Garðyrkja til að efla fátækar fjölskyldur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 12. mars 2015 07:00 Verkefninu er ætlað að styrkja fátækar fjölskyldur. Fréttablaðið/Valgarður Umhverfis- og framkvæmdasvið Hafnarfjarðar samþykkti í gær beiðni vegna samstarfs um matjurtagarða fyrir skjólstæðinga Hjálparstarfs kirkjunnar. Samkvæmt verklýsingu verkefnisins er því ætlað að úthluta um 40 fjölskyldum matjurtagarða þeim að kostnaðarlausu til að rækta grænmeti sumarið 2015. „Foreldrar fá með því tækifæri til að vera góð fyrirmynd fyrir börn sín og það skapar sameiginlegar gæðastundir sem eru svo mikilvægar fyrir barnið að setja í minningabankann,“ stendur í verklýsingu verkefnisins. Þá er verkefninu ætlað að fá fátækar barnafjölskyldur til að rækta sitt eigið grænmeti og spara þannig útgjöld heimilisins. Að sögn Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, hafa samtökin einnig leitað til Reykjavíkurborgar, Akureyrarbæjar, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar vegna verkefnisins en Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa samþykkt úthlutun matjurtagarða vegna verkefnisins. „Við höfum verið með svona sjálfstyrkingarnámskeið fyrir skjólstæðinga okkar, á borð við fatasaum og eldamennsku,“ segir Vilborg. „Nú ætlum við að stíga næsta skref og bjóða skjólstæðingum okkar upp á að rækta matjurtagarða. Þetta er eins konar virkniúrræði og lýðheilsumál, hér getur fjölskyldan komið saman og ræktað sér hollan mat án útgjalda,“ segir Vilborg. Umhverfis- og framkvæmdasvið Hafnarfjarðar hefur samþykkt málið en skjólstæðingar Hjálparstarfs kirkjunnar munu fá aðgang að þeim matjurtagörðum sem til eru fyrir á svæði Hafnarfjarðar. „Það hefur ekki verið mikil sókn í garðana upp á síðkastið þannig að þarna er svigrúm til að hleypa Hjálparstarfi kirkjunnar að,“ segir Helga Ingólfsdóttir, formaður umverfis- og skipulagsráðs Hafnarfjarðar. „Hafnarfjarðarbær er ekki að ráðstafa neinu fjármagni í þetta verkefni heldur bara opna garðana okkar fyrir þeim og við erum bara glöð með að vera í þessu samstarfi með Hjálparstarfi kirkjunnar,“ segir Helga. Garðyrkja Hjálparstarf Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Umhverfis- og framkvæmdasvið Hafnarfjarðar samþykkti í gær beiðni vegna samstarfs um matjurtagarða fyrir skjólstæðinga Hjálparstarfs kirkjunnar. Samkvæmt verklýsingu verkefnisins er því ætlað að úthluta um 40 fjölskyldum matjurtagarða þeim að kostnaðarlausu til að rækta grænmeti sumarið 2015. „Foreldrar fá með því tækifæri til að vera góð fyrirmynd fyrir börn sín og það skapar sameiginlegar gæðastundir sem eru svo mikilvægar fyrir barnið að setja í minningabankann,“ stendur í verklýsingu verkefnisins. Þá er verkefninu ætlað að fá fátækar barnafjölskyldur til að rækta sitt eigið grænmeti og spara þannig útgjöld heimilisins. Að sögn Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, hafa samtökin einnig leitað til Reykjavíkurborgar, Akureyrarbæjar, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar vegna verkefnisins en Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa samþykkt úthlutun matjurtagarða vegna verkefnisins. „Við höfum verið með svona sjálfstyrkingarnámskeið fyrir skjólstæðinga okkar, á borð við fatasaum og eldamennsku,“ segir Vilborg. „Nú ætlum við að stíga næsta skref og bjóða skjólstæðingum okkar upp á að rækta matjurtagarða. Þetta er eins konar virkniúrræði og lýðheilsumál, hér getur fjölskyldan komið saman og ræktað sér hollan mat án útgjalda,“ segir Vilborg. Umhverfis- og framkvæmdasvið Hafnarfjarðar hefur samþykkt málið en skjólstæðingar Hjálparstarfs kirkjunnar munu fá aðgang að þeim matjurtagörðum sem til eru fyrir á svæði Hafnarfjarðar. „Það hefur ekki verið mikil sókn í garðana upp á síðkastið þannig að þarna er svigrúm til að hleypa Hjálparstarfi kirkjunnar að,“ segir Helga Ingólfsdóttir, formaður umverfis- og skipulagsráðs Hafnarfjarðar. „Hafnarfjarðarbær er ekki að ráðstafa neinu fjármagni í þetta verkefni heldur bara opna garðana okkar fyrir þeim og við erum bara glöð með að vera í þessu samstarfi með Hjálparstarfi kirkjunnar,“ segir Helga.
Garðyrkja Hjálparstarf Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira