af illri nauðsyn. Westbrook endaði með holu á kinnbeininu eftir einn leikinn en kinnbeinsbrotið hélt honum þó bara frá í einum leik og hann var með þrefalda tvennu í fyrsta leiknum með grímuna. Tölurnar og frammistaða Russells Westbrook eru líka að skila Oklahoma City Thunder nær úrslitakeppninni. Liðið vann 9 af 12 leikjum sínum í febrúar og hefur unnið fjóra af 6 leikjum sínum í mars. Það er þó mikið verk eftir enn. Oklahoma City Thunder situr eins og er í áttunda og síðasta sætinu en það er stutt í bæði New Orleans Pelicans og Phoenix Suns. Liðið á eftir sextán leiki í deildarkeppninni og ekkert nema áframhald á hetjulegri frammistöðu Russells sér til þess að OKC verði í hópiEnginn óskamótherji Komist lið Oklahoma City Thunder í úrslitakeppnina er ljóst að þar fer enginn óskamótherji fyrir efstu liðin sem eru mögulega að fara að mæta einu heitasta liði NBA-deildarinnar. Það styttist í endurkomu Kevins Durant sem ætti að gera verkefnið enn auðveldara. Það býst þó enginn við því að Russell Westbrook setjist í farþegasætið því OKC-liðið er orðið jafnmikið hans lið eins og það er liðið hans Durants. NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira
Oklahoma City Thunder þarf á öllu sínu að halda í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina í vor. Meiðsli lykilmanna, skelfileg byrjun og sú staðreynd að liðið spilar í Vesturdeildinni þýðir að verkefnið er næstum því af „ómögulegu“ gerðinni. Það er fyrir lið sem eru ekki með mann eins og Russell Westbrook í sínu liði. Keppnisskapið, áræðnin, hugrekkið og sprengikrafturinn heilla alla sem á horfa og flest lið þurfa hreinlega að grípa til þess ráðs að þrídekka kappann til að koma í veg fyrir að hann hreinlega keyri yfir þau með liðið sitt í eftirdragi. Jú, auðvitað fylgir fullt af töpuðum boltum og nóg af misheppnuðum skotum en keppnisharkan er engu lík og bráðsmitandi fyrir liðsfélaga hans. Maðurinn, sem hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að reyna að gera of mikið eða jafnvel fyrir að stela sviðsljósinu af besta leikmanni liðsins, hefur sýnt að þar er á ferðinni leikmaður sem getur borið sitt uppi.Durant hefur misst af 37 leikjum Kevin Durant, besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur aðeins spilað 27 leiki af 66 á tímabilinu. Thunder-liðið hefur því þurft að treysta enn meira á leikstjórnanda sinn. Nú velta sumir því fyrir sér hvort hægt sé að ganga fram hjá Russell þegar kemur að því að velja mikilvægasta leikmann deildarinnar og hvort Thunder gæti eignast tvo bestu leikmenn deildarinnar á tveimur árum. Russel hefur misst af fullt af leikjum og það gæti spillt mikið fyrir honum í þeirri baráttu. Tölur Russell Westbrook í febrúar voru sögulegar því hann var aðeins annar leikmaðurinn í sögu NBA sem náði því að vera með yfir 30 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar að meðaltali í tíu leikjum eða fleiri í einum mánuði. Westbrook komst þar í hóp með Oscar Robertson sem átti átta slíka mánuði.Eins og Michael Jordan Russell Westbrook hefur ekki gefið mikið eftir í mars, þvert á móti, frábærar tölur hans urðu bara enn betri. Hann hóf mánuðinn á því að vera fyrsti maðurinn síðan Michael Jordan (í mars og apríl 1988) sem náði þrennu í fjórum leikjum í röð og var með 35,2 stig, 10,7 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu sex leikjum OKC í mars. Eins og sumar ofurhetjurnar er Russell meira að segja farinn að spila með grímu en þó af illri nauðsyn. Westbrook endaði með holu á kinnbeininu eftir einn leikinn en kinnbeinsbrotið hélt honum þó bara frá í einum leik og hann var með þrefalda tvennu í fyrsta leiknum með grímuna. Tölurnar og frammistaða Russells Westbrook eru líka að skila Oklahoma City Thunder nær úrslitakeppninni. Liðið vann 9 af 12 leikjum sínum í febrúar og hefur unnið fjóra af 6 leikjum sínum í mars. Það er þó mikið verk eftir enn. Oklahoma City Thunder situr eins og er í áttunda og síðasta sætinu en það er stutt í bæði New Orleans Pelicans og Phoenix Suns. Liðið á eftir sextán leiki í deildarkeppninni og ekkert nema áframhald á hetjulegri frammistöðu Russells sér til þess að OKC verði í hópiEnginn óskamótherji Komist lið Oklahoma City Thunder í úrslitakeppnina er ljóst að þar fer enginn óskamótherji fyrir efstu liðin sem eru mögulega að fara að mæta einu heitasta liði NBA-deildarinnar. Það styttist í endurkomu Kevins Durant sem ætti að gera verkefnið enn auðveldara. Það býst þó enginn við því að Russell Westbrook setjist í farþegasætið því OKC-liðið er orðið jafnmikið hans lið eins og það er liðið hans Durants.
NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti