Tískudrósir trylltar í Friðrik Dór Guðrún Ansnes skrifar 16. mars 2015 14:30 Erna Bergmann sveiflaði ljósum í versluninni Suit og dansaði við Frikka Dór ásamt fullri búð af gestum. mynd/SagaSig „Við erum banæstar í Frikka Dór og lagið hans Í síðasta skipti hefur verið „guilty pleasure“ allan undirbúninginn fyrir RFF. Svo þetta lá beinast við,“ segir Erna Bergmann, listrænn stjórnandi hjá íslenska hönnunnarmerkinu Eyland. Friðrik Dór Jónsson mætti sem leynigestur í eftirpartí Eyland og sló rækilega í gegn meðal viðstaddra. „Fólk umturnaðist algjörlega og þegar lagið kláraðist var hann klappaður upp aftur. Hann var meira en til í að endurtaka leikinn en þá klikkaði hljóðkerfið,“ útskýrir Erna. Friðrik brást ekki áhorfendum frekar en fyrri daginn og hóf upp raust sína með þeim afleiðingum að salurinn fylgdi með. „Stemningin var hreint út sagt mögnuð, þetta var fullkominn lokahnykkur á góðri helgi.“ Þema partísins var „anti-fashion“ sem féll greinilega vel í kramið eftir heila helgi af hátísku. „Við fengum Rósu Birgittu til að plötusnúðast og hún spilaði eingöngu geggjuð stuðlög. Það var ekkert „deep house“ í boði,“ segir Erna og skellir upp úr. Partíið var haldið í versluninni Suit við Skólavörðustíg sem var algjörlega umbreytt í skemmtistað fyrir fjörið. „Hér var allt hreinsað út, afgreiðsluborðinu breytt í bar og bláum ljósum komið fyrir. Við dönsuðum svo uppi á borðum og fögnuðum frábærum viðtökum Eyland á RFF.“ Tengdar fréttir RFF: Trylltur töffaraskapur hjá EYLAND EYLAND lokaði RFF með stíl 14. mars 2015 22:00 Jón Gnarr og EYLAND hanna saman bol Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins til forvarna fyrir karlmenn og krabbamein. 9. mars 2015 08:00 Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Við erum banæstar í Frikka Dór og lagið hans Í síðasta skipti hefur verið „guilty pleasure“ allan undirbúninginn fyrir RFF. Svo þetta lá beinast við,“ segir Erna Bergmann, listrænn stjórnandi hjá íslenska hönnunnarmerkinu Eyland. Friðrik Dór Jónsson mætti sem leynigestur í eftirpartí Eyland og sló rækilega í gegn meðal viðstaddra. „Fólk umturnaðist algjörlega og þegar lagið kláraðist var hann klappaður upp aftur. Hann var meira en til í að endurtaka leikinn en þá klikkaði hljóðkerfið,“ útskýrir Erna. Friðrik brást ekki áhorfendum frekar en fyrri daginn og hóf upp raust sína með þeim afleiðingum að salurinn fylgdi með. „Stemningin var hreint út sagt mögnuð, þetta var fullkominn lokahnykkur á góðri helgi.“ Þema partísins var „anti-fashion“ sem féll greinilega vel í kramið eftir heila helgi af hátísku. „Við fengum Rósu Birgittu til að plötusnúðast og hún spilaði eingöngu geggjuð stuðlög. Það var ekkert „deep house“ í boði,“ segir Erna og skellir upp úr. Partíið var haldið í versluninni Suit við Skólavörðustíg sem var algjörlega umbreytt í skemmtistað fyrir fjörið. „Hér var allt hreinsað út, afgreiðsluborðinu breytt í bar og bláum ljósum komið fyrir. Við dönsuðum svo uppi á borðum og fögnuðum frábærum viðtökum Eyland á RFF.“
Tengdar fréttir RFF: Trylltur töffaraskapur hjá EYLAND EYLAND lokaði RFF með stíl 14. mars 2015 22:00 Jón Gnarr og EYLAND hanna saman bol Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins til forvarna fyrir karlmenn og krabbamein. 9. mars 2015 08:00 Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Jón Gnarr og EYLAND hanna saman bol Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins til forvarna fyrir karlmenn og krabbamein. 9. mars 2015 08:00