Engin samfélagsleg ábyrgð – engin samfélagsleg sýn Skjóðan skrifar 4. mars 2015 11:00 Arion banki vill „bestu hluta“ lánasafns Íbúðalánasjóðs (ÍLS) að því er kom fram í frétt á Bloomberg í síðustu viku. Væntanlega verður þreifingum Arion banka hafnað og fremur efnt til útboðs á eignum sjóðsins ef til sölu kemur. Þess má vænta að bankar og aðrir fjárfestar séu tilbúnir til að greiða yfirverð fyrir þessa bestu bita sem eru verðtryggðir og á fyrsta veðrétti í íbúðum landsmanna. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, lýsti enn fremur þeirri skoðun sinni að rétt væri að sameina félagslega starfsemi ÍLS og LÍN undir hatti Landsbankans á meðan bankinn er enn í ríkiseigu. Að mati bankastjórans ber ríkinu að sinna þeim hluta húsnæðismarkaðarins sem einkaaðilum þykir ekki fýsilegur – þá væntanlega í gegnum Landsbankann, sem breytt verður í allsherjar félagsmálasjóð gangi hugmyndir bankastjórans eftir. Stóru bankarnir þrír högnuðust um ríflega 80 milljarða á síðasta ári og Landsbankinn einn um næstum 30 milljarða. Varla ætlast bankastjóri Arion banka til þess að Landsbankinn starfi áfram sem hefðbundinn banki eftir að búið er að flytja þangað veikustu lánasöfn ÍLS og námslán. Íslenskar fjármálastofnanir sýna litla samfélagslega ábyrgð og enn minni samfélagslega sýn. Kapp er lagt á að hámarka verðmæti eigna og tekjur án þess að huga að hagkerfinu í heild eða samfélaginu. Hundraða milljarða hagnaður bankanna þriggja frá því þeir voru endurreistir byggir á stærstu eignatilfærslu lýðveldistímans og gífurgjaldtöku. Vaxtamunur er óheyrilegur. Bankarnir birta fallegar ímyndarauglýsingar og styrkja margvíslegt málefnið en þeir seilast æ dýpra ofan í vasa viðskiptavina sína og tilgangurinn virðist helga meðalið. Nýjasta nýtt er að Landsbankinn er farinn að auglýsa sérstaklega endurfjármögnun húsnæðislána eins og vinsælt var fyrir hrun eftir að bankarnir fóru inn á íbúðalánamarkað. Það skyldi þó ekki vera að bankarnir séu nú að reyna að þrýsta þeim, sem tekið hafa óverðtryggð lán, yfir í verðtryggð lán að nýju? Vextir á óverðtryggðum lánum eru í kringum 7%, þó að verðbólga um þessar mundir sé næstum engin, eða nær tvöfaldir á við verðtryggða vexti. Í byrjun er því greiðslubyrði verðtryggðra lána lægri en óverðtryggðra en eftir u.þ.b. 5 ára lánstíma snýst dæmið við miðað við meðalverðbólgu liðinna áratuga. Höfuðstóll verðtryggðra lána hækkar framan af lánstíma öfugt við óverðtryggð lán og hækkun höfuðstóls geta bankar fært til tekna. Enhver á að borga þennan ofurhagnað íslenskra banka inn í framtíðina? Hvernig samfélag er það sem leyfir bönkum að soga til sín allar ráðstöfunartekjur almennings og gott betur? Er þar fagurt mannlíf? Er gott að búa þar?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Arion banki vill „bestu hluta“ lánasafns Íbúðalánasjóðs (ÍLS) að því er kom fram í frétt á Bloomberg í síðustu viku. Væntanlega verður þreifingum Arion banka hafnað og fremur efnt til útboðs á eignum sjóðsins ef til sölu kemur. Þess má vænta að bankar og aðrir fjárfestar séu tilbúnir til að greiða yfirverð fyrir þessa bestu bita sem eru verðtryggðir og á fyrsta veðrétti í íbúðum landsmanna. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, lýsti enn fremur þeirri skoðun sinni að rétt væri að sameina félagslega starfsemi ÍLS og LÍN undir hatti Landsbankans á meðan bankinn er enn í ríkiseigu. Að mati bankastjórans ber ríkinu að sinna þeim hluta húsnæðismarkaðarins sem einkaaðilum þykir ekki fýsilegur – þá væntanlega í gegnum Landsbankann, sem breytt verður í allsherjar félagsmálasjóð gangi hugmyndir bankastjórans eftir. Stóru bankarnir þrír högnuðust um ríflega 80 milljarða á síðasta ári og Landsbankinn einn um næstum 30 milljarða. Varla ætlast bankastjóri Arion banka til þess að Landsbankinn starfi áfram sem hefðbundinn banki eftir að búið er að flytja þangað veikustu lánasöfn ÍLS og námslán. Íslenskar fjármálastofnanir sýna litla samfélagslega ábyrgð og enn minni samfélagslega sýn. Kapp er lagt á að hámarka verðmæti eigna og tekjur án þess að huga að hagkerfinu í heild eða samfélaginu. Hundraða milljarða hagnaður bankanna þriggja frá því þeir voru endurreistir byggir á stærstu eignatilfærslu lýðveldistímans og gífurgjaldtöku. Vaxtamunur er óheyrilegur. Bankarnir birta fallegar ímyndarauglýsingar og styrkja margvíslegt málefnið en þeir seilast æ dýpra ofan í vasa viðskiptavina sína og tilgangurinn virðist helga meðalið. Nýjasta nýtt er að Landsbankinn er farinn að auglýsa sérstaklega endurfjármögnun húsnæðislána eins og vinsælt var fyrir hrun eftir að bankarnir fóru inn á íbúðalánamarkað. Það skyldi þó ekki vera að bankarnir séu nú að reyna að þrýsta þeim, sem tekið hafa óverðtryggð lán, yfir í verðtryggð lán að nýju? Vextir á óverðtryggðum lánum eru í kringum 7%, þó að verðbólga um þessar mundir sé næstum engin, eða nær tvöfaldir á við verðtryggða vexti. Í byrjun er því greiðslubyrði verðtryggðra lána lægri en óverðtryggðra en eftir u.þ.b. 5 ára lánstíma snýst dæmið við miðað við meðalverðbólgu liðinna áratuga. Höfuðstóll verðtryggðra lána hækkar framan af lánstíma öfugt við óverðtryggð lán og hækkun höfuðstóls geta bankar fært til tekna. Enhver á að borga þennan ofurhagnað íslenskra banka inn í framtíðina? Hvernig samfélag er það sem leyfir bönkum að soga til sín allar ráðstöfunartekjur almennings og gott betur? Er þar fagurt mannlíf? Er gott að búa þar?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent