Grímuklædda ofurhetjan frá Oklahoma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2015 07:00 Russell Westbrook. Vísir/Getty Oklahoma City Thunder þarf á öllu sínu að halda í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina í vor. Meiðsli lykilmanna, skelfileg byrjun og sú staðreynd að liðið spilar í Vesturdeildinni þýðir að verkefnið er næstum því af „ómögulegu“ gerðinni. Það er fyrir lið sem eru ekki með mann eins og Russell Westbrook í sínu liði. Keppnisskapið, áræðnin, hugrekkið og sprengikrafturinn heilla alla sem á horfa og flest lið þurfa hreinlega að grípa til þess ráðs að þrídekka kappann til að koma í veg fyrir að hann hreinlega keyri yfir þau með liðið sitt í eftirdragi. Jú, auðvitað fylgir fullt af töpuðum boltum og nóg af misheppnuðum skotum en keppnisharkan er engu lík og bráðsmitandi fyrir liðsfélaga hans. Maðurinn, sem hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að reyna að gera of mikið eða jafnvel fyrir að stela sviðsljósinu af besta leikmanni liðsins, hefur sýnt að þar er á ferðinni leikmaður sem getur borið sitt uppi.Durant hefur misst af 37 leikjum Kevin Durant, besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur aðeins spilað 27 leiki af 66 á tímabilinu. Thunder-liðið hefur því þurft að treysta enn meira á leikstjórnanda sinn. Nú velta sumir því fyrir sér hvort hægt sé að ganga fram hjá Russell þegar kemur að því að velja mikilvægasta leikmann deildarinnar og hvort Thunder gæti eignast tvo bestu leikmenn deildarinnar á tveimur árum. Russel hefur misst af fullt af leikjum og það gæti spillt mikið fyrir honum í þeirri baráttu. Tölur Russell Westbrook í febrúar voru sögulegar því hann var aðeins annar leikmaðurinn í sögu NBA sem náði því að vera með yfir 30 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar að meðaltali í tíu leikjum eða fleiri í einum mánuði. Westbrook komst þar í hóp með Oscar Robertson sem átti átta slíka mánuði.Eins og Michael Jordan Russell Westbrook hefur ekki gefið mikið eftir í mars, þvert á móti, frábærar tölur hans urðu bara enn betri. Hann hóf mánuðinn á því að vera fyrsti maðurinn síðan Michael Jordan (í mars og apríl 1988) sem náði þrennu í fjórum leikjum í röð og var með 35,2 stig, 10,7 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu sex leikjum OKC í mars. Eins og sumar ofurhetjurnar er Russell meira að segja farinn að spila með grímu en þó af illri nauðsyn. Westbrook endaði með holu á kinnbeininu eftir einn leikinn en kinnbeinsbrotið hélt honum þó bara frá í einum leik og hann var með þrefalda tvennu í fyrsta leiknum með grímuna. Tölurnar og frammistaða Russells Westbrook eru líka að skila Oklahoma City Thunder nær úrslitakeppninni. Liðið vann 9 af 12 leikjum sínum í febrúar og hefur unnið fjóra af 6 leikjum sínum í mars. Það er þó mikið verk eftir enn. Oklahoma City Thunder situr eins og er í áttunda og síðasta sætinu en það er stutt í bæði New Orleans Pelicans og Phoenix Suns. Liðið á eftir sextán leiki í deildarkeppninni og ekkert nema áframhald á hetjulegri frammistöðu Russells sér til þess að OKC verði í hópiEnginn óskamótherji Komist lið Oklahoma City Thunder í úrslitakeppnina er ljóst að þar fer enginn óskamótherji fyrir efstu liðin sem eru mögulega að fara að mæta einu heitasta liði NBA-deildarinnar. Það styttist í endurkomu Kevins Durant sem ætti að gera verkefnið enn auðveldara. Það býst þó enginn við því að Russell Westbrook setjist í farþegasætið því OKC-liðið er orðið jafnmikið hans lið eins og það er liðið hans Durants. NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Oklahoma City Thunder þarf á öllu sínu að halda í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina í vor. Meiðsli lykilmanna, skelfileg byrjun og sú staðreynd að liðið spilar í Vesturdeildinni þýðir að verkefnið er næstum því af „ómögulegu“ gerðinni. Það er fyrir lið sem eru ekki með mann eins og Russell Westbrook í sínu liði. Keppnisskapið, áræðnin, hugrekkið og sprengikrafturinn heilla alla sem á horfa og flest lið þurfa hreinlega að grípa til þess ráðs að þrídekka kappann til að koma í veg fyrir að hann hreinlega keyri yfir þau með liðið sitt í eftirdragi. Jú, auðvitað fylgir fullt af töpuðum boltum og nóg af misheppnuðum skotum en keppnisharkan er engu lík og bráðsmitandi fyrir liðsfélaga hans. Maðurinn, sem hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að reyna að gera of mikið eða jafnvel fyrir að stela sviðsljósinu af besta leikmanni liðsins, hefur sýnt að þar er á ferðinni leikmaður sem getur borið sitt uppi.Durant hefur misst af 37 leikjum Kevin Durant, besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur aðeins spilað 27 leiki af 66 á tímabilinu. Thunder-liðið hefur því þurft að treysta enn meira á leikstjórnanda sinn. Nú velta sumir því fyrir sér hvort hægt sé að ganga fram hjá Russell þegar kemur að því að velja mikilvægasta leikmann deildarinnar og hvort Thunder gæti eignast tvo bestu leikmenn deildarinnar á tveimur árum. Russel hefur misst af fullt af leikjum og það gæti spillt mikið fyrir honum í þeirri baráttu. Tölur Russell Westbrook í febrúar voru sögulegar því hann var aðeins annar leikmaðurinn í sögu NBA sem náði því að vera með yfir 30 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar að meðaltali í tíu leikjum eða fleiri í einum mánuði. Westbrook komst þar í hóp með Oscar Robertson sem átti átta slíka mánuði.Eins og Michael Jordan Russell Westbrook hefur ekki gefið mikið eftir í mars, þvert á móti, frábærar tölur hans urðu bara enn betri. Hann hóf mánuðinn á því að vera fyrsti maðurinn síðan Michael Jordan (í mars og apríl 1988) sem náði þrennu í fjórum leikjum í röð og var með 35,2 stig, 10,7 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu sex leikjum OKC í mars. Eins og sumar ofurhetjurnar er Russell meira að segja farinn að spila með grímu en þó af illri nauðsyn. Westbrook endaði með holu á kinnbeininu eftir einn leikinn en kinnbeinsbrotið hélt honum þó bara frá í einum leik og hann var með þrefalda tvennu í fyrsta leiknum með grímuna. Tölurnar og frammistaða Russells Westbrook eru líka að skila Oklahoma City Thunder nær úrslitakeppninni. Liðið vann 9 af 12 leikjum sínum í febrúar og hefur unnið fjóra af 6 leikjum sínum í mars. Það er þó mikið verk eftir enn. Oklahoma City Thunder situr eins og er í áttunda og síðasta sætinu en það er stutt í bæði New Orleans Pelicans og Phoenix Suns. Liðið á eftir sextán leiki í deildarkeppninni og ekkert nema áframhald á hetjulegri frammistöðu Russells sér til þess að OKC verði í hópiEnginn óskamótherji Komist lið Oklahoma City Thunder í úrslitakeppnina er ljóst að þar fer enginn óskamótherji fyrir efstu liðin sem eru mögulega að fara að mæta einu heitasta liði NBA-deildarinnar. Það styttist í endurkomu Kevins Durant sem ætti að gera verkefnið enn auðveldara. Það býst þó enginn við því að Russell Westbrook setjist í farþegasætið því OKC-liðið er orðið jafnmikið hans lið eins og það er liðið hans Durants.
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira