Eiður Smári getur náð aftur metinu sem pabbi hans átti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2015 08:00 Vísir/Getty Endurkoma Eiðs Smára Guðjohnsen í íslenska landsliðið hefur kannski legið í loftinu undanfarnar vikur nú þegar nær dregur fyrsta mótsleik Íslands á árinu 2015, en íþróttadeild 365 hefur nú heimildir fyrir því að Eiður Smári verði í hóp Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar sem verður tilkynntur í lok vikunnar. Eiður Smári Guðjohnsen hefur fundið sig vel hjá Bolton í ensku b-deildinni og er einn af fáum sóknarmönnum Íslands sem spilar reglulega þessa dagana. Meiðsli og bekkjarseta annarra leikmanna í hans stöðu og góð frammistaða Eiðs Smára í endurkomu sinni til Bolton voru kannski einfalt reiknisdæmi fyrir Heimi og Lars þegar á hólminn var komið. Eiður Smári hefur sýnt áhuga á því að spila áfram með landsliðinu og enda jafnvel landsliðsferil sinn á því að spila á stórmóti en það sem er mikilvægast af öllu er að hann er enn frábær fótboltamaður og er í formi til að hjálpa landsliðinu.Besti maður Bolton um helgina Eiður Smári var besti maður Bolton að mati stuðningsmannasíðu Bolton í 2-0 sigri á Millwall þar sem hann lagði upp seinna mark liðsins. „Samningur Ísmannsins rennur út í sumar og við erum bilaðir ef við gefum honum ekki annað ár. Þvílíkur leikmaður,“ segir um Eið Smára á síðunni Lion Of Vienna Suite sem gaf honum níu fyrir frammistöðuna í leiknum. Það eru liðnir næstum því sextán mánuðir síðan Eiður Smári Guðjohnsen klæddist landsliðstreyjunni síðast, eða þegar HM-draumurinn dó í Zagreb í nóvember 2013. Markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi bræddi þjóðina þegar tár féllu í sjónvarpsviðtali eftir leik en fær nú vonandi fullt af uppklappsleikjum á meðan íslenska landsliðið reynir að tryggja sig inn á sitt fyrsta stórmót. Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik í Eistlandi 24. apríl 1996 þegar hann, þá enn sautján ára gamall, kom inn á sem varamaður fyrir föður sinn. Slæmt fótbrot í unglingalandsleik í maí 1996 sá til þess að Eiður Smári og Arnór léku aldrei saman inni á vellinum en Eiður Smári spilaði ekki landsleik tvö fyrr en haustið 1999. Komi Eiður Smári inn á í leiknum við Kasakstan verða liðin 18 ár, 11 mánuðir og 5 dagar frá leiknum sem vakti heimsathygli vorið 1996. Hann myndi með því slá met Guðna Bergssonar um tæpan mánuð.Getur náð metinu aftur í fjölskylduna Faðir Eiðs Smára, Arnór Guðjohnsen, átti sjálfur þetta met í rúm fimm ár eða allt þar til að Guðni tók metið af honum í lok mars 2003. Eiður Smári getur því náð metinu aftur í fjölskylduna. Arnór lék sinn 73. og síðasta landsleik á móti Liechtenstein í október 1997.Nákvæmlega fjórum mánuðum fyrr hafði Arnór sjálfur tekið metið af Ríkharði Jónssyni sem var fram að því fyrsti og eini íslenski knattspyrnumaðurinn sem hafði náð því að vera landsliðsmaður í meira en átján ár. Guðni Bergsson sneri aftur í landsliðið í byrjun sumars 2003 og lék þá þrjá síðustu landsleiki sína en hafði þá ekkert verið með landsliðinu frá 1997. Síðasti leikur Guðna var í Vilníus í Litháen þegar íslenska landsliðið vann 3-0 sigur á heimamönnum í undankeppni EM 2004. Þá voru liðin 18 ár, 10 mánuðir og 11 dagar frá hans fyrsta landsleik. Hér til hliðar má sjá listann yfir lengstu landsliðsferla íslenskra knattspyrnukarla. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Endurkoma Eiðs Smára Guðjohnsen í íslenska landsliðið hefur kannski legið í loftinu undanfarnar vikur nú þegar nær dregur fyrsta mótsleik Íslands á árinu 2015, en íþróttadeild 365 hefur nú heimildir fyrir því að Eiður Smári verði í hóp Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar sem verður tilkynntur í lok vikunnar. Eiður Smári Guðjohnsen hefur fundið sig vel hjá Bolton í ensku b-deildinni og er einn af fáum sóknarmönnum Íslands sem spilar reglulega þessa dagana. Meiðsli og bekkjarseta annarra leikmanna í hans stöðu og góð frammistaða Eiðs Smára í endurkomu sinni til Bolton voru kannski einfalt reiknisdæmi fyrir Heimi og Lars þegar á hólminn var komið. Eiður Smári hefur sýnt áhuga á því að spila áfram með landsliðinu og enda jafnvel landsliðsferil sinn á því að spila á stórmóti en það sem er mikilvægast af öllu er að hann er enn frábær fótboltamaður og er í formi til að hjálpa landsliðinu.Besti maður Bolton um helgina Eiður Smári var besti maður Bolton að mati stuðningsmannasíðu Bolton í 2-0 sigri á Millwall þar sem hann lagði upp seinna mark liðsins. „Samningur Ísmannsins rennur út í sumar og við erum bilaðir ef við gefum honum ekki annað ár. Þvílíkur leikmaður,“ segir um Eið Smára á síðunni Lion Of Vienna Suite sem gaf honum níu fyrir frammistöðuna í leiknum. Það eru liðnir næstum því sextán mánuðir síðan Eiður Smári Guðjohnsen klæddist landsliðstreyjunni síðast, eða þegar HM-draumurinn dó í Zagreb í nóvember 2013. Markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi bræddi þjóðina þegar tár féllu í sjónvarpsviðtali eftir leik en fær nú vonandi fullt af uppklappsleikjum á meðan íslenska landsliðið reynir að tryggja sig inn á sitt fyrsta stórmót. Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik í Eistlandi 24. apríl 1996 þegar hann, þá enn sautján ára gamall, kom inn á sem varamaður fyrir föður sinn. Slæmt fótbrot í unglingalandsleik í maí 1996 sá til þess að Eiður Smári og Arnór léku aldrei saman inni á vellinum en Eiður Smári spilaði ekki landsleik tvö fyrr en haustið 1999. Komi Eiður Smári inn á í leiknum við Kasakstan verða liðin 18 ár, 11 mánuðir og 5 dagar frá leiknum sem vakti heimsathygli vorið 1996. Hann myndi með því slá met Guðna Bergssonar um tæpan mánuð.Getur náð metinu aftur í fjölskylduna Faðir Eiðs Smára, Arnór Guðjohnsen, átti sjálfur þetta met í rúm fimm ár eða allt þar til að Guðni tók metið af honum í lok mars 2003. Eiður Smári getur því náð metinu aftur í fjölskylduna. Arnór lék sinn 73. og síðasta landsleik á móti Liechtenstein í október 1997.Nákvæmlega fjórum mánuðum fyrr hafði Arnór sjálfur tekið metið af Ríkharði Jónssyni sem var fram að því fyrsti og eini íslenski knattspyrnumaðurinn sem hafði náð því að vera landsliðsmaður í meira en átján ár. Guðni Bergsson sneri aftur í landsliðið í byrjun sumars 2003 og lék þá þrjá síðustu landsleiki sína en hafði þá ekkert verið með landsliðinu frá 1997. Síðasti leikur Guðna var í Vilníus í Litháen þegar íslenska landsliðið vann 3-0 sigur á heimamönnum í undankeppni EM 2004. Þá voru liðin 18 ár, 10 mánuðir og 11 dagar frá hans fyrsta landsleik. Hér til hliðar má sjá listann yfir lengstu landsliðsferla íslenskra knattspyrnukarla.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira