11,5 milljarðar fyrir frumkvöðlafyrirtæki kolbeinn óttarsson proppé skrifar 10. mars 2015 07:00 Fjárfestar vilja vera með í næsta fyrirtæki sem nær flugi. Meniga er dæmi um velgengni sprotafyrirtækis. Þegar fyrirtækið tók þátt í Gullegginu, samstarfi fyrir sprotafyrirtæki, árið 2009, voru þar þrír starfsmenn, en í dag eru þeir yfir 100 í fjölmörgum löndum. „Í mínum huga eru þetta stærstu fréttir fyrir íslenskt frumkvöðlaumhverfi frá landnámi,“ segir Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur hjá Arion banka, í tilefni af því að fyrir skemmstu tóku þrír nýir framtakssjóðir til starfa. Fjárfestingargeta sjóðanna þriggja nemur um 11,5 milljörðum króna og þeim fjármunum verður varið til fjárfestinga á næstu þremur til fimm árum. Sjóðirnir sem um ræðir eru Eyr sprotar, SA framtak og Frumtak II og bætast þeir við þá sjóði sem fyrir eru.Salóme Guðmundsdóttir„Þetta eru kannski ekki svo háar upphæðir þegar þú setur þetta í samhengi við það sem lífeyrissjóðirnir eru að fjárfesta á hverju ári, en í sögulegu samhengi fyrir þetta umhverfi eru þetta gríðarlega stórar upphæðir,“ segir Einar Gunnar. „Þetta er vonandi vísir að því að fjárfestar hafi trú á því að þetta svið geti verið áhugavert. Ég er tiltölulega vongóður um að þessi þróun verði viðvarandi. Þetta er í raun í fyrsta skipti frá landnámi þar sem staðan er orðin sú að það er samkeppni, ekki bara um fjármagnið, heldur á milli sjóðanna um fjárfestingar.“ Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak Innovit, segir að nýju sjóðirnir breyti landslaginu fyrir frumkvöðla á Íslandi. Áður hafi Tækniþróunarsjóður borið mesta þungann af fjárfestingum á sprotastiginu (e. seed stage). Það sé ekkert í líkingu við þær upphæðir sem núna eru komnar inn í spilið.Á þessari mynd má sjá almennt landslag fyrir fjárfesta á Íslandi. Fyrsta stigið, sprotastigið, er þarna nefnt því skáldlega nafni Dauðadalur. Nýju sjóðirnir ættu að veita frumkvöðlum von um að komast í gegnum þann dal og í stöndugri rekstur.heimild/arion banki„Það á eftir að koma í ljós hvernig þessir sjóðir fjárfesta og hvaða upphæðir verða settar í fyrirtækin. Sumir sjá fyrir sér að fjárfesta ekki undir 100 milljónum, sem er kannski hærra mark en mörg fyrirtæki á Íslandi þurfa á fyrsta stigi. Það er oft og tíðum 20 til 50 milljónir. Salóme segir að þetta sé árangur markvissrar uppbyggingar frumkvöðlastarfs á Íslandi. Fjárfestar séu farnir að veita þessum geira meiri athygli, sem og stjórnvöld. Þar spili inn í velgengni fyrirtækja eins og Meniga, Plain Vanilla og Green Cloud, svo dæmi séu nefnd. „Þróunin hefur verið rosalega hröð síðustu ár. Svo hröð að ekki hefur náðst að halda utan um tölfræðileg gögn í kringum þetta allt saman. Það þarf að ramma þessa starfsgrein betur inn. En klókir fjárfestar vilja auðvitað vera með í næsta stóra dæminu og það eru mikil tækifæri fyrir frumkvöðla á Íslandi.“Einar Gunnar Guðmundsson.Hafa fjárfest í 54 fyrirtækjum síðan 2012 Sjóðirnir sem um ræðir einbeita sér að fjárfestingum á fyrsta stigi fyrirtækja, sprotastiginu. Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur hjá Arion banka, segir að á þessu stigi sé fjárfesting oftar en ekki bundin við f-in þrjú, upp á enska tungu; friends, family and fools (vini, fjölskyldu og kjána). „Þetta eru einu sjóðirnir sem eru að fjárfesta á hugmyndastigi. Markmiðið er að einkafjárfestarnir, sem oft er talað um sem viðskiptaengla, taki við þessum fjárfestingum með sjóðunum.“ Einar Gunnar bendir á að sjóðirnir þurfi að ávaxta sitt pund. Að þeim standi ólíkir hluthafar sem geri kröfuum að þeir sem stýri sjóðunum standi sig vel. Sjóðstjóranna sé síðan að vinna mjög náið með fyrirtækjunum að því að þróa viðskiptahugmyndina, opna á viðskiptatengsl, opna dyr fyrir erlendum fjárfestum og svo framvegis. „Við í Arion banka erum búin að vera mjög virk í þessum geira síðan 2012. Nú hefur Arion banki fjárfest í 54 sprotafyrirtækjum. Vonandi erum við að búa til einhverja sögu. Þetta er áþreifanlegur stuðningur.“ Fréttir af flugi Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Sjá meira
„Í mínum huga eru þetta stærstu fréttir fyrir íslenskt frumkvöðlaumhverfi frá landnámi,“ segir Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur hjá Arion banka, í tilefni af því að fyrir skemmstu tóku þrír nýir framtakssjóðir til starfa. Fjárfestingargeta sjóðanna þriggja nemur um 11,5 milljörðum króna og þeim fjármunum verður varið til fjárfestinga á næstu þremur til fimm árum. Sjóðirnir sem um ræðir eru Eyr sprotar, SA framtak og Frumtak II og bætast þeir við þá sjóði sem fyrir eru.Salóme Guðmundsdóttir„Þetta eru kannski ekki svo háar upphæðir þegar þú setur þetta í samhengi við það sem lífeyrissjóðirnir eru að fjárfesta á hverju ári, en í sögulegu samhengi fyrir þetta umhverfi eru þetta gríðarlega stórar upphæðir,“ segir Einar Gunnar. „Þetta er vonandi vísir að því að fjárfestar hafi trú á því að þetta svið geti verið áhugavert. Ég er tiltölulega vongóður um að þessi þróun verði viðvarandi. Þetta er í raun í fyrsta skipti frá landnámi þar sem staðan er orðin sú að það er samkeppni, ekki bara um fjármagnið, heldur á milli sjóðanna um fjárfestingar.“ Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak Innovit, segir að nýju sjóðirnir breyti landslaginu fyrir frumkvöðla á Íslandi. Áður hafi Tækniþróunarsjóður borið mesta þungann af fjárfestingum á sprotastiginu (e. seed stage). Það sé ekkert í líkingu við þær upphæðir sem núna eru komnar inn í spilið.Á þessari mynd má sjá almennt landslag fyrir fjárfesta á Íslandi. Fyrsta stigið, sprotastigið, er þarna nefnt því skáldlega nafni Dauðadalur. Nýju sjóðirnir ættu að veita frumkvöðlum von um að komast í gegnum þann dal og í stöndugri rekstur.heimild/arion banki„Það á eftir að koma í ljós hvernig þessir sjóðir fjárfesta og hvaða upphæðir verða settar í fyrirtækin. Sumir sjá fyrir sér að fjárfesta ekki undir 100 milljónum, sem er kannski hærra mark en mörg fyrirtæki á Íslandi þurfa á fyrsta stigi. Það er oft og tíðum 20 til 50 milljónir. Salóme segir að þetta sé árangur markvissrar uppbyggingar frumkvöðlastarfs á Íslandi. Fjárfestar séu farnir að veita þessum geira meiri athygli, sem og stjórnvöld. Þar spili inn í velgengni fyrirtækja eins og Meniga, Plain Vanilla og Green Cloud, svo dæmi séu nefnd. „Þróunin hefur verið rosalega hröð síðustu ár. Svo hröð að ekki hefur náðst að halda utan um tölfræðileg gögn í kringum þetta allt saman. Það þarf að ramma þessa starfsgrein betur inn. En klókir fjárfestar vilja auðvitað vera með í næsta stóra dæminu og það eru mikil tækifæri fyrir frumkvöðla á Íslandi.“Einar Gunnar Guðmundsson.Hafa fjárfest í 54 fyrirtækjum síðan 2012 Sjóðirnir sem um ræðir einbeita sér að fjárfestingum á fyrsta stigi fyrirtækja, sprotastiginu. Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur hjá Arion banka, segir að á þessu stigi sé fjárfesting oftar en ekki bundin við f-in þrjú, upp á enska tungu; friends, family and fools (vini, fjölskyldu og kjána). „Þetta eru einu sjóðirnir sem eru að fjárfesta á hugmyndastigi. Markmiðið er að einkafjárfestarnir, sem oft er talað um sem viðskiptaengla, taki við þessum fjárfestingum með sjóðunum.“ Einar Gunnar bendir á að sjóðirnir þurfi að ávaxta sitt pund. Að þeim standi ólíkir hluthafar sem geri kröfuum að þeir sem stýri sjóðunum standi sig vel. Sjóðstjóranna sé síðan að vinna mjög náið með fyrirtækjunum að því að þróa viðskiptahugmyndina, opna á viðskiptatengsl, opna dyr fyrir erlendum fjárfestum og svo framvegis. „Við í Arion banka erum búin að vera mjög virk í þessum geira síðan 2012. Nú hefur Arion banki fjárfest í 54 sprotafyrirtækjum. Vonandi erum við að búa til einhverja sögu. Þetta er áþreifanlegur stuðningur.“
Fréttir af flugi Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent