11,5 milljarðar fyrir frumkvöðlafyrirtæki kolbeinn óttarsson proppé skrifar 10. mars 2015 07:00 Fjárfestar vilja vera með í næsta fyrirtæki sem nær flugi. Meniga er dæmi um velgengni sprotafyrirtækis. Þegar fyrirtækið tók þátt í Gullegginu, samstarfi fyrir sprotafyrirtæki, árið 2009, voru þar þrír starfsmenn, en í dag eru þeir yfir 100 í fjölmörgum löndum. „Í mínum huga eru þetta stærstu fréttir fyrir íslenskt frumkvöðlaumhverfi frá landnámi,“ segir Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur hjá Arion banka, í tilefni af því að fyrir skemmstu tóku þrír nýir framtakssjóðir til starfa. Fjárfestingargeta sjóðanna þriggja nemur um 11,5 milljörðum króna og þeim fjármunum verður varið til fjárfestinga á næstu þremur til fimm árum. Sjóðirnir sem um ræðir eru Eyr sprotar, SA framtak og Frumtak II og bætast þeir við þá sjóði sem fyrir eru.Salóme Guðmundsdóttir„Þetta eru kannski ekki svo háar upphæðir þegar þú setur þetta í samhengi við það sem lífeyrissjóðirnir eru að fjárfesta á hverju ári, en í sögulegu samhengi fyrir þetta umhverfi eru þetta gríðarlega stórar upphæðir,“ segir Einar Gunnar. „Þetta er vonandi vísir að því að fjárfestar hafi trú á því að þetta svið geti verið áhugavert. Ég er tiltölulega vongóður um að þessi þróun verði viðvarandi. Þetta er í raun í fyrsta skipti frá landnámi þar sem staðan er orðin sú að það er samkeppni, ekki bara um fjármagnið, heldur á milli sjóðanna um fjárfestingar.“ Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak Innovit, segir að nýju sjóðirnir breyti landslaginu fyrir frumkvöðla á Íslandi. Áður hafi Tækniþróunarsjóður borið mesta þungann af fjárfestingum á sprotastiginu (e. seed stage). Það sé ekkert í líkingu við þær upphæðir sem núna eru komnar inn í spilið.Á þessari mynd má sjá almennt landslag fyrir fjárfesta á Íslandi. Fyrsta stigið, sprotastigið, er þarna nefnt því skáldlega nafni Dauðadalur. Nýju sjóðirnir ættu að veita frumkvöðlum von um að komast í gegnum þann dal og í stöndugri rekstur.heimild/arion banki„Það á eftir að koma í ljós hvernig þessir sjóðir fjárfesta og hvaða upphæðir verða settar í fyrirtækin. Sumir sjá fyrir sér að fjárfesta ekki undir 100 milljónum, sem er kannski hærra mark en mörg fyrirtæki á Íslandi þurfa á fyrsta stigi. Það er oft og tíðum 20 til 50 milljónir. Salóme segir að þetta sé árangur markvissrar uppbyggingar frumkvöðlastarfs á Íslandi. Fjárfestar séu farnir að veita þessum geira meiri athygli, sem og stjórnvöld. Þar spili inn í velgengni fyrirtækja eins og Meniga, Plain Vanilla og Green Cloud, svo dæmi séu nefnd. „Þróunin hefur verið rosalega hröð síðustu ár. Svo hröð að ekki hefur náðst að halda utan um tölfræðileg gögn í kringum þetta allt saman. Það þarf að ramma þessa starfsgrein betur inn. En klókir fjárfestar vilja auðvitað vera með í næsta stóra dæminu og það eru mikil tækifæri fyrir frumkvöðla á Íslandi.“Einar Gunnar Guðmundsson.Hafa fjárfest í 54 fyrirtækjum síðan 2012 Sjóðirnir sem um ræðir einbeita sér að fjárfestingum á fyrsta stigi fyrirtækja, sprotastiginu. Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur hjá Arion banka, segir að á þessu stigi sé fjárfesting oftar en ekki bundin við f-in þrjú, upp á enska tungu; friends, family and fools (vini, fjölskyldu og kjána). „Þetta eru einu sjóðirnir sem eru að fjárfesta á hugmyndastigi. Markmiðið er að einkafjárfestarnir, sem oft er talað um sem viðskiptaengla, taki við þessum fjárfestingum með sjóðunum.“ Einar Gunnar bendir á að sjóðirnir þurfi að ávaxta sitt pund. Að þeim standi ólíkir hluthafar sem geri kröfuum að þeir sem stýri sjóðunum standi sig vel. Sjóðstjóranna sé síðan að vinna mjög náið með fyrirtækjunum að því að þróa viðskiptahugmyndina, opna á viðskiptatengsl, opna dyr fyrir erlendum fjárfestum og svo framvegis. „Við í Arion banka erum búin að vera mjög virk í þessum geira síðan 2012. Nú hefur Arion banki fjárfest í 54 sprotafyrirtækjum. Vonandi erum við að búa til einhverja sögu. Þetta er áþreifanlegur stuðningur.“ Fréttir af flugi Mest lesið Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Fleiri fréttir 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Sjá meira
„Í mínum huga eru þetta stærstu fréttir fyrir íslenskt frumkvöðlaumhverfi frá landnámi,“ segir Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur hjá Arion banka, í tilefni af því að fyrir skemmstu tóku þrír nýir framtakssjóðir til starfa. Fjárfestingargeta sjóðanna þriggja nemur um 11,5 milljörðum króna og þeim fjármunum verður varið til fjárfestinga á næstu þremur til fimm árum. Sjóðirnir sem um ræðir eru Eyr sprotar, SA framtak og Frumtak II og bætast þeir við þá sjóði sem fyrir eru.Salóme Guðmundsdóttir„Þetta eru kannski ekki svo háar upphæðir þegar þú setur þetta í samhengi við það sem lífeyrissjóðirnir eru að fjárfesta á hverju ári, en í sögulegu samhengi fyrir þetta umhverfi eru þetta gríðarlega stórar upphæðir,“ segir Einar Gunnar. „Þetta er vonandi vísir að því að fjárfestar hafi trú á því að þetta svið geti verið áhugavert. Ég er tiltölulega vongóður um að þessi þróun verði viðvarandi. Þetta er í raun í fyrsta skipti frá landnámi þar sem staðan er orðin sú að það er samkeppni, ekki bara um fjármagnið, heldur á milli sjóðanna um fjárfestingar.“ Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak Innovit, segir að nýju sjóðirnir breyti landslaginu fyrir frumkvöðla á Íslandi. Áður hafi Tækniþróunarsjóður borið mesta þungann af fjárfestingum á sprotastiginu (e. seed stage). Það sé ekkert í líkingu við þær upphæðir sem núna eru komnar inn í spilið.Á þessari mynd má sjá almennt landslag fyrir fjárfesta á Íslandi. Fyrsta stigið, sprotastigið, er þarna nefnt því skáldlega nafni Dauðadalur. Nýju sjóðirnir ættu að veita frumkvöðlum von um að komast í gegnum þann dal og í stöndugri rekstur.heimild/arion banki„Það á eftir að koma í ljós hvernig þessir sjóðir fjárfesta og hvaða upphæðir verða settar í fyrirtækin. Sumir sjá fyrir sér að fjárfesta ekki undir 100 milljónum, sem er kannski hærra mark en mörg fyrirtæki á Íslandi þurfa á fyrsta stigi. Það er oft og tíðum 20 til 50 milljónir. Salóme segir að þetta sé árangur markvissrar uppbyggingar frumkvöðlastarfs á Íslandi. Fjárfestar séu farnir að veita þessum geira meiri athygli, sem og stjórnvöld. Þar spili inn í velgengni fyrirtækja eins og Meniga, Plain Vanilla og Green Cloud, svo dæmi séu nefnd. „Þróunin hefur verið rosalega hröð síðustu ár. Svo hröð að ekki hefur náðst að halda utan um tölfræðileg gögn í kringum þetta allt saman. Það þarf að ramma þessa starfsgrein betur inn. En klókir fjárfestar vilja auðvitað vera með í næsta stóra dæminu og það eru mikil tækifæri fyrir frumkvöðla á Íslandi.“Einar Gunnar Guðmundsson.Hafa fjárfest í 54 fyrirtækjum síðan 2012 Sjóðirnir sem um ræðir einbeita sér að fjárfestingum á fyrsta stigi fyrirtækja, sprotastiginu. Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur hjá Arion banka, segir að á þessu stigi sé fjárfesting oftar en ekki bundin við f-in þrjú, upp á enska tungu; friends, family and fools (vini, fjölskyldu og kjána). „Þetta eru einu sjóðirnir sem eru að fjárfesta á hugmyndastigi. Markmiðið er að einkafjárfestarnir, sem oft er talað um sem viðskiptaengla, taki við þessum fjárfestingum með sjóðunum.“ Einar Gunnar bendir á að sjóðirnir þurfi að ávaxta sitt pund. Að þeim standi ólíkir hluthafar sem geri kröfuum að þeir sem stýri sjóðunum standi sig vel. Sjóðstjóranna sé síðan að vinna mjög náið með fyrirtækjunum að því að þróa viðskiptahugmyndina, opna á viðskiptatengsl, opna dyr fyrir erlendum fjárfestum og svo framvegis. „Við í Arion banka erum búin að vera mjög virk í þessum geira síðan 2012. Nú hefur Arion banki fjárfest í 54 sprotafyrirtækjum. Vonandi erum við að búa til einhverja sögu. Þetta er áþreifanlegur stuðningur.“
Fréttir af flugi Mest lesið Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Fleiri fréttir 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent