Átta ástæður til að stunda ekki viðskipti á Íslandi Stjórnarmaðurinn skrifar 25. febrúar 2015 07:00 1. Það þarf að leggja út tæpar 650 þúsund krónur til að stofna einkahlutafélag. Í Bretlandi þarf tvö hundruð krónur. Þetta skiptir miklu máli fyrir smærri félög. 2. Íslenskir fatakaupmenn greiða tvöfaldan toll af vörukaupum. 15% þegar varningur lendir innan Evrópusambandsins, frá Kína eða sambærilegu framleiðslulandi, og svo aftur við flutning frá Evrópu til Íslands. Eru stjórnvöld undrandi á því að H&M er sagt vera með 30% markaðshlutdeild á Íslandi án þess að reka verslun hér á landi? 3. Fyrirtækjaskrá neyðir þig til að borga 25 þúsund krónur í þjónustugjöld til bankans fyrir að fá skráða íslenska kennitölu á erlent félag. Þetta snýst um eitt eyðublað; það er ekki hlutverk opinberra aðila að innheimta gjöld fyrir einkarekna banka. 4. Afgreiðsla hjá opinberum aðilum á borð við skattayfirvöld og fyrirtækjaskrá er tilviljanakennd, seinvirk, og einkennist af tortryggni. Hvernig má það vera að ekki sé allt orðið rafrænt hjá fyrirtækjaskrá árið 2015? 5. Umræða í fjölmiðlum er óvinveitt erlendum fjárfestum. Kröfuhafar bankanna eru iðulega kallaðir „hrægammar“ eða „hrægammasjóðir“. Vissulega er rétt að í einhverjum tilvikum eru kröfurnar í eigu aðila sem stunda það að fjárfesta í „eitruðum“ eignum. Þó eru þessar kröfur keyptar í samræmi við gildandi reglur, og af fyrri kröfuhöfum sem stofnuðu til viðskipta í góðri trú. Sama gildir um Huang Nobu – tókst einhverjum einhvern tíma að færa sönnur fyrir því að hann gengi erinda vondra kínverskra kommúnista þegar hann sýndi áhuga á að kaupa eyðijörð í einkismannslandi? 6. Óstöðugt stjórnarfar. Kröfuhafar bankanna hafa þurft að búa við stöðugar lagabreytingar og hringlandahátt frá hruni. Við ríkisstjórnarskipti verður nánast alltaf 180 gráðu umturnun á öllum málum. Það er forsenda þess að laða að erlenda fjárfesta, að stöðugleiki sé tryggður. Frá því er langur vegur á Íslandi. 7. Ríkið er með puttana í of mörgum pæum. Opinberir aðilar hafa niðurgreitt innlendar landbúnaðarvörur til sölu erlendis, t.d. í Whole Foods í Bandaríkjunum. Ávinningur íslenskra bænda af því er í besta falli enginn. Þrátt fyrir áratugareynslu af vonlausum útrásardraumum, hafði MS fyrir því að eltast við íslenskan mann sem seldi skyr í Bandaríkjunum, Siggi's Skyr. Siggi náði margföldum árangri MS, með brotabroti af kostnaðinum, og seldi síðar félagið. Væri ekki nær að veita honum verðlaun? 8. Gjaldeyrishöftin.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
1. Það þarf að leggja út tæpar 650 þúsund krónur til að stofna einkahlutafélag. Í Bretlandi þarf tvö hundruð krónur. Þetta skiptir miklu máli fyrir smærri félög. 2. Íslenskir fatakaupmenn greiða tvöfaldan toll af vörukaupum. 15% þegar varningur lendir innan Evrópusambandsins, frá Kína eða sambærilegu framleiðslulandi, og svo aftur við flutning frá Evrópu til Íslands. Eru stjórnvöld undrandi á því að H&M er sagt vera með 30% markaðshlutdeild á Íslandi án þess að reka verslun hér á landi? 3. Fyrirtækjaskrá neyðir þig til að borga 25 þúsund krónur í þjónustugjöld til bankans fyrir að fá skráða íslenska kennitölu á erlent félag. Þetta snýst um eitt eyðublað; það er ekki hlutverk opinberra aðila að innheimta gjöld fyrir einkarekna banka. 4. Afgreiðsla hjá opinberum aðilum á borð við skattayfirvöld og fyrirtækjaskrá er tilviljanakennd, seinvirk, og einkennist af tortryggni. Hvernig má það vera að ekki sé allt orðið rafrænt hjá fyrirtækjaskrá árið 2015? 5. Umræða í fjölmiðlum er óvinveitt erlendum fjárfestum. Kröfuhafar bankanna eru iðulega kallaðir „hrægammar“ eða „hrægammasjóðir“. Vissulega er rétt að í einhverjum tilvikum eru kröfurnar í eigu aðila sem stunda það að fjárfesta í „eitruðum“ eignum. Þó eru þessar kröfur keyptar í samræmi við gildandi reglur, og af fyrri kröfuhöfum sem stofnuðu til viðskipta í góðri trú. Sama gildir um Huang Nobu – tókst einhverjum einhvern tíma að færa sönnur fyrir því að hann gengi erinda vondra kínverskra kommúnista þegar hann sýndi áhuga á að kaupa eyðijörð í einkismannslandi? 6. Óstöðugt stjórnarfar. Kröfuhafar bankanna hafa þurft að búa við stöðugar lagabreytingar og hringlandahátt frá hruni. Við ríkisstjórnarskipti verður nánast alltaf 180 gráðu umturnun á öllum málum. Það er forsenda þess að laða að erlenda fjárfesta, að stöðugleiki sé tryggður. Frá því er langur vegur á Íslandi. 7. Ríkið er með puttana í of mörgum pæum. Opinberir aðilar hafa niðurgreitt innlendar landbúnaðarvörur til sölu erlendis, t.d. í Whole Foods í Bandaríkjunum. Ávinningur íslenskra bænda af því er í besta falli enginn. Þrátt fyrir áratugareynslu af vonlausum útrásardraumum, hafði MS fyrir því að eltast við íslenskan mann sem seldi skyr í Bandaríkjunum, Siggi's Skyr. Siggi náði margföldum árangri MS, með brotabroti af kostnaðinum, og seldi síðar félagið. Væri ekki nær að veita honum verðlaun? 8. Gjaldeyrishöftin.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira