Eins og við værum allar í sömu hreyfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2015 07:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Laufey Ásta Guðmundsdóttir bjóða hér bikarinn velkominn í Gróttu með vænum kossum. Á bak við þær bíða liðsfélagarnir eftir því að þær lyfti bikarnum hátt á loft. Vísir/Þórdís Inga Fimmtán árum eftir fyrsta bikarúrslitaleik félagsins unnu Gróttukonur sögulegan fimmtán marka sigur á Val í úrslitaleik Coca Cola-bikars kvenna og tryggðu sér fyrsta titilinn í sögu félagsins. Grótta vann Val 29-15 og landaði ekki aðeins fyrsta bikarnum heldur losaði einnig félagið (Grótta/KR) við óvinsælt met fyrir stærsta tap sögunnar í bikarúrslitum en Stjarnan vann Gróttu/KR 31-17 árið 2005. Nokkrir leikmenn Gróttu í leiknum á laugardaginn voru með fyrir tíu árum og fengu því uppreisn æru. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Karólína Bæhrenz Lárudóttir voru báðar að vinna sína gömlu félaga í Val og eru því áfram bikarmeistarar en Valskonur voru búnar að vinna bikarinn þrjú ár í röð. Karólína var að vinna fjórða árið í röð en Anna Úrsúla missti af einum titlanna (2013) þegar hún var í barneignarfríi. Anna Úrsúla fór fyrir frábærri vörn Gróttuliðsins í leiknum og var líka eitt stórt bros í leikslok. Gott karma að snúa þessu við „Þetta var magnaður sigur enda veit ég ekki hversu oft við höfum tapað í þessum bikarúrslitaleik. Það er mjög gott karma að geta snúið þessu við. Við bjuggumst samt engan veginn við því að það myndi bókstaflega allt ganga upp hjá okkur. Vörnin hjá okkur var svakalega öflug og markvarslan þar af leiðandi frábær. Við náðum að vinna leikinn á því,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. „Þetta er ótrúlega stórt fyrir okkur flestar að vinna titil fyrir félagið, fyrir utan gleðina og hvað það er gott fyrir líðanina. Þetta er ótrúlegt gott fyrir reynslubankann hjá ungu liði og við þurfum að taka þennan sigur með okkur inn í deildina og inn í úrslitakeppnina og reyna að njóta góðs af honum,“ sagði Anna Úrsúla. Grótta hefur endurheimt Önnu Úrsúlu, Karólínu og fleiri leikmenn sem hafa unnið titla á öðrum stöðum en ætla núna að fara að safna titlum með sínum uppeldisfélögum.Flestar uppaldar hjá Gróttu „Maður þarf að sækja reynsluna stundum annað en við erum flestar uppaldar Gróttustelpur,“ sagði Anna létt. Yfirburðirnir voru algjörir enda kæfði hin geysilega sterka Gróttuvörn flestar sóknir Valsliðsins sem náði aldrei að skora úr tveimur sóknum í röð í leiknum. Anna Úrsúla og Eva Margrét Kristinsdóttir mynduðu nær óyfirstíganlegan vegg í miðri Gróttuvörninni (vörðu sjö skot saman í vörninni) og fyrir aftan var Íris Björk Símonardóttir frábær í markinu. „Það er alveg einstakt að spila fyrir aftan þessa vörn sem gerir alla mína vinnu mjög þægilega. Við erum með turnana tvo í Önnu og Evu sem eru frábærar,“ sagði Íris Björk við Vísi eftir leikinn. „Við þurftum varla að tala saman því hreyfingin á vörninni var eins og við værum allar í sömu hreyfingu. Þegar það gerist þá er það er það smá fullkomnum í hausnum á manni, sérstaklega þegar maður er svona varnarsinnaður eins og ég,“ sagði Anna Úrsúla. Grótta stoppaði 23 af 30 sóknum Valsliðsins í fyrri hálfleiknum og var 15-7 yfir í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var nánast formsatriði og eftir að hin unga Lovísa Thompson fór að raða inn mörkum var orðið löngu ljóst að þetta var dagur Gróttunnar.Nítján mörk á bikarhelginni Laufey Ásta Guðmundsdóttir skoraði níu mörk fyrir Gróttu í úrslitaleiknum og var alls með nítján mörk í tveimur leikjum liðsins á bikarúrslitahelginni en hún skoraði tíu í undanúrslitaleiknum. „Gróttuhjartað slær hjá öllum í þessu liði. Það er gaman að vera búin að fá allar þessar Gróttustelpur aftur heim,“ sagði Laufey Ásta sem vildi þó ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu. Hún segir muna mikið um að fá Önnu Úrsúlu í liðið. „Hún er svo sterkur karakter og er alltaf að hvetja okkur í bæði vörn og sókn,“ sagði Laufey sem á mikið hrós skilið fyrir frammistöðu sína. Olís-deild kvenna Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Fimmtán árum eftir fyrsta bikarúrslitaleik félagsins unnu Gróttukonur sögulegan fimmtán marka sigur á Val í úrslitaleik Coca Cola-bikars kvenna og tryggðu sér fyrsta titilinn í sögu félagsins. Grótta vann Val 29-15 og landaði ekki aðeins fyrsta bikarnum heldur losaði einnig félagið (Grótta/KR) við óvinsælt met fyrir stærsta tap sögunnar í bikarúrslitum en Stjarnan vann Gróttu/KR 31-17 árið 2005. Nokkrir leikmenn Gróttu í leiknum á laugardaginn voru með fyrir tíu árum og fengu því uppreisn æru. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Karólína Bæhrenz Lárudóttir voru báðar að vinna sína gömlu félaga í Val og eru því áfram bikarmeistarar en Valskonur voru búnar að vinna bikarinn þrjú ár í röð. Karólína var að vinna fjórða árið í röð en Anna Úrsúla missti af einum titlanna (2013) þegar hún var í barneignarfríi. Anna Úrsúla fór fyrir frábærri vörn Gróttuliðsins í leiknum og var líka eitt stórt bros í leikslok. Gott karma að snúa þessu við „Þetta var magnaður sigur enda veit ég ekki hversu oft við höfum tapað í þessum bikarúrslitaleik. Það er mjög gott karma að geta snúið þessu við. Við bjuggumst samt engan veginn við því að það myndi bókstaflega allt ganga upp hjá okkur. Vörnin hjá okkur var svakalega öflug og markvarslan þar af leiðandi frábær. Við náðum að vinna leikinn á því,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. „Þetta er ótrúlega stórt fyrir okkur flestar að vinna titil fyrir félagið, fyrir utan gleðina og hvað það er gott fyrir líðanina. Þetta er ótrúlegt gott fyrir reynslubankann hjá ungu liði og við þurfum að taka þennan sigur með okkur inn í deildina og inn í úrslitakeppnina og reyna að njóta góðs af honum,“ sagði Anna Úrsúla. Grótta hefur endurheimt Önnu Úrsúlu, Karólínu og fleiri leikmenn sem hafa unnið titla á öðrum stöðum en ætla núna að fara að safna titlum með sínum uppeldisfélögum.Flestar uppaldar hjá Gróttu „Maður þarf að sækja reynsluna stundum annað en við erum flestar uppaldar Gróttustelpur,“ sagði Anna létt. Yfirburðirnir voru algjörir enda kæfði hin geysilega sterka Gróttuvörn flestar sóknir Valsliðsins sem náði aldrei að skora úr tveimur sóknum í röð í leiknum. Anna Úrsúla og Eva Margrét Kristinsdóttir mynduðu nær óyfirstíganlegan vegg í miðri Gróttuvörninni (vörðu sjö skot saman í vörninni) og fyrir aftan var Íris Björk Símonardóttir frábær í markinu. „Það er alveg einstakt að spila fyrir aftan þessa vörn sem gerir alla mína vinnu mjög þægilega. Við erum með turnana tvo í Önnu og Evu sem eru frábærar,“ sagði Íris Björk við Vísi eftir leikinn. „Við þurftum varla að tala saman því hreyfingin á vörninni var eins og við værum allar í sömu hreyfingu. Þegar það gerist þá er það er það smá fullkomnum í hausnum á manni, sérstaklega þegar maður er svona varnarsinnaður eins og ég,“ sagði Anna Úrsúla. Grótta stoppaði 23 af 30 sóknum Valsliðsins í fyrri hálfleiknum og var 15-7 yfir í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var nánast formsatriði og eftir að hin unga Lovísa Thompson fór að raða inn mörkum var orðið löngu ljóst að þetta var dagur Gróttunnar.Nítján mörk á bikarhelginni Laufey Ásta Guðmundsdóttir skoraði níu mörk fyrir Gróttu í úrslitaleiknum og var alls með nítján mörk í tveimur leikjum liðsins á bikarúrslitahelginni en hún skoraði tíu í undanúrslitaleiknum. „Gróttuhjartað slær hjá öllum í þessu liði. Það er gaman að vera búin að fá allar þessar Gróttustelpur aftur heim,“ sagði Laufey Ásta sem vildi þó ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu. Hún segir muna mikið um að fá Önnu Úrsúlu í liðið. „Hún er svo sterkur karakter og er alltaf að hvetja okkur í bæði vörn og sókn,“ sagði Laufey sem á mikið hrós skilið fyrir frammistöðu sína.
Olís-deild kvenna Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira